Innlent

„Það er mikil reiði í Grafar­voginum út af þessu“

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jón G. Hauksson er ritstjóri grafarvogur.net og íbúi í Grafarvogi.
Jón G. Hauksson er ritstjóri grafarvogur.net og íbúi í Grafarvogi. Vísir/Ívar Fannar

Umdeildar vegaframkvæmdir við Höfðabakka hafa gríðarleg áhrif á Grafarvogsbúa að sögn íbúa hverfisins. Nýjasta breytingin geri það stórhættulegt að aka um fjölfarin gatnamót.

Í sumar hefur fréttastofa fjallað um óánægju íbúa í Árbænum og vegfarenda með framkvæmdir borgarinnar við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Umferðartafir á svæðinu er sagðar stórauknar eftir að beygjuvasar voru fjarlægðir.

Þrengt að ökumönnum

Framkvæmdir hafa staðið yfir við fimm gatnamót Höfðabakka í sumar. Nýjustu framkvæmdirnar eru við Stórhöfða þar sem helstu breytingar eru að umferðareyjur hafa verið breikkaðar og lengdar. Jón G. Hauksson, íbúi í Grafarvogi, segir slysahættu stóraukna.

„Það er í rauninni mikil reiði hérna í Grafarvoginum út af þessu. Hér er verið að þrengja gatnamót sem eru mjög erfið fyrir. Það er búið að þrengja þessa beygjuakrein þegar keyrt er inn á Stórhöfðann. Það sem meira er er að sjónsvið bílstjóra, sem var ekki mikið fyrir, hefur snarminnkað,“ segir Jón. 

Draga framkvæmdirnar úr slysahættu?

Jón hefur mikið ritað um framkvæmdirnar í sumar á vef sínum, grafarvogur.net. Hann segir íbúa á svæðinu, sama hvort þeir búa í Grafarvogi, Árbæ eða Breiðholti, afar óánægða með þær allar.

„Hér er aðalumferðaræðin niður í Grafarvog. Það eru til skýrslur sem sína að sem betur fer hafa ekki orðið slys hér á hjólandi og gangandi síðustu tíu ár. Stóra spurning er: Það er verið að fara í mjög dýrar framkvæmdir, teppa umferðina uppi í Árbæ, draga úr henni niður í Grafarvoginn, það er verið að auka slysa- og árekstrarhættu. Þetta eiga að vera forvarnir, en er verið að auka slysahættuna á öðrum vettvangi?“ spyr Jón. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×