Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2025 07:03 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur leitað til sveitarfélaganna til að fjármagna tilraunaverkefnið að hluta. Einhver þeirra hafa samþykkt að taka þátt, önnur ekki. Vísir/Anton Brink/dji Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hyggst ráðast tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem drónar verða notaðir og sendir á vettvang á stöðum í umdæminu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Markmið verkefnisins er að með drónunum verði hægt að auka viðbragðsgetu lögreglunnar þannig að lögreglan geti fyrr lagt mat á ástand þegar útköll verða og þannig aukið öryggi almennings og lögreglumanna. Í bréfi sem Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri hefur sent sveitarstjórnum í sex stærstu sveitarfélögum umdæmisins er óskað eftir 2,5 milljóna króna styrk á hverju um sig í þeim tilgangi að koma verkefninu af stað. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Norðurþing, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð. Páley segir að með markvissri uppsetningu sjálfvirkra flugdróna á lykilstöðum á Norðurlandi eystra megi byggja upp skilvirkt og tæknimiðað löggæsluumhverfi sem vinnur með lögreglu, en komi ekki í stað hennar. „Tæknin byggir á því að flugdrónum er fjarstýrt einkum frá lögreglustöðinni á Akureyri þar sem mönnun er allan sólarhringinn allt árið um kring. Eftir atvikum er einnig unnt að stýra þeim frá fjarskiptamiðstöð lögreglu í Skógarhlíð,“ segir í bréfinu. Hafa þegar pantað sex dróna Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur þegar pantað sex dróna ásamt nauðsynlegum búnaði auk þess að undirbúningur er hafinn að því að útvega nauðsynlega þjálfun. Frá Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings hyggst ekki styrkja tilraunaverkefnið enda telji hún það á könnu ríkisvaldsins að sinna löggæslu.Vísir/Vilhelm Kostnaður við verkefnið er sagður vera 30 milljónir króna og þar af 15 milljónir við kaup á búnaði. Um sé að ræða dróna af gerðinni DJI Dock 3 sem sé útbúinn fullkomnum myndavélum sem streymi myndefni til lögreglu. „Myndavélar eru með aðdrætti, náttsýn og möguleika til að greina hitaútstreymi. Geta þeirra til athafna er -30° til 50°C og flugþol við bestu aðstæður allt að 50 mínútur í senn.“ Frumkvöðlavinna og leið til að efla traust Páley segir að um sé að ræða tveggja ára tilraunaverkefni og að árangurinn og reynsla verði metin að tilraun lokinni. „Þetta er frumkvöðlavinna í löggæslu og leið embættisins til að efla traust á lögreglunni með því að bæta þjónustu sína við íbúa og gesti svæðisins og stuðla þannig að öflugra og öruggara samfélagi. Þá teljum við að þetta verkefni geti skilað þeirri niðurstöðu að unnt sé að auka möguleika lögreglu til þess að hraða málsmeðferð og afla sönnunargagna strax í upphafi máls. Þá metum við það jafnframt svo að tilraunaverkefnið geti jafnvel átt þátt í því að draga úr kolefnisspori lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila með betri ákvarðanatöku og stuðlað þannig að skilvirkni í rekstri,“ segir lögreglustjórinn í bréfi sínu. Skiptar skoðanir sveitarstjórnanna Akureyrarbær og Dalvíkurbyggð hafa fyrir sitt leyti samþykkt styrkveitinguna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari kynningu á erindinu frá lögreglunni. Sveitarstjórn Norðurþings hefur hins vegar hafnað því að veita styrk „enda á framfæri Ríkisins að sinna löggæslu“ líkt og segir í bókun. Ekki fæst sést á fundargerðum að sveitarstjórnir Fjallabyggðar og Landanesbyggðar hafi tekið erindið til afgreiðslu. Lögreglan Lögreglumál Akureyri Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Norðurþing Langanesbyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Sjá meira
Markmið verkefnisins er að með drónunum verði hægt að auka viðbragðsgetu lögreglunnar þannig að lögreglan geti fyrr lagt mat á ástand þegar útköll verða og þannig aukið öryggi almennings og lögreglumanna. Í bréfi sem Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri hefur sent sveitarstjórnum í sex stærstu sveitarfélögum umdæmisins er óskað eftir 2,5 milljóna króna styrk á hverju um sig í þeim tilgangi að koma verkefninu af stað. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Norðurþing, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð. Páley segir að með markvissri uppsetningu sjálfvirkra flugdróna á lykilstöðum á Norðurlandi eystra megi byggja upp skilvirkt og tæknimiðað löggæsluumhverfi sem vinnur með lögreglu, en komi ekki í stað hennar. „Tæknin byggir á því að flugdrónum er fjarstýrt einkum frá lögreglustöðinni á Akureyri þar sem mönnun er allan sólarhringinn allt árið um kring. Eftir atvikum er einnig unnt að stýra þeim frá fjarskiptamiðstöð lögreglu í Skógarhlíð,“ segir í bréfinu. Hafa þegar pantað sex dróna Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur þegar pantað sex dróna ásamt nauðsynlegum búnaði auk þess að undirbúningur er hafinn að því að útvega nauðsynlega þjálfun. Frá Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings hyggst ekki styrkja tilraunaverkefnið enda telji hún það á könnu ríkisvaldsins að sinna löggæslu.Vísir/Vilhelm Kostnaður við verkefnið er sagður vera 30 milljónir króna og þar af 15 milljónir við kaup á búnaði. Um sé að ræða dróna af gerðinni DJI Dock 3 sem sé útbúinn fullkomnum myndavélum sem streymi myndefni til lögreglu. „Myndavélar eru með aðdrætti, náttsýn og möguleika til að greina hitaútstreymi. Geta þeirra til athafna er -30° til 50°C og flugþol við bestu aðstæður allt að 50 mínútur í senn.“ Frumkvöðlavinna og leið til að efla traust Páley segir að um sé að ræða tveggja ára tilraunaverkefni og að árangurinn og reynsla verði metin að tilraun lokinni. „Þetta er frumkvöðlavinna í löggæslu og leið embættisins til að efla traust á lögreglunni með því að bæta þjónustu sína við íbúa og gesti svæðisins og stuðla þannig að öflugra og öruggara samfélagi. Þá teljum við að þetta verkefni geti skilað þeirri niðurstöðu að unnt sé að auka möguleika lögreglu til þess að hraða málsmeðferð og afla sönnunargagna strax í upphafi máls. Þá metum við það jafnframt svo að tilraunaverkefnið geti jafnvel átt þátt í því að draga úr kolefnisspori lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila með betri ákvarðanatöku og stuðlað þannig að skilvirkni í rekstri,“ segir lögreglustjórinn í bréfi sínu. Skiptar skoðanir sveitarstjórnanna Akureyrarbær og Dalvíkurbyggð hafa fyrir sitt leyti samþykkt styrkveitinguna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari kynningu á erindinu frá lögreglunni. Sveitarstjórn Norðurþings hefur hins vegar hafnað því að veita styrk „enda á framfæri Ríkisins að sinna löggæslu“ líkt og segir í bókun. Ekki fæst sést á fundargerðum að sveitarstjórnir Fjallabyggðar og Landanesbyggðar hafi tekið erindið til afgreiðslu.
Lögreglan Lögreglumál Akureyri Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Norðurþing Langanesbyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Brúðkaupsferðin til Íslands reyndist sú síðasta Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Sjá meira