Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. september 2025 17:01 „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Fyrrnefndur Verhofstadt var aðalræðumaður landsþings Viðreisnar sem fram fór um helgina en hann hefur lengi verið einhver harðasti stuðningmaður lokamarkmiðsins með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til yrði evrópskt sambandsríki. Þann 28. marz síðastliðinn ritaði hann að sama skapi á samfélagsmiðilinn X að til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri Bandaríkjunum yrði það að verða „fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann ötullega að því markmiði. Hrein leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins um sambandsríki þó fáir hafi verið eins ötulir og Verhofstadt. Samhliða því hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Meðal annars þau að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda og að einróma samþykki þeirra heyri í dag til algerra undantekninga. Verhofstadt vill frekara afnám þess. Verhofstadt er forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem fyrr segir sem haft hafa það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki en hann var kynntur til sögunnar á landsþinginu sem slíkur. Hann situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá má nefna að hann ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt er einnig fyrrverandi forseti þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem systurflokkar Viðreisnar tilheyra. Þar á meðal í samtökunum ALDE sem flokkurinn er aðili að. Núverandi forseti þingflokksins, Valérie Haye, sagði í bréfi til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í febrúar síðastliðnum að kominn væri tími til að sambandið yrði að stórveldi með sjálfstæðan her. Varðandi European Movement International má geta þess að Evrópuhreyfingin, samtök hérlendra Evrópusambandssinna sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra flokksins, stofnaði, er aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum. Með öðrum orðum má ljóst vera að bæði Viðreisn og Evrópuhreyfingin séu hlynnt lokmarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
„Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Fyrrnefndur Verhofstadt var aðalræðumaður landsþings Viðreisnar sem fram fór um helgina en hann hefur lengi verið einhver harðasti stuðningmaður lokamarkmiðsins með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til yrði evrópskt sambandsríki. Þann 28. marz síðastliðinn ritaði hann að sama skapi á samfélagsmiðilinn X að til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri Bandaríkjunum yrði það að verða „fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann ötullega að því markmiði. Hrein leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins um sambandsríki þó fáir hafi verið eins ötulir og Verhofstadt. Samhliða því hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Meðal annars þau að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda og að einróma samþykki þeirra heyri í dag til algerra undantekninga. Verhofstadt vill frekara afnám þess. Verhofstadt er forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem fyrr segir sem haft hafa það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki en hann var kynntur til sögunnar á landsþinginu sem slíkur. Hann situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá má nefna að hann ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt er einnig fyrrverandi forseti þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem systurflokkar Viðreisnar tilheyra. Þar á meðal í samtökunum ALDE sem flokkurinn er aðili að. Núverandi forseti þingflokksins, Valérie Haye, sagði í bréfi til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í febrúar síðastliðnum að kominn væri tími til að sambandið yrði að stórveldi með sjálfstæðan her. Varðandi European Movement International má geta þess að Evrópuhreyfingin, samtök hérlendra Evrópusambandssinna sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra flokksins, stofnaði, er aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum. Með öðrum orðum má ljóst vera að bæði Viðreisn og Evrópuhreyfingin séu hlynnt lokmarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun