Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2025 07:03 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur leitað til sveitarfélaganna til að fjármagna tilraunaverkefnið að hluta. Einhver þeirra hafa samþykkt að taka þátt, önnur ekki. Vísir/Anton Brink/dji Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hyggst ráðast tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem drónar verða notaðir og sendir á vettvang á stöðum í umdæminu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Markmið verkefnisins er að með drónunum verði hægt að auka viðbragðsgetu lögreglunnar þannig að lögreglan geti fyrr lagt mat á ástand þegar útköll verða og þannig aukið öryggi almennings og lögreglumanna. Í bréfi sem Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri hefur sent sveitarstjórnum í sex stærstu sveitarfélögum umdæmisins er óskað eftir 2,5 milljóna króna styrk á hverju um sig í þeim tilgangi að koma verkefninu af stað. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Norðurþing, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð. Páley segir að með markvissri uppsetningu sjálfvirkra flugdróna á lykilstöðum á Norðurlandi eystra megi byggja upp skilvirkt og tæknimiðað löggæsluumhverfi sem vinnur með lögreglu, en komi ekki í stað hennar. „Tæknin byggir á því að flugdrónum er fjarstýrt einkum frá lögreglustöðinni á Akureyri þar sem mönnun er allan sólarhringinn allt árið um kring. Eftir atvikum er einnig unnt að stýra þeim frá fjarskiptamiðstöð lögreglu í Skógarhlíð,“ segir í bréfinu. Hafa þegar pantað sex dróna Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur þegar pantað sex dróna ásamt nauðsynlegum búnaði auk þess að undirbúningur er hafinn að því að útvega nauðsynlega þjálfun. Frá Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings hyggst ekki styrkja tilraunaverkefnið enda telji hún það á könnu ríkisvaldsins að sinna löggæslu.Vísir/Vilhelm Kostnaður við verkefnið er sagður vera 30 milljónir króna og þar af 15 milljónir við kaup á búnaði. Um sé að ræða dróna af gerðinni DJI Dock 3 sem sé útbúinn fullkomnum myndavélum sem streymi myndefni til lögreglu. „Myndavélar eru með aðdrætti, náttsýn og möguleika til að greina hitaútstreymi. Geta þeirra til athafna er -30° til 50°C og flugþol við bestu aðstæður allt að 50 mínútur í senn.“ Frumkvöðlavinna og leið til að efla traust Páley segir að um sé að ræða tveggja ára tilraunaverkefni og að árangurinn og reynsla verði metin að tilraun lokinni. „Þetta er frumkvöðlavinna í löggæslu og leið embættisins til að efla traust á lögreglunni með því að bæta þjónustu sína við íbúa og gesti svæðisins og stuðla þannig að öflugra og öruggara samfélagi. Þá teljum við að þetta verkefni geti skilað þeirri niðurstöðu að unnt sé að auka möguleika lögreglu til þess að hraða málsmeðferð og afla sönnunargagna strax í upphafi máls. Þá metum við það jafnframt svo að tilraunaverkefnið geti jafnvel átt þátt í því að draga úr kolefnisspori lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila með betri ákvarðanatöku og stuðlað þannig að skilvirkni í rekstri,“ segir lögreglustjórinn í bréfi sínu. Skiptar skoðanir sveitarstjórnanna Akureyrarbær og Dalvíkurbyggð hafa fyrir sitt leyti samþykkt styrkveitinguna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari kynningu á erindinu frá lögreglunni. Sveitarstjórn Norðurþings hefur hins vegar hafnað því að veita styrk „enda á framfæri Ríkisins að sinna löggæslu“ líkt og segir í bókun. Ekki fæst sést á fundargerðum að sveitarstjórnir Fjallabyggðar og Landanesbyggðar hafi tekið erindið til afgreiðslu. Lögreglan Lögreglumál Akureyri Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Norðurþing Langanesbyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Markmið verkefnisins er að með drónunum verði hægt að auka viðbragðsgetu lögreglunnar þannig að lögreglan geti fyrr lagt mat á ástand þegar útköll verða og þannig aukið öryggi almennings og lögreglumanna. Í bréfi sem Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri hefur sent sveitarstjórnum í sex stærstu sveitarfélögum umdæmisins er óskað eftir 2,5 milljóna króna styrk á hverju um sig í þeim tilgangi að koma verkefninu af stað. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Norðurþing, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð. Páley segir að með markvissri uppsetningu sjálfvirkra flugdróna á lykilstöðum á Norðurlandi eystra megi byggja upp skilvirkt og tæknimiðað löggæsluumhverfi sem vinnur með lögreglu, en komi ekki í stað hennar. „Tæknin byggir á því að flugdrónum er fjarstýrt einkum frá lögreglustöðinni á Akureyri þar sem mönnun er allan sólarhringinn allt árið um kring. Eftir atvikum er einnig unnt að stýra þeim frá fjarskiptamiðstöð lögreglu í Skógarhlíð,“ segir í bréfinu. Hafa þegar pantað sex dróna Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur þegar pantað sex dróna ásamt nauðsynlegum búnaði auk þess að undirbúningur er hafinn að því að útvega nauðsynlega þjálfun. Frá Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings hyggst ekki styrkja tilraunaverkefnið enda telji hún það á könnu ríkisvaldsins að sinna löggæslu.Vísir/Vilhelm Kostnaður við verkefnið er sagður vera 30 milljónir króna og þar af 15 milljónir við kaup á búnaði. Um sé að ræða dróna af gerðinni DJI Dock 3 sem sé útbúinn fullkomnum myndavélum sem streymi myndefni til lögreglu. „Myndavélar eru með aðdrætti, náttsýn og möguleika til að greina hitaútstreymi. Geta þeirra til athafna er -30° til 50°C og flugþol við bestu aðstæður allt að 50 mínútur í senn.“ Frumkvöðlavinna og leið til að efla traust Páley segir að um sé að ræða tveggja ára tilraunaverkefni og að árangurinn og reynsla verði metin að tilraun lokinni. „Þetta er frumkvöðlavinna í löggæslu og leið embættisins til að efla traust á lögreglunni með því að bæta þjónustu sína við íbúa og gesti svæðisins og stuðla þannig að öflugra og öruggara samfélagi. Þá teljum við að þetta verkefni geti skilað þeirri niðurstöðu að unnt sé að auka möguleika lögreglu til þess að hraða málsmeðferð og afla sönnunargagna strax í upphafi máls. Þá metum við það jafnframt svo að tilraunaverkefnið geti jafnvel átt þátt í því að draga úr kolefnisspori lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila með betri ákvarðanatöku og stuðlað þannig að skilvirkni í rekstri,“ segir lögreglustjórinn í bréfi sínu. Skiptar skoðanir sveitarstjórnanna Akureyrarbær og Dalvíkurbyggð hafa fyrir sitt leyti samþykkt styrkveitinguna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari kynningu á erindinu frá lögreglunni. Sveitarstjórn Norðurþings hefur hins vegar hafnað því að veita styrk „enda á framfæri Ríkisins að sinna löggæslu“ líkt og segir í bókun. Ekki fæst sést á fundargerðum að sveitarstjórnir Fjallabyggðar og Landanesbyggðar hafi tekið erindið til afgreiðslu.
Lögreglan Lögreglumál Akureyri Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Norðurþing Langanesbyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira