Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2025 11:01 Eva Ruza við undirbúning sem kynnir á Miss Universe Iceland. Vísir/Vilhelm Eva Ruza Miljevic skemmtikraftur segist innilega þakklát fyrir að fá að vinna við að skemmta fólki. Eva segir það líklega hafa verið skrifað í skýin að hún myndi feta þessa braut í lífinu. Það hafi þó verið erfið ákvörðun að tilkynna móður sinni að hún tæki ekki við fjölskyldufyrirtækinu. Eva Ruza er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún segir það líklega hafa verið skrifað í skýin að hún myndi feta þessa braut í lífinu. Color run fyrsta stóra giggið „Ég man að ég sá nýlega heima hjá mömmu og pabba eitthvað mjög gamalt viðtal við mig þar sem ég var spurð: „Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór.“ Svarið var einfalt: „Ég ætla að verða fræg“. Aumingja mamma hlýtur að hafa hugsað að krakkinn væri ekki með neina stefnu í lífinu. En ég er alltaf mjög þakklát samfélagsmiðlum af því að það voru eiginlega þeir sem komu þessu öllu af stað hjá mér. Ég byrjaði á snapchat þegar allir voru að byrja þar og svo byrjuðu fylgjendurnir að koma og í kjölfarið af því var ég beðin um að veislustýra árshátíð Bootcamp Reykjavíkur og eftir það byrjaði boltinn að rúlla. Ég fékk í kjölfarið fyrsta stóra „giggið“ mitt í gegnum Davíð Lúther, sem var að kynna Color Run, sem var algjör geðveiki og 12 þúsund manns mættir og ég fann mig bara strax mjög vel í þessu hlutverki. Ég trúði því ekki að ég gæti staðið fyrir framan allt þetta fólk og unnið við það. Ég fæ þessa tilfinningu enn þá og vil alls ekki missa hana. Að finna þakklæti yfir því að fá að vinna við að skemmta fólki og stundum trúi ég því eiginlega ekki að þetta sé vinnan mín,“ segir Eva og heldur áfram: „En einmitt af því að ég vil ekki missa þessa tilfinningu er svo mikilvægt að endurnýja sig og staðna ekki. Ég vil vera enn þá 75 ára gömul uppi á sviði að skemmta fólki og vera jafnþakklát og glöð yfir því og ég er núna. Ég vann í 20 ár í blómabúð með mömmu minni og fannst það mjög gaman, en mér líður eins og ég sé búin að finna það sem ég á að vinna við núna. Ég hef alltaf verið að skapa eitthvað, alveg síðan ég var barn og þar líður mér best. Ég held að mamma og pabbi hafi séð þetta í mér mjög snemma og ég var alltaf að biðja pabba um að koma með vídeócameruna að taka upp VHS myndbönd af mér.“ Gat ekki borðað fyrir gigg Eva var lengi vel mjög stressuð áður en hún steig á svið til að skemmta fólki. Hún talar í þættinum um tilfinninguna sem fylgir því að koma fram fyrir framan hópa af fólki. „Fyrstu tvö til þrjú árin gat ég oft ekki borðað áður en ég átti að koma fram og var með í maganum, en svo leið mér alltaf vel um leið og ég var komin í aðstæðurnar og fannst ég vera á heimavelli. En það var alveg sama hvað ég gerði þetta oft, ég hélt samt alltaf áfram að fá þessar tilfinningar á undan, hætti að tala heima hjá mér áður en ég fór í veislustjórnir og skemmtanir. En svo gekk þetta alltaf vel og mér leið alltaf jafnvel þegar ég kom af sviðinu. Sem betur fer hefur þetta breyst og þessi fiðringur sem ég fæ í magann er ekki jafn dramatískur núna og ég er í meiri slaka gagnvart þessu öllu núna. En ég er samt ánægð með að ég finni enn smá kvíða, spenning og fiðring, af því að þegar það hættir mun ég þurfa að hugsa hvort ég sé ekki lengur með metnaðinn fyrir þessu.“ Eva fer í þættinum yfir tímabilið þar sem hún rak blómabúð með mömmu sinni og hvernig það var að segja skilið við þann kafla í lífi sínu. Sá fyrir sér að taka við búðinni „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband, þannig að það gekk alltaf vel hjá okkur að vinna saman. Ég nærist á fólki og elska að vera með fólki, þannig að það er kannski smá þversögn að það sem ég elskaði í blómabúðinni var að fá að vera ein með sjálfri mér,“ segir Eva. „Við vorum bara tvær með búðina að skipta vöktum ég og mamma og mér fannst það vera heilun fyrir mig að dúlla mér í að búa til skreytingar og hlusta á góða tónlist. En svo kannski var ég að klára vakt og klæða mig í nælonsokkabuxur og kjóla á leiðinni að skemmta fyrir framan nokkur hundruð manns og þá áttaði ég mig á því að það var það sem ég brann fyrir. Þegar mamma fór að tala um að hún vildi selja búðina sá ég alltaf fyrir mér að ég myndi taka við og skemmtanirnar yrðu með til hliðar. Ég sá aldrei fyrir mér að ég yrði ekki í blómabúðinni.“ Hún hafi svo fundið að blómabúðin væri ekki hennar leið. Hún ætti að setja allt sitt í að skemmta og sjá fyrir sér þannig. Leysti úr læðingi nýja orku „Ég man stinginn í maganum þegar ég áttaði mig á því og ég fór að hágráta þegar ég sagði mömmu það að ég ætlaði að fara aðra leið, en það hjálpaði við ákvörðunina hvað hún studdi vel við bakið á mér,“ segir Eva, sem segir það hafa kallað á talsverða óvissu að taka þetta skref. „Ég er í grunninn mikil rútínukona og ég man að fyrst var ég alltaf að hugsa: „En hvað ef fólk hættir bara að bóka mig?“ Og þurfti að mæta þessari miklu öryggisþörf innra með mér. En svo á einhverjum punkti áttaði ég mig á því að það versta sem gæti gerst væri að ég myndi bara snúa til baka í að opna blómabúð ef að hitt myndi ekki ganga upp. En það sem gerðist var að við það að taka ákvörðun um að fara af fullum krafti í skemmtanirnar leysti úr læðingi einhverja nýja orku innra með mér. Um leið og við læstum búðinni í síðasta sinn var eins og það opnuðust margar hurðir og ég hef ekki litið til baka síðan. Ég er virkilega ánægð og stolt með sjálfa mig að hafa látið vaða og taka sénsinn. Nú er ég allavega með góða pepp sögu fyrir börnin mín og barnabörnin.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hljóp undir fölsku nafni Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira
Eva Ruza er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún segir það líklega hafa verið skrifað í skýin að hún myndi feta þessa braut í lífinu. Color run fyrsta stóra giggið „Ég man að ég sá nýlega heima hjá mömmu og pabba eitthvað mjög gamalt viðtal við mig þar sem ég var spurð: „Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór.“ Svarið var einfalt: „Ég ætla að verða fræg“. Aumingja mamma hlýtur að hafa hugsað að krakkinn væri ekki með neina stefnu í lífinu. En ég er alltaf mjög þakklát samfélagsmiðlum af því að það voru eiginlega þeir sem komu þessu öllu af stað hjá mér. Ég byrjaði á snapchat þegar allir voru að byrja þar og svo byrjuðu fylgjendurnir að koma og í kjölfarið af því var ég beðin um að veislustýra árshátíð Bootcamp Reykjavíkur og eftir það byrjaði boltinn að rúlla. Ég fékk í kjölfarið fyrsta stóra „giggið“ mitt í gegnum Davíð Lúther, sem var að kynna Color Run, sem var algjör geðveiki og 12 þúsund manns mættir og ég fann mig bara strax mjög vel í þessu hlutverki. Ég trúði því ekki að ég gæti staðið fyrir framan allt þetta fólk og unnið við það. Ég fæ þessa tilfinningu enn þá og vil alls ekki missa hana. Að finna þakklæti yfir því að fá að vinna við að skemmta fólki og stundum trúi ég því eiginlega ekki að þetta sé vinnan mín,“ segir Eva og heldur áfram: „En einmitt af því að ég vil ekki missa þessa tilfinningu er svo mikilvægt að endurnýja sig og staðna ekki. Ég vil vera enn þá 75 ára gömul uppi á sviði að skemmta fólki og vera jafnþakklát og glöð yfir því og ég er núna. Ég vann í 20 ár í blómabúð með mömmu minni og fannst það mjög gaman, en mér líður eins og ég sé búin að finna það sem ég á að vinna við núna. Ég hef alltaf verið að skapa eitthvað, alveg síðan ég var barn og þar líður mér best. Ég held að mamma og pabbi hafi séð þetta í mér mjög snemma og ég var alltaf að biðja pabba um að koma með vídeócameruna að taka upp VHS myndbönd af mér.“ Gat ekki borðað fyrir gigg Eva var lengi vel mjög stressuð áður en hún steig á svið til að skemmta fólki. Hún talar í þættinum um tilfinninguna sem fylgir því að koma fram fyrir framan hópa af fólki. „Fyrstu tvö til þrjú árin gat ég oft ekki borðað áður en ég átti að koma fram og var með í maganum, en svo leið mér alltaf vel um leið og ég var komin í aðstæðurnar og fannst ég vera á heimavelli. En það var alveg sama hvað ég gerði þetta oft, ég hélt samt alltaf áfram að fá þessar tilfinningar á undan, hætti að tala heima hjá mér áður en ég fór í veislustjórnir og skemmtanir. En svo gekk þetta alltaf vel og mér leið alltaf jafnvel þegar ég kom af sviðinu. Sem betur fer hefur þetta breyst og þessi fiðringur sem ég fæ í magann er ekki jafn dramatískur núna og ég er í meiri slaka gagnvart þessu öllu núna. En ég er samt ánægð með að ég finni enn smá kvíða, spenning og fiðring, af því að þegar það hættir mun ég þurfa að hugsa hvort ég sé ekki lengur með metnaðinn fyrir þessu.“ Eva fer í þættinum yfir tímabilið þar sem hún rak blómabúð með mömmu sinni og hvernig það var að segja skilið við þann kafla í lífi sínu. Sá fyrir sér að taka við búðinni „Við mamma höfum alltaf átt mjög fallegt samband, þannig að það gekk alltaf vel hjá okkur að vinna saman. Ég nærist á fólki og elska að vera með fólki, þannig að það er kannski smá þversögn að það sem ég elskaði í blómabúðinni var að fá að vera ein með sjálfri mér,“ segir Eva. „Við vorum bara tvær með búðina að skipta vöktum ég og mamma og mér fannst það vera heilun fyrir mig að dúlla mér í að búa til skreytingar og hlusta á góða tónlist. En svo kannski var ég að klára vakt og klæða mig í nælonsokkabuxur og kjóla á leiðinni að skemmta fyrir framan nokkur hundruð manns og þá áttaði ég mig á því að það var það sem ég brann fyrir. Þegar mamma fór að tala um að hún vildi selja búðina sá ég alltaf fyrir mér að ég myndi taka við og skemmtanirnar yrðu með til hliðar. Ég sá aldrei fyrir mér að ég yrði ekki í blómabúðinni.“ Hún hafi svo fundið að blómabúðin væri ekki hennar leið. Hún ætti að setja allt sitt í að skemmta og sjá fyrir sér þannig. Leysti úr læðingi nýja orku „Ég man stinginn í maganum þegar ég áttaði mig á því og ég fór að hágráta þegar ég sagði mömmu það að ég ætlaði að fara aðra leið, en það hjálpaði við ákvörðunina hvað hún studdi vel við bakið á mér,“ segir Eva, sem segir það hafa kallað á talsverða óvissu að taka þetta skref. „Ég er í grunninn mikil rútínukona og ég man að fyrst var ég alltaf að hugsa: „En hvað ef fólk hættir bara að bóka mig?“ Og þurfti að mæta þessari miklu öryggisþörf innra með mér. En svo á einhverjum punkti áttaði ég mig á því að það versta sem gæti gerst væri að ég myndi bara snúa til baka í að opna blómabúð ef að hitt myndi ekki ganga upp. En það sem gerðist var að við það að taka ákvörðun um að fara af fullum krafti í skemmtanirnar leysti úr læðingi einhverja nýja orku innra með mér. Um leið og við læstum búðinni í síðasta sinn var eins og það opnuðust margar hurðir og ég hef ekki litið til baka síðan. Ég er virkilega ánægð og stolt með sjálfa mig að hafa látið vaða og taka sénsinn. Nú er ég allavega með góða pepp sögu fyrir börnin mín og barnabörnin.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.
Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hljóp undir fölsku nafni Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira