Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar 22. september 2025 10:02 Tæknirisar á borð við Meta, Google, OpenAI hafa undanfarið dælt milljörðum dollara í gervigreindartækni. Kapphlaupið snýst að miklu leyti um að ná í hæfasta fólkið. Launin sem sumum hafa verið boðin eru afar rausnarleg – sum tilboð hafa náð allt að einum og hálfum milljarði dollara. Sem sagt, það eru stjarnfræðilegar upphæðir settar um þessar mundir í uppbygginguna. Stór hluti fer í tæknilega innviði, en kapphlaupið um hæfasta fólkið snýst í raun um lykilatriðið: hugverkin sem fólkið mun skapa fyrir tæknirisana - drifkraftinn að baki öllu þessu bixi. Þannig hefur það reyndar verið lengi, enda þótt upphæðirnar séu núna að ná nýjum hæðum. Hugverkin eru nefnilega hryggjarstykkið í allri nútímaverðmætasköpun, hvort sem við horfum á erlenda tæknirisa eða íslenska atvinnurekendur. Hugverkin umbreyta hugmyndum í raunverulegar eignir, tryggja samkeppnisforskot og stuðla að vexti. Einmitt af þeirri ástæðu stuðlar réttarvernd hugverka að auknum fjárfestingum og styður við frekari sköpun, enda tryggir hún að þeir sem búa til hugverkin njóti sjálfir ávaxtanna af sínu erfiði. Réttarvernd hugverka er því ekki bara eitthvað raus sem aðeins lögfræðingar ættu að láta sig varða, hún getur aukið samkeppnishæfni Íslands verulega. Á Íslandi hefur hugverkaiðnaðurinn vaxið mjög hratt og hefur raunar nýlega mælst sem fjórða stærsta stoðin í gjaldeyrisöflun íslensks iðnaðar. Hugverkin munu áfram skipta lykilmáli fyrir atvinnulífið á Íslandi og það er vert að muna að vöxtur í hugverkaiðnaði ekki með neitt „þak”. Þar sem þakið er ekki til staðar getur íslenskur hugverkaiðnaður því bókstaflega vaxið óendanlega, ef rétt er haldið á spilunum. Við þurfum hins vegar að vanda okkur aðeins betur, því umgjörðin utan um þessi verðmæti er ekki nægilega góð í dag. Þau lög sem hafa hvað mesta þýðingu fyrir framhaldið (en auðvitað ekki þau einu) eru höfundalögin. Þau vernda t.d. tölvuforrit og kóðann að baki þeim. Þau vernda líka gagnagrunna, kvikmyndir, bókmenntir, myndverk og tónverk, svo eitthvað sé nefnt. Höfundalögin okkar eru gömul. Lögin voru upphaflega lögfest á árinu 1972, rúmlega 20 árum áður en einstaklingar voru farnir að tengjast internetinu hér á landi með ískrandi og skrækjandi módemum sem náðu í mesta lagi 14,4 kb. hraða á sekúndu. Vissulega hefur lögunum verið breytt margoft. Það þarf hins vegar að breyta fjölmörgu ef ætlunin er að þau veiti hugverkum nægilega réttarvernd í dag, og að með þeim sé enn gætt þeirra verðmæta sem liggja í höfundaverkunum okkar. Í öllu falli lá ekki fyrir, þegar þau voru samin í upphafi, að þeirra hlutverk yrði að passa upp á eitt af fjöreggjum atvinnulífsins, en það er reyndin nú. Við þurfum því að aðlaga þau að breyttum veruleika. Eitt af þeim atriðum sem þarf augljóslega að breyta strax er sjálfur refsirammi laganna, en hámarksrefsing samkvæmt lögunum er tveggja ára fangelsi. Einstaklingur sem afritar með ólögmætum hætti öll tölvuforrit landsins, kvikmyndir og tónlist og deilir þeim síðan með heimsbyggðinni gegn gjaldi sem hann stingur í eigin vasa, myndi því í mesta lagi fá refsingu sem nemur tveggja ára fangelsi. Og það þrátt fyrir stjarnfræðilegt tjón fjölmargra annarra einstaklinga sem af slíku kann að hljótast. Refsingu sem nemur tveimur árum og skemur má raunar fullnægja með samfélagsþjónustu, þannig að sá sem gerðist sekur um allt framangreint myndi að líkindum aldrei sæta frelsisskerðingu. Þetta er skrítin tilhugsun. Refsirammi laganna var upphaflega hugsaður fyrir brot gegn höfundarétti að verkum á borð við bókmenntaverk, leikverk og tónverk, fyrir tilkomu internetsins og áður en hægt var að valda milljarða tjóni á örskömmum tíma. Refsiramminn hæfir einfaldlega ekki þeim brotum sem hægt er að fremja í dag. Ríkið okkar á að passa betur en þetta upp á hugverkin okkar. Ríkið passar hins vegar mun betur upp á áþreifanlegar eignir, enda þótt verðmæti hinna óáþreifanlegu eigna geti verið miklu mun meira en hinna efnislegu. Refsiramminn vegna stórfelldra eignaspjalla er t.d. 6 ár samkvæmt almennum hegningarlögum. Fyrir fiskveiðibrot (til frekari samanburðar) má refsa með allt að 6 ára fangelsi. Hugverkin eru, einhverra hluta vegna, algjör afgangsstærð þegar kemur að réttindagæslu ríkisvaldsins. Það hefur raunar einnig sýnt sig í málum þar sem kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglu vegna brota á höfundalögum, t.a.m. í málum sem varða ólögmæta dreifingu kvikmynda og sjónvarpsefnis, að réttindagæsla í þessum geira er nánast ekki til staðar, en meðferð slíkra mála hjá lögreglu og ákæruvaldi er áfátt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hugsanlega spilar þar inn í að hámarksrefsingin við alvarlegustu brotunum í þeim geira er á pari við þjófnað úr matvöruverslun og því kannski ekki að undra að lögreglan líti ekki á brot sem þessi sem forgangsmál. Löggjafinn þarf að gera betur, girða sig í brók og lagfæra þetta strax. Löndin í kringum okkur gera betur. Í Danmörku og Svíþjóð getur refsing fyrir alvarleg brot numið allt að 6 árum. Rökin fyrir þeirri lagasetningu á sínum tíma voru, réttilega, þau að skipulögð starfsemi sem fælist í brotum höfundaréttindum skapaði háar tekjur sem rynnu jafnan til ólöglegrar, skipulagðrar starfsemi, auk þess sem hún kippti fótunum undan lögmætum atvinnurekendum, eigendum hugverkanna. Heimfærsla þessara röksemda á íslenskan markað er auðvitað alveg borðleggjandi enda vel þekkt staðreynd að slík brotastarfsemi skapar miklar tekjur sem renna beint í vasa þeirra sem ekki hafa skapað, á kostnað þeirra sem sköpuðu. Bókmenntir, helstu og elstu fjársjóðir íslenskrar sögu og þjóðarvitundar eru hugverk. Nýir fjársjóðir úr ranni hugverkanna verða til hér á landi á hverjum degi. Það þarf að passa mun betur upp á þá. Höfundur er lögmaður, meðeigandi Frumtak Ventures og stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Tæknirisar á borð við Meta, Google, OpenAI hafa undanfarið dælt milljörðum dollara í gervigreindartækni. Kapphlaupið snýst að miklu leyti um að ná í hæfasta fólkið. Launin sem sumum hafa verið boðin eru afar rausnarleg – sum tilboð hafa náð allt að einum og hálfum milljarði dollara. Sem sagt, það eru stjarnfræðilegar upphæðir settar um þessar mundir í uppbygginguna. Stór hluti fer í tæknilega innviði, en kapphlaupið um hæfasta fólkið snýst í raun um lykilatriðið: hugverkin sem fólkið mun skapa fyrir tæknirisana - drifkraftinn að baki öllu þessu bixi. Þannig hefur það reyndar verið lengi, enda þótt upphæðirnar séu núna að ná nýjum hæðum. Hugverkin eru nefnilega hryggjarstykkið í allri nútímaverðmætasköpun, hvort sem við horfum á erlenda tæknirisa eða íslenska atvinnurekendur. Hugverkin umbreyta hugmyndum í raunverulegar eignir, tryggja samkeppnisforskot og stuðla að vexti. Einmitt af þeirri ástæðu stuðlar réttarvernd hugverka að auknum fjárfestingum og styður við frekari sköpun, enda tryggir hún að þeir sem búa til hugverkin njóti sjálfir ávaxtanna af sínu erfiði. Réttarvernd hugverka er því ekki bara eitthvað raus sem aðeins lögfræðingar ættu að láta sig varða, hún getur aukið samkeppnishæfni Íslands verulega. Á Íslandi hefur hugverkaiðnaðurinn vaxið mjög hratt og hefur raunar nýlega mælst sem fjórða stærsta stoðin í gjaldeyrisöflun íslensks iðnaðar. Hugverkin munu áfram skipta lykilmáli fyrir atvinnulífið á Íslandi og það er vert að muna að vöxtur í hugverkaiðnaði ekki með neitt „þak”. Þar sem þakið er ekki til staðar getur íslenskur hugverkaiðnaður því bókstaflega vaxið óendanlega, ef rétt er haldið á spilunum. Við þurfum hins vegar að vanda okkur aðeins betur, því umgjörðin utan um þessi verðmæti er ekki nægilega góð í dag. Þau lög sem hafa hvað mesta þýðingu fyrir framhaldið (en auðvitað ekki þau einu) eru höfundalögin. Þau vernda t.d. tölvuforrit og kóðann að baki þeim. Þau vernda líka gagnagrunna, kvikmyndir, bókmenntir, myndverk og tónverk, svo eitthvað sé nefnt. Höfundalögin okkar eru gömul. Lögin voru upphaflega lögfest á árinu 1972, rúmlega 20 árum áður en einstaklingar voru farnir að tengjast internetinu hér á landi með ískrandi og skrækjandi módemum sem náðu í mesta lagi 14,4 kb. hraða á sekúndu. Vissulega hefur lögunum verið breytt margoft. Það þarf hins vegar að breyta fjölmörgu ef ætlunin er að þau veiti hugverkum nægilega réttarvernd í dag, og að með þeim sé enn gætt þeirra verðmæta sem liggja í höfundaverkunum okkar. Í öllu falli lá ekki fyrir, þegar þau voru samin í upphafi, að þeirra hlutverk yrði að passa upp á eitt af fjöreggjum atvinnulífsins, en það er reyndin nú. Við þurfum því að aðlaga þau að breyttum veruleika. Eitt af þeim atriðum sem þarf augljóslega að breyta strax er sjálfur refsirammi laganna, en hámarksrefsing samkvæmt lögunum er tveggja ára fangelsi. Einstaklingur sem afritar með ólögmætum hætti öll tölvuforrit landsins, kvikmyndir og tónlist og deilir þeim síðan með heimsbyggðinni gegn gjaldi sem hann stingur í eigin vasa, myndi því í mesta lagi fá refsingu sem nemur tveggja ára fangelsi. Og það þrátt fyrir stjarnfræðilegt tjón fjölmargra annarra einstaklinga sem af slíku kann að hljótast. Refsingu sem nemur tveimur árum og skemur má raunar fullnægja með samfélagsþjónustu, þannig að sá sem gerðist sekur um allt framangreint myndi að líkindum aldrei sæta frelsisskerðingu. Þetta er skrítin tilhugsun. Refsirammi laganna var upphaflega hugsaður fyrir brot gegn höfundarétti að verkum á borð við bókmenntaverk, leikverk og tónverk, fyrir tilkomu internetsins og áður en hægt var að valda milljarða tjóni á örskömmum tíma. Refsiramminn hæfir einfaldlega ekki þeim brotum sem hægt er að fremja í dag. Ríkið okkar á að passa betur en þetta upp á hugverkin okkar. Ríkið passar hins vegar mun betur upp á áþreifanlegar eignir, enda þótt verðmæti hinna óáþreifanlegu eigna geti verið miklu mun meira en hinna efnislegu. Refsiramminn vegna stórfelldra eignaspjalla er t.d. 6 ár samkvæmt almennum hegningarlögum. Fyrir fiskveiðibrot (til frekari samanburðar) má refsa með allt að 6 ára fangelsi. Hugverkin eru, einhverra hluta vegna, algjör afgangsstærð þegar kemur að réttindagæslu ríkisvaldsins. Það hefur raunar einnig sýnt sig í málum þar sem kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglu vegna brota á höfundalögum, t.a.m. í málum sem varða ólögmæta dreifingu kvikmynda og sjónvarpsefnis, að réttindagæsla í þessum geira er nánast ekki til staðar, en meðferð slíkra mála hjá lögreglu og ákæruvaldi er áfátt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hugsanlega spilar þar inn í að hámarksrefsingin við alvarlegustu brotunum í þeim geira er á pari við þjófnað úr matvöruverslun og því kannski ekki að undra að lögreglan líti ekki á brot sem þessi sem forgangsmál. Löggjafinn þarf að gera betur, girða sig í brók og lagfæra þetta strax. Löndin í kringum okkur gera betur. Í Danmörku og Svíþjóð getur refsing fyrir alvarleg brot numið allt að 6 árum. Rökin fyrir þeirri lagasetningu á sínum tíma voru, réttilega, þau að skipulögð starfsemi sem fælist í brotum höfundaréttindum skapaði háar tekjur sem rynnu jafnan til ólöglegrar, skipulagðrar starfsemi, auk þess sem hún kippti fótunum undan lögmætum atvinnurekendum, eigendum hugverkanna. Heimfærsla þessara röksemda á íslenskan markað er auðvitað alveg borðleggjandi enda vel þekkt staðreynd að slík brotastarfsemi skapar miklar tekjur sem renna beint í vasa þeirra sem ekki hafa skapað, á kostnað þeirra sem sköpuðu. Bókmenntir, helstu og elstu fjársjóðir íslenskrar sögu og þjóðarvitundar eru hugverk. Nýir fjársjóðir úr ranni hugverkanna verða til hér á landi á hverjum degi. Það þarf að passa mun betur upp á þá. Höfundur er lögmaður, meðeigandi Frumtak Ventures og stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun