Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar 19. september 2025 11:00 Áform ríkisstjórnarinnar um að leggja niður framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða eru með öllu óskiljanleg. Framlagið var sett á til að tryggja jafnræði milli sjóða. Hugmyndin var einföld: ríkið skyldi leggja fram fé til þeirra sjóða sem báru mikla örorkubyrði, til að tryggja að allir lífeyrissjóðir stæðu jafnir og að sjóðfélagar nytu sambærilegra réttinda óháð því í hvaða sjóð þeir væru að greiða. Raunin hefur hins vegar verið önnur. Verkamannasjóðirnir – Festa, Gildi, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga – bera langmestu örorkubyrðina. Þar fer allt að þriðjungur af heildargreiðslum í örorkubætur, á meðan stærri sjóðir eins og LSR-B deild greiða aðeins brot af því. Þetta hefur þær afleiðingar að verkamenn, sem greiða sömu innborgun og aðrir, fá allt að 15% lakari lífeyrisréttindi. Þetta er ekkert annað en kerfisbundið óréttlæti sem grefur undan trausti á lífeyriskerfinu – þrátt fyrir að þeir greiði nákvæmlega sama iðgjald. Hvað þýðir þetta í raun? Þegar talað er um að verkafólk sitji uppi með allt að 15% lakari lífeyrisréttindi en aðrir þrátt fyrir sömu innborgun þýðir það að verkafólk getur tapað vel á annan tug milljóna króna yfir meðalævi miðað við launamann sem leggur inn sama iðgjald í sjóð með minni örorkubyrði. Sama innborgunin – sama vinnuframlagið – er að skila miklu lakari lífeyri, einfaldlega vegna þess að viðkomandi er í sjóði sem ber meiri örorkubyrði. Þetta er andstæða hugmyndarinnar um samtryggingu og jafnræði sem átti að liggja að baki lífeyriskerfinu. Samkomulagið sem var svikið Árið 2005 var gert skýrt samkomulag milli ríkisins og verkalýðshreyfingarinnar: ríkið skyldi koma að því að jafna örorkubyrði á milli sjóða. Ástæðan var einföld – eftir að örorkan var flutt frá ríkinu yfir til lífeyrissjóðanna með lögum 1998 blasti við að verkamannasjóðirnir myndu bera langmestu byrðina. Þar starfar fólk við erfiðustu störfin, með hærra hlutfall örorku og minni starfsaldur. Það átti að tryggja að allir stæðu með jöfn réttindi, óháð örorkubyrði, og þess vegna var framlagið sett á. En á óskiljanlegan hátt og algerlega andstætt tilgangi laganna og reglugerðarinnar hafa nánast allir lífeyrissjóðir fengið framlag – líka þeir sem eru með litla eða enga örorkubyrði. Þannig hefur kerfið í raun virkað í öfuga átt: í stað þess að jafna byrðina hefur það fest misréttið í sessi. Skuldbindingarnar hallandi á verkamenn Það er ekki aðeins að verkamannasjóðirnir séu með mestu árlegu greiðslubyrðina. Hlutfall örorkuskuldbindinga af heildarskuldbindingum er þar allt að 15 prósent, á meðan meðaltalið yfir alla sjóði er einungis um 8 prósent. Þetta þýðir að verkamenn þurfa ekki bara að greiða meira í dag – heldur eru framtíðarskuldbindingar þeirra tvöfalt þyngri en hjá öðrum sjóðum. Reglugerðin var einföld – en henni var ekki fylgt Í reglugerð um úthlutun framlags til jöfnunar örorkubyrði segir skýrt í 3. lið að:„Meðaltalshlutfall skv. 1. og 2. tölul. myndar hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í framlagi til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða.“ Á mannamáli þýðir þetta að sjóðir sem eru með örorkubyrði undir meðaltali áttu aldrei að fá framlag. Framlagið átti að renna einungis til þeirra sem eru yfir meðaltali, til að jafna stöðu þeirra við hina. Í framkvæmd var þessu hins vegar snúið á hvolf. Allir sjóðir fengu framlag – líka þeir sem voru undir meðaltali og áttu því aldrei að fá neitt. Með því var tilgangur reglugerðarinnar og samkomulagsins frá 2005 fótum troðinn. 70 milljarðar – úthlutað rangt Frá 2007 hafa verið greiddir út um 70 milljarðar króna í framlagi til jöfnunar á örorkubyrði – sem samsvarar tæpum 100 milljörðum á núvirði. Þrátt fyrir þessar risafjárhæðir hafa verkamannasjóðirnir aldrei fengið það sem þeim bar. Í staðinn hafa sjóðir með litla byrði fengið milljarða. Þar ber hæst að nefna B-deild LSR, sem aðeins er með brot af þessari byrði en hefur engu að síður fengið milljarða úr jöfnunarsjóðnum – þrátt fyrir að hafa lengi haft ríkisábyrgð. Meira að segja Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur fengið milljarða út úr framlaginu. Alls hafa um 25 milljarðar króna runnið til lífeyrissjóða sem, að mínu mati, áttu aldrei rétt á úthlutun. Framlagið átti að jafna örorkubyrði – ekki að færa lífeyrissjóðum með ríkisábyrgð eða frjálsum sjóðum milljarða. Hvað er verið að „jafna“ hjá lífeyrissjóðum sem eru og voru með ríkis- og sveitarfélagaábyrgð? Hvað vantar til jöfnuðar? Reiknað hefur verið út að þessa fimm verkamannasjóði – Festa, Gildi, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga – vantar um 10 milljarða króna í framlag til jöfnunar á örorkubyrði til að ná meðaltali annarra sjóða, eða með öðrum orðum til að standa jafnt og þeir. Í ár nemur framlagið aðeins 4,6 milljörðum. Það þýðir að enn vantar 5,4 milljarða upp á að verkamannasjóðirnir standi jafnfætis öðrum. En um áramótin á framlagið að falla alveg niður. Það mun óhjákvæmilega leiða til enn frekari skerðinga á verkamannasjóðunum, sem nú þegar eru í veikri stöðu vegna mikillar örorkubyrði. Krafan um rannsókn og skýringar Það er brýnt að þessi mál verði tekin föstum tökum. Hér er ekki um smáaura að ræða heldur tugi milljarða króna sem hafa runnið til sjóða sem áttu aldrei að fá slíkt framlag. Umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðandi verða að kalla eftir skýringum á því hvernig það gat gerst að lífeyrissjóðir með ríkisábyrgð eða frjálsir sjóðir og þeir sem voru undir meðaltali á örorkubyrði hafi fengið milljarða af jöfnunarframlagi sem átti einungis að fara til verkamannasjóðanna til að jafna örorkubyrðina. Það er skylda að upplýsa hvað fór úrskeiðis, hverjir báru ábyrgð á framkvæmdinni og hvers vegna hugsun löggjafans og reglugerðarinnar var fótum troðið. Glansmyndin af kerfinu – og raunveruleikinn Ráðamenn tala gjarnan á tyllidögum um að við séum með besta lífeyriskerfi í heimi – og segja það með bros á vör, byggt á hugmyndinni um samtryggingu. En þetta kerfi byggist ekki á samtryggingu þegar verkafólk er látið eitt bera ábyrgð á sinni örorku. Ef Alþingismenn sætu uppi með 15 prósent lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk, þá yrði það lagfært á svipstundu með lagabreytingu. Það sem hins vegar blasir við íslensku verkafólki er framkoma sem er svo ógeðfelld og miskunnarlaus að hún nær ekki nokkurri átt. Hvað þarf að gera? Ef stjórnvöld ætla ekki að standa við samkomulagið frá 2005 um að jafna örorkubyrði á milli sjóða, þá er ekkert annað í stöðunni en að ríkið taki örorkubyrðina alfarið aftur yfir til sín. Það er ekki hægt að horfa upp á að verkafólk – sem vinnur erfiðisvinnu sem leiðir oftar en ekki til aukinnar örorku – sé látið sitja eftir með lakari réttindi en aðrir. Niðurstaða Það er ekki bara svo að núverandi framlag dugi engan veginn til að jafna örorkubyrðina á milli sjóðanna – heldur eru stjórnvöld nú með áform um að leggja framlagið alfarið niður. Slíkt mun kalla á gríðarlega hörð viðbrögð af hálfu Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar, því ekki er lengur hægt að horfa þegjandi á að verkafólk sé látið verða fyrir þessu miskunnarlausa óréttlæti. Það er morgunljóst að ef þessi áform verða að veruleika má með sanni segja að þessi ríkisstjórn sé ekki annað en úlfur í sauðargæru. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um að leggja niður framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða eru með öllu óskiljanleg. Framlagið var sett á til að tryggja jafnræði milli sjóða. Hugmyndin var einföld: ríkið skyldi leggja fram fé til þeirra sjóða sem báru mikla örorkubyrði, til að tryggja að allir lífeyrissjóðir stæðu jafnir og að sjóðfélagar nytu sambærilegra réttinda óháð því í hvaða sjóð þeir væru að greiða. Raunin hefur hins vegar verið önnur. Verkamannasjóðirnir – Festa, Gildi, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga – bera langmestu örorkubyrðina. Þar fer allt að þriðjungur af heildargreiðslum í örorkubætur, á meðan stærri sjóðir eins og LSR-B deild greiða aðeins brot af því. Þetta hefur þær afleiðingar að verkamenn, sem greiða sömu innborgun og aðrir, fá allt að 15% lakari lífeyrisréttindi. Þetta er ekkert annað en kerfisbundið óréttlæti sem grefur undan trausti á lífeyriskerfinu – þrátt fyrir að þeir greiði nákvæmlega sama iðgjald. Hvað þýðir þetta í raun? Þegar talað er um að verkafólk sitji uppi með allt að 15% lakari lífeyrisréttindi en aðrir þrátt fyrir sömu innborgun þýðir það að verkafólk getur tapað vel á annan tug milljóna króna yfir meðalævi miðað við launamann sem leggur inn sama iðgjald í sjóð með minni örorkubyrði. Sama innborgunin – sama vinnuframlagið – er að skila miklu lakari lífeyri, einfaldlega vegna þess að viðkomandi er í sjóði sem ber meiri örorkubyrði. Þetta er andstæða hugmyndarinnar um samtryggingu og jafnræði sem átti að liggja að baki lífeyriskerfinu. Samkomulagið sem var svikið Árið 2005 var gert skýrt samkomulag milli ríkisins og verkalýðshreyfingarinnar: ríkið skyldi koma að því að jafna örorkubyrði á milli sjóða. Ástæðan var einföld – eftir að örorkan var flutt frá ríkinu yfir til lífeyrissjóðanna með lögum 1998 blasti við að verkamannasjóðirnir myndu bera langmestu byrðina. Þar starfar fólk við erfiðustu störfin, með hærra hlutfall örorku og minni starfsaldur. Það átti að tryggja að allir stæðu með jöfn réttindi, óháð örorkubyrði, og þess vegna var framlagið sett á. En á óskiljanlegan hátt og algerlega andstætt tilgangi laganna og reglugerðarinnar hafa nánast allir lífeyrissjóðir fengið framlag – líka þeir sem eru með litla eða enga örorkubyrði. Þannig hefur kerfið í raun virkað í öfuga átt: í stað þess að jafna byrðina hefur það fest misréttið í sessi. Skuldbindingarnar hallandi á verkamenn Það er ekki aðeins að verkamannasjóðirnir séu með mestu árlegu greiðslubyrðina. Hlutfall örorkuskuldbindinga af heildarskuldbindingum er þar allt að 15 prósent, á meðan meðaltalið yfir alla sjóði er einungis um 8 prósent. Þetta þýðir að verkamenn þurfa ekki bara að greiða meira í dag – heldur eru framtíðarskuldbindingar þeirra tvöfalt þyngri en hjá öðrum sjóðum. Reglugerðin var einföld – en henni var ekki fylgt Í reglugerð um úthlutun framlags til jöfnunar örorkubyrði segir skýrt í 3. lið að:„Meðaltalshlutfall skv. 1. og 2. tölul. myndar hlutdeild hvers lífeyrissjóðs í framlagi til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða.“ Á mannamáli þýðir þetta að sjóðir sem eru með örorkubyrði undir meðaltali áttu aldrei að fá framlag. Framlagið átti að renna einungis til þeirra sem eru yfir meðaltali, til að jafna stöðu þeirra við hina. Í framkvæmd var þessu hins vegar snúið á hvolf. Allir sjóðir fengu framlag – líka þeir sem voru undir meðaltali og áttu því aldrei að fá neitt. Með því var tilgangur reglugerðarinnar og samkomulagsins frá 2005 fótum troðinn. 70 milljarðar – úthlutað rangt Frá 2007 hafa verið greiddir út um 70 milljarðar króna í framlagi til jöfnunar á örorkubyrði – sem samsvarar tæpum 100 milljörðum á núvirði. Þrátt fyrir þessar risafjárhæðir hafa verkamannasjóðirnir aldrei fengið það sem þeim bar. Í staðinn hafa sjóðir með litla byrði fengið milljarða. Þar ber hæst að nefna B-deild LSR, sem aðeins er með brot af þessari byrði en hefur engu að síður fengið milljarða úr jöfnunarsjóðnum – þrátt fyrir að hafa lengi haft ríkisábyrgð. Meira að segja Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur fengið milljarða út úr framlaginu. Alls hafa um 25 milljarðar króna runnið til lífeyrissjóða sem, að mínu mati, áttu aldrei rétt á úthlutun. Framlagið átti að jafna örorkubyrði – ekki að færa lífeyrissjóðum með ríkisábyrgð eða frjálsum sjóðum milljarða. Hvað er verið að „jafna“ hjá lífeyrissjóðum sem eru og voru með ríkis- og sveitarfélagaábyrgð? Hvað vantar til jöfnuðar? Reiknað hefur verið út að þessa fimm verkamannasjóði – Festa, Gildi, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga – vantar um 10 milljarða króna í framlag til jöfnunar á örorkubyrði til að ná meðaltali annarra sjóða, eða með öðrum orðum til að standa jafnt og þeir. Í ár nemur framlagið aðeins 4,6 milljörðum. Það þýðir að enn vantar 5,4 milljarða upp á að verkamannasjóðirnir standi jafnfætis öðrum. En um áramótin á framlagið að falla alveg niður. Það mun óhjákvæmilega leiða til enn frekari skerðinga á verkamannasjóðunum, sem nú þegar eru í veikri stöðu vegna mikillar örorkubyrði. Krafan um rannsókn og skýringar Það er brýnt að þessi mál verði tekin föstum tökum. Hér er ekki um smáaura að ræða heldur tugi milljarða króna sem hafa runnið til sjóða sem áttu aldrei að fá slíkt framlag. Umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðandi verða að kalla eftir skýringum á því hvernig það gat gerst að lífeyrissjóðir með ríkisábyrgð eða frjálsir sjóðir og þeir sem voru undir meðaltali á örorkubyrði hafi fengið milljarða af jöfnunarframlagi sem átti einungis að fara til verkamannasjóðanna til að jafna örorkubyrðina. Það er skylda að upplýsa hvað fór úrskeiðis, hverjir báru ábyrgð á framkvæmdinni og hvers vegna hugsun löggjafans og reglugerðarinnar var fótum troðið. Glansmyndin af kerfinu – og raunveruleikinn Ráðamenn tala gjarnan á tyllidögum um að við séum með besta lífeyriskerfi í heimi – og segja það með bros á vör, byggt á hugmyndinni um samtryggingu. En þetta kerfi byggist ekki á samtryggingu þegar verkafólk er látið eitt bera ábyrgð á sinni örorku. Ef Alþingismenn sætu uppi með 15 prósent lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk, þá yrði það lagfært á svipstundu með lagabreytingu. Það sem hins vegar blasir við íslensku verkafólki er framkoma sem er svo ógeðfelld og miskunnarlaus að hún nær ekki nokkurri átt. Hvað þarf að gera? Ef stjórnvöld ætla ekki að standa við samkomulagið frá 2005 um að jafna örorkubyrði á milli sjóða, þá er ekkert annað í stöðunni en að ríkið taki örorkubyrðina alfarið aftur yfir til sín. Það er ekki hægt að horfa upp á að verkafólk – sem vinnur erfiðisvinnu sem leiðir oftar en ekki til aukinnar örorku – sé látið sitja eftir með lakari réttindi en aðrir. Niðurstaða Það er ekki bara svo að núverandi framlag dugi engan veginn til að jafna örorkubyrðina á milli sjóðanna – heldur eru stjórnvöld nú með áform um að leggja framlagið alfarið niður. Slíkt mun kalla á gríðarlega hörð viðbrögð af hálfu Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar, því ekki er lengur hægt að horfa þegjandi á að verkafólk sé látið verða fyrir þessu miskunnarlausa óréttlæti. Það er morgunljóst að ef þessi áform verða að veruleika má með sanni segja að þessi ríkisstjórn sé ekki annað en úlfur í sauðargæru. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar