Viðskipti innlent

Ráðinn nýr tækni- og þjónustu­stjóri Advania á Akur­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Daníel Sigurður Eðvaldsson.
Daníel Sigurður Eðvaldsson. Advania

Advania hefur ráðið Daníel Sigurð Eðvaldsson í stöðu tækni- og þjónustustjóra.

Í tilkynningu segir að Daníel starfi á Akureyri og þjónusti þar fjölbreyttan hóp lykilviðskiptavina Advania. 

„Advania flutti í sumar starfsstöðina á Akureyri í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði að Austursíðu 6.

Daníel kemur til Rekstrarlausna Advania frá TDK þar sem hann starfaði sem umsjónarmaður UT kerfa og sem kerfisstjóri frá árinu 2018,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×