Handbolti

Kári Kristján semur við Þór Akur­eyri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur í Þorpið.
Mættur í Þorpið. Þór Akureyri

Gamla brýnið Kári Kristján Kristjánsson mun spila með Þór Akureyri í Olís-deild karla í handbolta.

Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld, mánudag. Í færslu Þórs segir:

„Kári Kristján Kristjánsson er mættur í 603! Kári skrifar undir eins árs samning við félagið og leikur því með okkur í Olís deildinni þetta tímabil. Meira þarf ekki að segja um peyjann sem allir þekkja.“

Hinn fertugi Kári Kristján hefur verið samningslaus síðan samningur hans við ÍBV rann út eftir síðustu leiktíð. Kári Kristján hefur sagt að hann hafi gert munnlegt samkomulag við Eyjamenn um áframhaldandi samning en ekkert varð á endanum úr því samkomulagi.

Kári hefur spilað með Haukum, ÍBV og Val hér á landi ásamt því að spila í atvinnumennsku í Austurríki, Þýskalandi og Danmörku. Þá hefur hann leikið 145 A-landsleiki.

Þór Akureyri er með tvö stig - einn sigur - loknum þremur umferðum í Olís-deild karla á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×