Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 21. september 2025 08:37 Búist er við því að Starmer tilkynni um viðurkenningu á ríki Palestínu síðar í dag. Vísir/EPA Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag. Búist er við því að fleiri lönd viðurkenni sjálfstæði Palestínu á morgun í aðdraganda Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem hefst síðar í vikunni. Þau lönd sem hafa tilkynnt að þau ætli að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, auk Bretlands, eru Portúgal, Frakkland og Ástralía. Spánn, Írland, Armenía, Slóvenía, Mexíkó og Noregur viðurkenndu sjálfstæði Palestínu í fyrra. Ísland viðurkenndi sjálfstæði Palestínu 2011. Allsherjarþing síðar í vikunni Starmer sagði í júlí að hann myndi viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki fyrir fund leiðtoga á þingi Sameinuðu þjóðanna sem hefst síðar í vikunni ef staðan hefði ekki batnað fyrir þann tíma. Meðal skilyrðanna sem Bretar settu Ísrael var að samþykkja vopnahlé og að hafin yrði vinna sem myndi tryggja frið til langs tíma þannig að Palestína og Ísrael gætu verið í friði hlið við hlið. Fólk tekur það með sér á flótta sem það getur. Vísir/EPA Í frétt BBC segir að líklegt sé að Starmer tilkynni um þetta síðdegis í dag. Þessi ákvörðun sé að nokkru umdeild og sé mikil breyting frá fyrri utanríkisstefnu landsins. Fyrri ríkisstjórnir hafi alltaf sagt að viðurkenning á Palestínu muni fylgja friðarferli og á tíma sem það geti haft sem mest áhrif. Ekkert hefur gengið að koma á vopnahléi á Gasa síðan vopnahléi var slitið fyrr á árinu. Staðan hefur versnað verulega og nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði í síðustu viku að Ísraelsmenn hefðu framið þjóðarmorð á Gasa. Bandaríkjamenn beittu í vikunni neitunarvaldi gegn kröfu um vopnahlé. Þá hefur landtaka Ísraela á Vesturbakkanum samhliða átökum á Gasa verið harðlega gagnrýnd. 60 látin í árásum í gær Í frétt á vef Reuters í dag segir að Ísraelsher hafi haldið áfram hernaði sínum á Gasa í gær. Í það minnsta 60 Palestínubúar hafi látist í árásunum. Ísraelsher hafi í síðustu viku herjað sérstaklega á háar byggingar í Gasa borg ásamt því að hefja árásir á jörðu. Í frétt Reuters segir að frá því að í síðustu viku hafi hernum tekist að sprengja um tuttugu fjölbýlishús. Þá segir að samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael hafi um hálf milljón yfirgefið borgina síðan í upphafi mánaðar. Hamas segir þetta ekki rétt og að um 300 þúsund hafi farið og að enn séu um 900 þúsund manns í borginni, þar með talið gíslar frá Ísrael. Þúsundir hafa yfirgefið Gasa borg í september í kjölfar hernaðaraðgerða Ísraelshers í borginni. Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Hamas hafi birt myndskeið á samskiptamiðlinum Telegram af gíslunum og varað við því að hernaður Ísraelshers í Gasa-borg gæti skaðað gíslanna ef hann heldur áfram. 65 þúsund látin Á tæpum tveimur árum hafa um 65 þúsund manns, flest almennir borgarar og börn, verið drepin í árásum Ísraelshers. Víðtæk hungursneyð er auk þess á svæðinu og eyðileggingin gríðarleg. Átökin hófust eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 manns og tók 251 gísl. Enn eru 48 þeirra í haldi Hamas, af þeim eru tuttugu taldir enn á lífi. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Portúgal Frakkland Ástralía Kanada Spánn Írland Noregur Tengdar fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. 20. september 2025 13:46 Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. 18. september 2025 23:45 Opna tímabundna flóttaleið Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins. 17. september 2025 08:39 „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. 16. september 2025 19:22 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Búist er við því að fleiri lönd viðurkenni sjálfstæði Palestínu á morgun í aðdraganda Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem hefst síðar í vikunni. Þau lönd sem hafa tilkynnt að þau ætli að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, auk Bretlands, eru Portúgal, Frakkland og Ástralía. Spánn, Írland, Armenía, Slóvenía, Mexíkó og Noregur viðurkenndu sjálfstæði Palestínu í fyrra. Ísland viðurkenndi sjálfstæði Palestínu 2011. Allsherjarþing síðar í vikunni Starmer sagði í júlí að hann myndi viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki fyrir fund leiðtoga á þingi Sameinuðu þjóðanna sem hefst síðar í vikunni ef staðan hefði ekki batnað fyrir þann tíma. Meðal skilyrðanna sem Bretar settu Ísrael var að samþykkja vopnahlé og að hafin yrði vinna sem myndi tryggja frið til langs tíma þannig að Palestína og Ísrael gætu verið í friði hlið við hlið. Fólk tekur það með sér á flótta sem það getur. Vísir/EPA Í frétt BBC segir að líklegt sé að Starmer tilkynni um þetta síðdegis í dag. Þessi ákvörðun sé að nokkru umdeild og sé mikil breyting frá fyrri utanríkisstefnu landsins. Fyrri ríkisstjórnir hafi alltaf sagt að viðurkenning á Palestínu muni fylgja friðarferli og á tíma sem það geti haft sem mest áhrif. Ekkert hefur gengið að koma á vopnahléi á Gasa síðan vopnahléi var slitið fyrr á árinu. Staðan hefur versnað verulega og nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði í síðustu viku að Ísraelsmenn hefðu framið þjóðarmorð á Gasa. Bandaríkjamenn beittu í vikunni neitunarvaldi gegn kröfu um vopnahlé. Þá hefur landtaka Ísraela á Vesturbakkanum samhliða átökum á Gasa verið harðlega gagnrýnd. 60 látin í árásum í gær Í frétt á vef Reuters í dag segir að Ísraelsher hafi haldið áfram hernaði sínum á Gasa í gær. Í það minnsta 60 Palestínubúar hafi látist í árásunum. Ísraelsher hafi í síðustu viku herjað sérstaklega á háar byggingar í Gasa borg ásamt því að hefja árásir á jörðu. Í frétt Reuters segir að frá því að í síðustu viku hafi hernum tekist að sprengja um tuttugu fjölbýlishús. Þá segir að samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael hafi um hálf milljón yfirgefið borgina síðan í upphafi mánaðar. Hamas segir þetta ekki rétt og að um 300 þúsund hafi farið og að enn séu um 900 þúsund manns í borginni, þar með talið gíslar frá Ísrael. Þúsundir hafa yfirgefið Gasa borg í september í kjölfar hernaðaraðgerða Ísraelshers í borginni. Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Hamas hafi birt myndskeið á samskiptamiðlinum Telegram af gíslunum og varað við því að hernaður Ísraelshers í Gasa-borg gæti skaðað gíslanna ef hann heldur áfram. 65 þúsund látin Á tæpum tveimur árum hafa um 65 þúsund manns, flest almennir borgarar og börn, verið drepin í árásum Ísraelshers. Víðtæk hungursneyð er auk þess á svæðinu og eyðileggingin gríðarleg. Átökin hófust eftir að Hamas réðst inn í Ísrael og drap 1.200 manns og tók 251 gísl. Enn eru 48 þeirra í haldi Hamas, af þeim eru tuttugu taldir enn á lífi.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Portúgal Frakkland Ástralía Kanada Spánn Írland Noregur Tengdar fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. 20. september 2025 13:46 Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. 18. september 2025 23:45 Opna tímabundna flóttaleið Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins. 17. september 2025 08:39 „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. 16. september 2025 19:22 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. 20. september 2025 13:46
Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. 18. september 2025 23:45
Opna tímabundna flóttaleið Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins. 17. september 2025 08:39
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. 16. september 2025 19:22