Bonmatí vann þriðja árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2025 21:00 Sigurvegarar kvöldsins. @ballondor Þriðja árið í röð var Aitana Bonmatí, leikmaður Barcelona og Spánar, valin besta knattspyrnukona heims. Ousmane Dembélé, leikmaður París Saint-Germain og Frakklands, var þá valinn besti knattspyrnumaður í heimi. Gullknötturinn (Ballon d'Or) var veittur við hátíðlega athöfn í kvöld. Einnig voru önnur verðlaun veitt eins og venja er orðin. Hin 27 ára gamla Bonmatí var allt í öllu á miðsvæði Barcelona sem stóð uppi sem Spánarmeistari enn eitt árið. Hún fór einnig í úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti þar þola tap gegn Arsenal og þá komst hún í úrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar en stóð England uppi sem sigurvegari. Aitana Bonmatí, three times in a row! Can you believe it? 🤯#ballondor pic.twitter.com/qT53wjKiSV— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Mariona Caldentey (Arsenal og Spánn) var í 2. sæti og þar á eftir kom Alessia Russo (Arsenal og England). Here are the ranking from 10 to 3 for the 2025 Women's Ballon d'Or!#ballondor pic.twitter.com/VkRDHmJqEy— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Dembélé var frábær þegar PSG tókst loks að landa sigri í Meistaradeild Evrópu. Jafnframt var hann frábær heima fyrir þar sem Parísarliðið vann enn einn meistaratitilinn. Hinn 28 ára gamli Dembélé naut sín í nýrri stöðu sem framherji og kom með beinum hætti að 51 marki á síðusut leiktíð (35 mörk og 16 stoðsendingar). 😍 Ronaldinho is on stage!#ballondor pic.twitter.com/Zpfm1LyHxm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Annað árið í röð var Laimine Yamal valinn besti ungi leikmaður í heimi karla megin. Enginn hefur afrekað það áður.Hann átti frábært tímabil og varð Spánarmeistari, bikarmeistari og spænskur Ofurbikarmeistari. Þá varð Spánn Evrópumeistari sumarið 2024. Alls skoraði Yamal 18 mörk og gaf 25 stoðsendingar í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Lamine! 🤩#ballondor pic.twitter.com/04zqEpaX5K— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Hin 19 ára gamal Vicky López, sem spilar með Barcelona og spænska landsliðinu líkt og Yamal, var svo valin besti ungi leikmaðurinn í kvennaflokki. Here is the 2025 Women's Kopa Trophy full ranking!1️⃣ Vicky Lopez2️⃣ Linda Caicedo 3️⃣ Wieke Kaptein 4️⃣ Michelle Agyemang5️⃣ Claudia Martinez Ovando#TrophéeKopa #ballondor pic.twitter.com/CE0bHhbVtm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Ítalinn Gianluigi Donnarumma hlaut hin virtu Yachine-verðlaun en þau fær besti markvörður ársins. Donnarumma vann sömu verðlaun árið 2021. Hann átti hvað stærstan þátt í að París Saint-Germain tókst loks að vinna Meistaradeild Evrópu. Frammistaða hans var hins vegar ekki nægilega góð til að fá launahækkun í París og því var hann seldur til Manchester City. GIANLUIGI DONNARUMMA IS THE 2025 YACHINE TROPHY WINNER! He already won it in 2021! #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/VZDneX87N3— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Í fyrsta skipti var besti markvörðurinn kjörinn í kvennaflokki. Þar var það Hannah Hampton sem fór með sigur af hólmi. Hún stóð uppi sem Englandsmeistari með Chelsea síðasta vor og gerði svo gott betur þegar hún stóð vaktina í marki Englands sem varð Evrópumeistari í sumar. 🧤 GIANLUIGI DONNARUMMA AND HANNAH HAMPTON THE 2025 YACHINE TROPHY WINNERS!#ballondor pic.twitter.com/fkUGyIwBzW— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 PSG var lið ársins í karlaflokki á meðan Arsenal var lið ársins í kvennaflokki. Bæði lið fóru með sigur af hólmi í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Luis Enrique, þjálfari PSG, og Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, voru svo þjálfarar ársins. Fótbolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Gullknötturinn (Ballon d'Or) var veittur við hátíðlega athöfn í kvöld. Einnig voru önnur verðlaun veitt eins og venja er orðin. Hin 27 ára gamla Bonmatí var allt í öllu á miðsvæði Barcelona sem stóð uppi sem Spánarmeistari enn eitt árið. Hún fór einnig í úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti þar þola tap gegn Arsenal og þá komst hún í úrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar en stóð England uppi sem sigurvegari. Aitana Bonmatí, three times in a row! Can you believe it? 🤯#ballondor pic.twitter.com/qT53wjKiSV— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Mariona Caldentey (Arsenal og Spánn) var í 2. sæti og þar á eftir kom Alessia Russo (Arsenal og England). Here are the ranking from 10 to 3 for the 2025 Women's Ballon d'Or!#ballondor pic.twitter.com/VkRDHmJqEy— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Dembélé var frábær þegar PSG tókst loks að landa sigri í Meistaradeild Evrópu. Jafnframt var hann frábær heima fyrir þar sem Parísarliðið vann enn einn meistaratitilinn. Hinn 28 ára gamli Dembélé naut sín í nýrri stöðu sem framherji og kom með beinum hætti að 51 marki á síðusut leiktíð (35 mörk og 16 stoðsendingar). 😍 Ronaldinho is on stage!#ballondor pic.twitter.com/Zpfm1LyHxm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Annað árið í röð var Laimine Yamal valinn besti ungi leikmaður í heimi karla megin. Enginn hefur afrekað það áður.Hann átti frábært tímabil og varð Spánarmeistari, bikarmeistari og spænskur Ofurbikarmeistari. Þá varð Spánn Evrópumeistari sumarið 2024. Alls skoraði Yamal 18 mörk og gaf 25 stoðsendingar í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Lamine! 🤩#ballondor pic.twitter.com/04zqEpaX5K— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Hin 19 ára gamal Vicky López, sem spilar með Barcelona og spænska landsliðinu líkt og Yamal, var svo valin besti ungi leikmaðurinn í kvennaflokki. Here is the 2025 Women's Kopa Trophy full ranking!1️⃣ Vicky Lopez2️⃣ Linda Caicedo 3️⃣ Wieke Kaptein 4️⃣ Michelle Agyemang5️⃣ Claudia Martinez Ovando#TrophéeKopa #ballondor pic.twitter.com/CE0bHhbVtm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Ítalinn Gianluigi Donnarumma hlaut hin virtu Yachine-verðlaun en þau fær besti markvörður ársins. Donnarumma vann sömu verðlaun árið 2021. Hann átti hvað stærstan þátt í að París Saint-Germain tókst loks að vinna Meistaradeild Evrópu. Frammistaða hans var hins vegar ekki nægilega góð til að fá launahækkun í París og því var hann seldur til Manchester City. GIANLUIGI DONNARUMMA IS THE 2025 YACHINE TROPHY WINNER! He already won it in 2021! #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/VZDneX87N3— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Í fyrsta skipti var besti markvörðurinn kjörinn í kvennaflokki. Þar var það Hannah Hampton sem fór með sigur af hólmi. Hún stóð uppi sem Englandsmeistari með Chelsea síðasta vor og gerði svo gott betur þegar hún stóð vaktina í marki Englands sem varð Evrópumeistari í sumar. 🧤 GIANLUIGI DONNARUMMA AND HANNAH HAMPTON THE 2025 YACHINE TROPHY WINNERS!#ballondor pic.twitter.com/fkUGyIwBzW— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 PSG var lið ársins í karlaflokki á meðan Arsenal var lið ársins í kvennaflokki. Bæði lið fóru með sigur af hólmi í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Luis Enrique, þjálfari PSG, og Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, voru svo þjálfarar ársins.
Fótbolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira