Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar 22. september 2025 10:33 Nýlega dó maður að nafni Charlie Kirk í Bandaríkjunum. Hann var ráðinn af dögum af leyniskyttu og var morðið framið á skólalóð í Utah. Þetta átti sér stað þar sem hann hélt einn af sínum umdeildu fundum sem aðallega snerust um að rökræða umdeild málefni svo sem stöðu hælisleitanda og flóttafólks, skotvopnaréttindi almennings, rétt kvenna til þungunarrofs, borgaraleg réttindi litaðra, dauðarefsingu og fleira. Sérstaklega reyndi hann að rökræða við frjálslynda unga nemendur og ná því á myndbönd sem hann dreifði svo til fylgjenda sinna. Síðustu daga hafa fréttamiðlar hér og erlendis varla fjallað um annað, og það að þessi atburður sé af mörgum talinn mun alvarlegri en allar hinar pólitisku árásir og morð síðastliðinna 15 ára ætti að sýna okkur á hvaða villigötum umræðan er komin. Í júni var stjórnmálamaður að nafni Melissa Hortman skotin til bana á heimili sínu ásamt eiginmanni og í apríl var kveikt í heimili ríkisstjóra Pennsylvaníu. Skólaskotárásin í Colorado sem skeði sama dag og Charlie var myrtur er varla nefnd. Þess má einnig geta að það var fertugasta og sjöunda skólaskotárásin í Bandaríkjunum þegar ég skrifa þetta. Með fyrirvara um breytingar… Eftir að hann lést hefur Charlie Kirk verið hylltur af fylgjendum sínum, ásamt öðru fólki yst á hægri vængnum. Hann er talinn hafa verið hetja og sérlegur málsvari málfrelsis og einnig vilja margir lýsa honum sem eins konar táknmynd hins nýja kristnis sem dýrlingi. Charlie skilur nú eftir sig konu og þrjú börn sem og eigur að andvirði 12 Milljón bandaríkjadala (rúmlega 1,4 milljarður íslenskra króna) Þetta hefur hann þénað í gegnum árin með sinni orðræðu. Félög líkt og NRA, Heritage foundation, Alliance Defending Fredoom, Lynde and Harry Bradley Foundation, Dunn foundation og Richard and Helen DeVos foundation hafa stutt hann opinberlega eða með peningum. Öll eiga þessi samtök eiga það sameiginlegt að vera það sem maður myndi flokka sem verandi öfga hægri sinnuð í málefnum sem þau styðja og með eigin stefnum. Þau hafa verið samofin bandarískri stefnumótun og dælt peningum í þær málpípur og frambjóðendur sem eru tilbúin að tala þeirra máli. Þessi samtök og fleiri er meginástæða þess að Charlie, sem var eingöngu 31 árs þegar hann var myrtur, hafði eignast meiri auð en flestir munu hafa tækifæri á að einu sinni komast nálægt því að velta á ævinni. Þennan blóð pening þénaði hann á hatursorðræðu sem hefur kostað fjölmörg mannslíf og endaði á að kosta hann lífið. Sjálfur hefur hann sagt að “byssudráp væru því miður kostnaðurinn við að standa vörð um annað stjórnarskrárákvæðið.” og að “ég hata orðið samkennd, þetta er nýaldarhugtak sem gerir mikinn skaða.” Skyldi maður kafa dýpra í ógrynni hans af skoðunum og athugasemdum kemur allt annað í ljós en einhvers konar siðavörður kristinna. Fólk hefur farið mikinn á netinu og beinlínis hótað þeim sem ekki virða minningu hans. Þau krefjast þess að látnum manni sé sýnd skilyrðislaus virðing en á sama tíma hef ég þetta eftir honum: “George Floyd var drullusokkur.” og að “hann (Floyd) lést úr ofskammti.” Þess má geta að George Floyd lést ekki úr ofskammti, heldur var hann myrtur af lögreglumanninum Derek Chauvin. Einnig sagði Charlie: “Martin Luther King var hræðilegur. Hann var ekki góð manneskja. Hann sagði einn góðann hlut sem hann trúði ekki einu sinni sjálfur.” Hann sagði einnig: “Dauðarefsingin ætti að vera opinber, taka snöggt af og vera sjónvörpuð… Ég hugsa að á ákveðnum aldri yrði þetta manndómsvígsla… Á hvaða aldri ætti maður að byrja að sjá opinberar aftökur.” Allt þetta og fleira hafði hann að segja um minningu fórnarlamba morða og viðhorf hans til dauðarefsingar er ekkert annað en tímaskekkja. Það er hrikalega forneskjulegur hugsunarháttur sem lýsir hversu ofboðslega lítið mannslíf skipti hann. Samkvæmt honum voru allir sem ekki deildu hans skoðunum og sjónarmiðum réttdræpir. Charlie Kirk var einnig kynþáttahatari og í hans huga voru augljóslega ekki allir jafnir, því að þegar talið barst að jafnréttisbaráttu svartra í BNA sagði hann: “Þau (Bandaríkjamenn af Afrískum uppruna) voru betri á árunum 1940. Það var slæmt. Það var illt. Þau brutu minna af sér þá.” “Svörtu Bandaríkin eru verri en þau hafa verið síðastliðin 80 árin.” og að “Svartar konur hafa ekki heilabúið til þess að vera teknar alvarlega. Þær þyrftu að stela plássi hvítrar manneskju til þess að vera teknar alvarlega.” Sem yfirlýstur andstæðingur rétti kvenna til þungunarrofs er hann í einu viðtali spurður hvað hann myndi kjósa að gera ef að 10 ára dóttir hans yrði þunguð, sem afleiðing af nauðgun og hann svaraði “Hún myndi eiga barnið.” 10 ára dóttir hans. Tvennt er mögulegt í stöðunni. Charlie var annaðhvort hugsjónamaður inn að beini og spámaður þeirra sem aðhyllast harðlínustefnu líkt og dauða óvina sinna. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Vítiselds og brennisteins, eða það að hann valdi eingöngu að segja það sem þurfti til þess að halda áfram að fá greitt. Því ef hann hefði verið eitthvað nálægt þeim kristna manni sem hann þóttist vera myndi hann eflaust hafa hjálpað fátækum og svöngum. Hefði hann verið þessi hugsjónamaður sem fólk taldi hann hafa verið hefði hann getað eytt eitthvað af tíma sínum og talsverðum peningum í að vernda þau börn sem nú þegar voru komin í heimin. Þessi börn sem hann predikaði um að væru í stórhættu vegna transfólks. Þá á ég við sömu börn sem þurfa reglulega að æfa viðbrögð við skotárásum í skólum vegna þess að menn eins og hann ganga enn erindi þeirra sem græða á byssueign Bandaríkjamanna. Fjöldinn allur af hagsmunasamtökum hefur í gegnum tíðina dælt peningum í menn nákvæmlega eins og Charlie til þess eins að beina athyglinni að öðrum málefnum, snúa okkur gegn náunganum og tortryggja aðra. Þeir vilja fá að stýra umræðunni. Því ef við getum alltaf tortryggt náungann, ef við grunum aðra alltaf um græsku og teljum öll að fólk vilji okkur eða börnunum okkar illt þá kemst auðvitað lítið annað að. Það er orðið meira og meira umdeilt hvort transfólk megi taka þátt í íþróttum eða hvaða klósett þau mega nota. Transfólk er jafnvel talið vera ein mesta ógn við börn sem fólk getur ímyndað sér. Bólusetningar eru orðnar að þrætuepli og líkamlegur sjálfsákvörðunarréttur kvenna fullyrða margir að hafi verið mistök, jafnrétti kvenna í raun og vera þar sem siðferði okkar hlaut alvarlega hnekki. Og á meðan að litlir skrítnir kallar líkt og Charlie gera sjálfsögð mannréttindi minnihlutahópa að einhverju sem við öll ættum að óttast þá brennur Jörðin. Við höldum áfram að fyllast af plasti og tefloni. Hafið tæmist af fiski, stríð geisar áfram í Evrópu og svo er bara einhverjir fimm gæjar sem eiga allann peninginn í heiminum. Litlir skrítnir karlar líkt og Charlie Kirk, Ben Shapiro, Tommy Robinson, Andrew Tate og okkar eigin Snorri Másson vinna allir hörðum höndum að sannfæra fólk um að vandamálið hljóti að vera ákveðnir hópar fólks. Það eru hælisleitendur eða flóttafólk sem eru að hola samfélag okkar að innan. Svartir og brúnir eru komnir til þess að hirða af okkur vinnuna en jafnframt líka að leggjast á bótakerfið. Transfólk eða samkynhneigðir eru að fara að brjóta á börnunum, villast í aðra búningsklefa. Slá íþróttamet. Allir þeir sem ekki eru kristnir eru skyndilega einn daginn stóra vandamálið. Það að konur vinni, kjósi og hafi skoðanir er partur af vandamálinu. Þetta er ekkert ný taktík hjá þessum köllum sem þrátt fyrir stór loforð hafa engin plön um að bæta stöðuna fyrir alla. Þeir eru lygarar og svikarar. Þessir kallar þrá peninga og völd ofar öllu öðru en hafa sjálfir enga þekkingu eða kunnáttu þegar það kemur að flókini pólitík svo þeir finna alltaf bara blóraböggul. Einhvern sem hægt er að benda á og segja að ef við bara bönnum þessu fólki að vera svona þá gengi allt einfaldlega betur. Ef við lítum til baka yfir fyrri dæmi þeirrar stefnu endar það alltaf á sama veg, með ofbeldi, brottrekstri fólks, þjóðarmorðum. Það sem þeir vilja fyrir okkur er ekkert annað en fasismi. Hér munu margir eflaust tauta hvort það sé ekki heldur langt gengið og vill ég meina að það sé vegna þess að fasismi byrjar aldrei með gasklefum. Þeir sem upplifðu uppgang fasismans í Evrópu eru flest allir látnir eða láta sig einfaldlega ekki varða málefni Suður Ameríku og Afríku. Í upphafi birtist Fasismi í orðrómum eða fréttum um að einhver sé að ræna þig, ræna landið þitt. Einhver öðruvísi en þú á meira en þú og hann á það ekki skilið. Einhverjir framandi eru ekki að strita eins og þú eða hafa fyrir hlutunum heldur fá þeir allt upp í hendurnar. Einhver sem er eitthvað öðruvísi vill þér og börnum þínum illt. Síðan tekur við umræðan um einhver ímynduð gildi sem ákveðnir hópar standast ekki. Gildi, annaðhvort trúarleg eða menningarleg sem þessi hópar virða ekki. Menn fara að véfengja fjölmiðla og saka þá um falsfréttir eða þá að fjölmiðlar séu keyptir af pólitískum andstæðingum. Þeir kvarta undan skoðanakúgun og að það sé á einhvern hátt traðkað á réttindum þeirra, að þeir séu jafnvel ofsóttir eingöngu vegna þess sannleiks sem þeir telja sig hafa fram að færa. Þeir virða að vettugi mannréttindi og réttarfarslega ferla þegar kemur að því að refsa þeim sem þeir telja að brjóti lög. Áfram heldur samfélagið í þessa átt, skref fyrir skref þar til á endanum eitthvað hræðilegt á sér stað. Það er þá fyrst sem fólk virðist vakna upp við vondan draum og spyr sig hvernig þetta gæti eiginlega gerst? Ég vildi óska að dæmin hér að ofan væru eingöngu úr sögubókum en allt þetta er orðræðan sem er í gangi, ekki bara í Bandaríkjunum heldur líka á Íslandi og ef að orðræðan samræmist skoðunum annarra fasista þá er erfitt að kalla þá eitthvað annað. Því ef það gengur eins og gæs… Við stöndum frammi fyrir því vali að leyfa fólki líkt og Charlie að halda áfram að kynda undir okkar verstu hvötum. Við getum leyft þeim að hræða okkur og gefa þeim lausan tauminn svo þau geti haldið áfram að ala á sundrung, hatri og tortryggð. Leyfa þeim að grafa undan stoðum lýðræðis og að lokum siðferðis til þess eins að þau verði rík á þeirri iðju. Eða við getum virt að vettuga það sem þau hafa að segja og hafið okkur yfir þá vitleysu sem vellur úr þeim, því fasismi er svo sannarlega það eina sem þau hafa upp á að bjóða. Fyrir mörgum árum heyrði ég einhvern segja að sagan sé skrifuð af sigurvegurunum og núna stöndum við frammi fyrir valinu um hvaða sögu afkomendur okkar munu lesa, hverjir munu verða sigurvegararnir? Höfundur er áhugamaður um sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Morðið á Charlie Kirk Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega dó maður að nafni Charlie Kirk í Bandaríkjunum. Hann var ráðinn af dögum af leyniskyttu og var morðið framið á skólalóð í Utah. Þetta átti sér stað þar sem hann hélt einn af sínum umdeildu fundum sem aðallega snerust um að rökræða umdeild málefni svo sem stöðu hælisleitanda og flóttafólks, skotvopnaréttindi almennings, rétt kvenna til þungunarrofs, borgaraleg réttindi litaðra, dauðarefsingu og fleira. Sérstaklega reyndi hann að rökræða við frjálslynda unga nemendur og ná því á myndbönd sem hann dreifði svo til fylgjenda sinna. Síðustu daga hafa fréttamiðlar hér og erlendis varla fjallað um annað, og það að þessi atburður sé af mörgum talinn mun alvarlegri en allar hinar pólitisku árásir og morð síðastliðinna 15 ára ætti að sýna okkur á hvaða villigötum umræðan er komin. Í júni var stjórnmálamaður að nafni Melissa Hortman skotin til bana á heimili sínu ásamt eiginmanni og í apríl var kveikt í heimili ríkisstjóra Pennsylvaníu. Skólaskotárásin í Colorado sem skeði sama dag og Charlie var myrtur er varla nefnd. Þess má einnig geta að það var fertugasta og sjöunda skólaskotárásin í Bandaríkjunum þegar ég skrifa þetta. Með fyrirvara um breytingar… Eftir að hann lést hefur Charlie Kirk verið hylltur af fylgjendum sínum, ásamt öðru fólki yst á hægri vængnum. Hann er talinn hafa verið hetja og sérlegur málsvari málfrelsis og einnig vilja margir lýsa honum sem eins konar táknmynd hins nýja kristnis sem dýrlingi. Charlie skilur nú eftir sig konu og þrjú börn sem og eigur að andvirði 12 Milljón bandaríkjadala (rúmlega 1,4 milljarður íslenskra króna) Þetta hefur hann þénað í gegnum árin með sinni orðræðu. Félög líkt og NRA, Heritage foundation, Alliance Defending Fredoom, Lynde and Harry Bradley Foundation, Dunn foundation og Richard and Helen DeVos foundation hafa stutt hann opinberlega eða með peningum. Öll eiga þessi samtök eiga það sameiginlegt að vera það sem maður myndi flokka sem verandi öfga hægri sinnuð í málefnum sem þau styðja og með eigin stefnum. Þau hafa verið samofin bandarískri stefnumótun og dælt peningum í þær málpípur og frambjóðendur sem eru tilbúin að tala þeirra máli. Þessi samtök og fleiri er meginástæða þess að Charlie, sem var eingöngu 31 árs þegar hann var myrtur, hafði eignast meiri auð en flestir munu hafa tækifæri á að einu sinni komast nálægt því að velta á ævinni. Þennan blóð pening þénaði hann á hatursorðræðu sem hefur kostað fjölmörg mannslíf og endaði á að kosta hann lífið. Sjálfur hefur hann sagt að “byssudráp væru því miður kostnaðurinn við að standa vörð um annað stjórnarskrárákvæðið.” og að “ég hata orðið samkennd, þetta er nýaldarhugtak sem gerir mikinn skaða.” Skyldi maður kafa dýpra í ógrynni hans af skoðunum og athugasemdum kemur allt annað í ljós en einhvers konar siðavörður kristinna. Fólk hefur farið mikinn á netinu og beinlínis hótað þeim sem ekki virða minningu hans. Þau krefjast þess að látnum manni sé sýnd skilyrðislaus virðing en á sama tíma hef ég þetta eftir honum: “George Floyd var drullusokkur.” og að “hann (Floyd) lést úr ofskammti.” Þess má geta að George Floyd lést ekki úr ofskammti, heldur var hann myrtur af lögreglumanninum Derek Chauvin. Einnig sagði Charlie: “Martin Luther King var hræðilegur. Hann var ekki góð manneskja. Hann sagði einn góðann hlut sem hann trúði ekki einu sinni sjálfur.” Hann sagði einnig: “Dauðarefsingin ætti að vera opinber, taka snöggt af og vera sjónvörpuð… Ég hugsa að á ákveðnum aldri yrði þetta manndómsvígsla… Á hvaða aldri ætti maður að byrja að sjá opinberar aftökur.” Allt þetta og fleira hafði hann að segja um minningu fórnarlamba morða og viðhorf hans til dauðarefsingar er ekkert annað en tímaskekkja. Það er hrikalega forneskjulegur hugsunarháttur sem lýsir hversu ofboðslega lítið mannslíf skipti hann. Samkvæmt honum voru allir sem ekki deildu hans skoðunum og sjónarmiðum réttdræpir. Charlie Kirk var einnig kynþáttahatari og í hans huga voru augljóslega ekki allir jafnir, því að þegar talið barst að jafnréttisbaráttu svartra í BNA sagði hann: “Þau (Bandaríkjamenn af Afrískum uppruna) voru betri á árunum 1940. Það var slæmt. Það var illt. Þau brutu minna af sér þá.” “Svörtu Bandaríkin eru verri en þau hafa verið síðastliðin 80 árin.” og að “Svartar konur hafa ekki heilabúið til þess að vera teknar alvarlega. Þær þyrftu að stela plássi hvítrar manneskju til þess að vera teknar alvarlega.” Sem yfirlýstur andstæðingur rétti kvenna til þungunarrofs er hann í einu viðtali spurður hvað hann myndi kjósa að gera ef að 10 ára dóttir hans yrði þunguð, sem afleiðing af nauðgun og hann svaraði “Hún myndi eiga barnið.” 10 ára dóttir hans. Tvennt er mögulegt í stöðunni. Charlie var annaðhvort hugsjónamaður inn að beini og spámaður þeirra sem aðhyllast harðlínustefnu líkt og dauða óvina sinna. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Vítiselds og brennisteins, eða það að hann valdi eingöngu að segja það sem þurfti til þess að halda áfram að fá greitt. Því ef hann hefði verið eitthvað nálægt þeim kristna manni sem hann þóttist vera myndi hann eflaust hafa hjálpað fátækum og svöngum. Hefði hann verið þessi hugsjónamaður sem fólk taldi hann hafa verið hefði hann getað eytt eitthvað af tíma sínum og talsverðum peningum í að vernda þau börn sem nú þegar voru komin í heimin. Þessi börn sem hann predikaði um að væru í stórhættu vegna transfólks. Þá á ég við sömu börn sem þurfa reglulega að æfa viðbrögð við skotárásum í skólum vegna þess að menn eins og hann ganga enn erindi þeirra sem græða á byssueign Bandaríkjamanna. Fjöldinn allur af hagsmunasamtökum hefur í gegnum tíðina dælt peningum í menn nákvæmlega eins og Charlie til þess eins að beina athyglinni að öðrum málefnum, snúa okkur gegn náunganum og tortryggja aðra. Þeir vilja fá að stýra umræðunni. Því ef við getum alltaf tortryggt náungann, ef við grunum aðra alltaf um græsku og teljum öll að fólk vilji okkur eða börnunum okkar illt þá kemst auðvitað lítið annað að. Það er orðið meira og meira umdeilt hvort transfólk megi taka þátt í íþróttum eða hvaða klósett þau mega nota. Transfólk er jafnvel talið vera ein mesta ógn við börn sem fólk getur ímyndað sér. Bólusetningar eru orðnar að þrætuepli og líkamlegur sjálfsákvörðunarréttur kvenna fullyrða margir að hafi verið mistök, jafnrétti kvenna í raun og vera þar sem siðferði okkar hlaut alvarlega hnekki. Og á meðan að litlir skrítnir kallar líkt og Charlie gera sjálfsögð mannréttindi minnihlutahópa að einhverju sem við öll ættum að óttast þá brennur Jörðin. Við höldum áfram að fyllast af plasti og tefloni. Hafið tæmist af fiski, stríð geisar áfram í Evrópu og svo er bara einhverjir fimm gæjar sem eiga allann peninginn í heiminum. Litlir skrítnir karlar líkt og Charlie Kirk, Ben Shapiro, Tommy Robinson, Andrew Tate og okkar eigin Snorri Másson vinna allir hörðum höndum að sannfæra fólk um að vandamálið hljóti að vera ákveðnir hópar fólks. Það eru hælisleitendur eða flóttafólk sem eru að hola samfélag okkar að innan. Svartir og brúnir eru komnir til þess að hirða af okkur vinnuna en jafnframt líka að leggjast á bótakerfið. Transfólk eða samkynhneigðir eru að fara að brjóta á börnunum, villast í aðra búningsklefa. Slá íþróttamet. Allir þeir sem ekki eru kristnir eru skyndilega einn daginn stóra vandamálið. Það að konur vinni, kjósi og hafi skoðanir er partur af vandamálinu. Þetta er ekkert ný taktík hjá þessum köllum sem þrátt fyrir stór loforð hafa engin plön um að bæta stöðuna fyrir alla. Þeir eru lygarar og svikarar. Þessir kallar þrá peninga og völd ofar öllu öðru en hafa sjálfir enga þekkingu eða kunnáttu þegar það kemur að flókini pólitík svo þeir finna alltaf bara blóraböggul. Einhvern sem hægt er að benda á og segja að ef við bara bönnum þessu fólki að vera svona þá gengi allt einfaldlega betur. Ef við lítum til baka yfir fyrri dæmi þeirrar stefnu endar það alltaf á sama veg, með ofbeldi, brottrekstri fólks, þjóðarmorðum. Það sem þeir vilja fyrir okkur er ekkert annað en fasismi. Hér munu margir eflaust tauta hvort það sé ekki heldur langt gengið og vill ég meina að það sé vegna þess að fasismi byrjar aldrei með gasklefum. Þeir sem upplifðu uppgang fasismans í Evrópu eru flest allir látnir eða láta sig einfaldlega ekki varða málefni Suður Ameríku og Afríku. Í upphafi birtist Fasismi í orðrómum eða fréttum um að einhver sé að ræna þig, ræna landið þitt. Einhver öðruvísi en þú á meira en þú og hann á það ekki skilið. Einhverjir framandi eru ekki að strita eins og þú eða hafa fyrir hlutunum heldur fá þeir allt upp í hendurnar. Einhver sem er eitthvað öðruvísi vill þér og börnum þínum illt. Síðan tekur við umræðan um einhver ímynduð gildi sem ákveðnir hópar standast ekki. Gildi, annaðhvort trúarleg eða menningarleg sem þessi hópar virða ekki. Menn fara að véfengja fjölmiðla og saka þá um falsfréttir eða þá að fjölmiðlar séu keyptir af pólitískum andstæðingum. Þeir kvarta undan skoðanakúgun og að það sé á einhvern hátt traðkað á réttindum þeirra, að þeir séu jafnvel ofsóttir eingöngu vegna þess sannleiks sem þeir telja sig hafa fram að færa. Þeir virða að vettugi mannréttindi og réttarfarslega ferla þegar kemur að því að refsa þeim sem þeir telja að brjóti lög. Áfram heldur samfélagið í þessa átt, skref fyrir skref þar til á endanum eitthvað hræðilegt á sér stað. Það er þá fyrst sem fólk virðist vakna upp við vondan draum og spyr sig hvernig þetta gæti eiginlega gerst? Ég vildi óska að dæmin hér að ofan væru eingöngu úr sögubókum en allt þetta er orðræðan sem er í gangi, ekki bara í Bandaríkjunum heldur líka á Íslandi og ef að orðræðan samræmist skoðunum annarra fasista þá er erfitt að kalla þá eitthvað annað. Því ef það gengur eins og gæs… Við stöndum frammi fyrir því vali að leyfa fólki líkt og Charlie að halda áfram að kynda undir okkar verstu hvötum. Við getum leyft þeim að hræða okkur og gefa þeim lausan tauminn svo þau geti haldið áfram að ala á sundrung, hatri og tortryggð. Leyfa þeim að grafa undan stoðum lýðræðis og að lokum siðferðis til þess eins að þau verði rík á þeirri iðju. Eða við getum virt að vettuga það sem þau hafa að segja og hafið okkur yfir þá vitleysu sem vellur úr þeim, því fasismi er svo sannarlega það eina sem þau hafa upp á að bjóða. Fyrir mörgum árum heyrði ég einhvern segja að sagan sé skrifuð af sigurvegurunum og núna stöndum við frammi fyrir valinu um hvaða sögu afkomendur okkar munu lesa, hverjir munu verða sigurvegararnir? Höfundur er áhugamaður um sögu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun