Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2025 20:50 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri heldur hér stoltur á viðurkenningunni en með honum eru þeir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands (t.h.) og Hafberg Þórisson, styrktaraðili verkefnisins. Tréð sést á milli þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tré ársins 2025 er magnað tré, sem vex í kletti nánast í miðri Ölfusá við Selfoss. Um er að ræða rúmlega fjörutíu ára gamalt sitkagreni, sem er orðið vel yfir níu metrar á hæð. Tréð var útnefnd af Skógræktarfélagi Íslands í gær á bökkum Ölfusár þar sem fjöldi fólks kom saman til að taka þátt í athöfninni. Bæjarstjóri Árborgar tók á móti viðurkenningunni og svo var boðið upp á tónlistarflutning, ræður, veitingar og skógakaffi að hætti Skógræktarmanna. Tréð vex í svonefndum Jórukletti þar sem tröllskessan Jóra kemur við sögu samkvæmt gömlum heimildum. „Það hefur vaxið hérna við mjög erfið skilyrði, náð að halda velli þrátt fyrir storma og jökulkrapa, sem hefur komið hérna og skollið á klettinum og jafnvel farið aðeins upp á hann,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Spilað var á trompeta og túbur við athöfnina á bökkum Ölfusár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógfræðingar hafa mælt tréð og niðurstaðan er sú að það er 9 metrar og 40 sentimetra hátt og það er rúmlega 40 ára gamalt en hvernig það varð til í klettinum virðist engin vita. Tréð var mælt í gær og var niðurstaðan sú að það sé 9 metrar og 40 sentímetrar á hæð og aldur þess sé rúmlega 40 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta vekur athygli, við sjáum það að ferðamenn eru mjög duglegir að taka myndir hérna og í rauninni heimamenn líka því í árstíðarlitunum er mjög skemmtilegt að sjá tréð“, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Bragi segir að jólaljós verði tendruð á trénu fyrir jól. Hér sést tréð vel á klettinum í Ölfusá við Selfoss. Formaður Skógræktarfélags Selfoss er að sjálfsögðu alsæll með Tré ársins en hvað finnst honum merkilegast við tréð? „Ég held að það sé nú að það skuli hanga þarna yfirleitt uppi í öllum veðrum. Þetta er orðið það hátt tré að maður býst alveg eins við að það fjúki í einhverju rokinu,“ segir Örn Óskarsson en þess má geta að Skógræktarfélag Selfoss fagnar 40 ára afmæli 1. október en haldið verður upp á það laugardaginn 4. október. Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss með barnabörnum sínum við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Tréð var útnefnd af Skógræktarfélagi Íslands í gær á bökkum Ölfusár þar sem fjöldi fólks kom saman til að taka þátt í athöfninni. Bæjarstjóri Árborgar tók á móti viðurkenningunni og svo var boðið upp á tónlistarflutning, ræður, veitingar og skógakaffi að hætti Skógræktarmanna. Tréð vex í svonefndum Jórukletti þar sem tröllskessan Jóra kemur við sögu samkvæmt gömlum heimildum. „Það hefur vaxið hérna við mjög erfið skilyrði, náð að halda velli þrátt fyrir storma og jökulkrapa, sem hefur komið hérna og skollið á klettinum og jafnvel farið aðeins upp á hann,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Spilað var á trompeta og túbur við athöfnina á bökkum Ölfusár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógfræðingar hafa mælt tréð og niðurstaðan er sú að það er 9 metrar og 40 sentimetra hátt og það er rúmlega 40 ára gamalt en hvernig það varð til í klettinum virðist engin vita. Tréð var mælt í gær og var niðurstaðan sú að það sé 9 metrar og 40 sentímetrar á hæð og aldur þess sé rúmlega 40 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta vekur athygli, við sjáum það að ferðamenn eru mjög duglegir að taka myndir hérna og í rauninni heimamenn líka því í árstíðarlitunum er mjög skemmtilegt að sjá tréð“, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Bragi segir að jólaljós verði tendruð á trénu fyrir jól. Hér sést tréð vel á klettinum í Ölfusá við Selfoss. Formaður Skógræktarfélags Selfoss er að sjálfsögðu alsæll með Tré ársins en hvað finnst honum merkilegast við tréð? „Ég held að það sé nú að það skuli hanga þarna yfirleitt uppi í öllum veðrum. Þetta er orðið það hátt tré að maður býst alveg eins við að það fjúki í einhverju rokinu,“ segir Örn Óskarsson en þess má geta að Skógræktarfélag Selfoss fagnar 40 ára afmæli 1. október en haldið verður upp á það laugardaginn 4. október. Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss með barnabörnum sínum við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57