Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 19. september 2025 10:00 Á þessu ári eru Alzheimersamtökin 40 ára og þá er hollt að líta um öxl og kanna hvað hefur áunnist og hvað má enn gera betur. Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra. Við gerum það með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. En okkar er einnig að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim verkefnum eða vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur eiga við að etja. Okkur hefur miðað áleiðis en betur má ef duga skal. Í fyrsta lagi er umræða um hvers kyns heilabilun að opnast og það er vel. En í öðru lagi er það nokkuð ljóst að töluverður munur er á þjónustu við einstaklinga með heilabilun á Höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar og við verðum að bæta þjónustuna á landsbyggðinni. Seiglan í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði er þjónustueining fyrir nýgreinda einstaklinga með heilabilun og hennar hlutverk og markmið er að hægja á framgangi sjúkdómsins, sem kemur öllum til góða, einstaklingum og þeirra aðstandendum en ekki síður heilbrigðiskerfinu. SEIGLAN starfar eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og er áhersla lögð á endurhæfa og að vinna með styrkleika einstaklinga, skapa aðstæður til að þeir geti stundað sína iðju, styrkt félagsleg tengsl og lífað lengur innihaldsríku lífi. Ég er þess fullviss að með svipuðu úrræði í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni yrði lífið mun einfaldara fyrir marga einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra og þess vegna skora ég á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir slíkum þjónustueiningum þar. Annað sem skiptir líka miklu máli fyrir einstaklinga með heilabilun og ekki síður aðstandendur þeirra eru hvíldarinnlagnir. Það þarf ekki bara að fjölga slíkum plássum heldur einnig að breyta þjónustunni. Það gengur ekki að sá einstaklingur sem fer í hvíldarinnlögn geti ekki stundað sína sérhæfðu dagþjálfun, því verður að breyta. Það mætti einnig hafa í huga að hálfur mánuður í hvíldarinnlögn ætti ekki að vera heilagur því það þarf að vera möguleiki fyrir aðstandendur að óska eftir skammtíma hvíldarinnlögn sjálfra sín vegna án þess að fá samviskubit yfir því að fara í nokkra daga leyfi. Það er engin lausn að segja við aðstandendur að senda hinn veika á bráðadeildina og skilja hann þar eftir eins og sumum hefur verið ráðlagt, það er bæði ómanneskjulegt og óviðunandi. Við skulum hafa það í huga að hvers kyns heilabilun er álag á þann sem býr með hinum veika og fjölskyldunar alla. Það er skylda okkar samfélags að búa þannig um hnútana að aðstandendum standi til boða úrræði sem bæði létta á heilbrigðiskerfinu á meðan hinn veiki einstaklingur býr enn heima og að þeir geti sjálfir um frjálst höfuð strokið. En að lokum þá finnst mér að svo virðist sem kerfin tali ekki saman og því mun samtalið við ráðherra félagsmála og heilbrigðismála halda áfram og vonandi tekst okkur að byggja brýr á milli kerfa því það verður að tryggja okkar skjólstæðingum og aðstandendum þeirra þjónustu beggja ráðuneyta og að í þeirri vinnu verði leiðarstef “ekkert um okkur án okkar”. Einnig þarf að halda áfram samtali við sveitarstjórnarfólk í þeim tilgangi að kynna því starfsemi Alzheimersamtakanna, greina frá þörfinni eftir sérhæfðri dagþjálfun sem og þjónustuúrræði fyrir nýgreindra og fá að vita hvort og þá hvernig sveitarfélögin sjái sína aðkomu að þessum verkefnum í þágu einstaklinga með heilabilun. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru Alzheimersamtökin 40 ára og þá er hollt að líta um öxl og kanna hvað hefur áunnist og hvað má enn gera betur. Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra. Við gerum það með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. En okkar er einnig að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim verkefnum eða vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur eiga við að etja. Okkur hefur miðað áleiðis en betur má ef duga skal. Í fyrsta lagi er umræða um hvers kyns heilabilun að opnast og það er vel. En í öðru lagi er það nokkuð ljóst að töluverður munur er á þjónustu við einstaklinga með heilabilun á Höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar og við verðum að bæta þjónustuna á landsbyggðinni. Seiglan í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði er þjónustueining fyrir nýgreinda einstaklinga með heilabilun og hennar hlutverk og markmið er að hægja á framgangi sjúkdómsins, sem kemur öllum til góða, einstaklingum og þeirra aðstandendum en ekki síður heilbrigðiskerfinu. SEIGLAN starfar eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og er áhersla lögð á endurhæfa og að vinna með styrkleika einstaklinga, skapa aðstæður til að þeir geti stundað sína iðju, styrkt félagsleg tengsl og lífað lengur innihaldsríku lífi. Ég er þess fullviss að með svipuðu úrræði í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni yrði lífið mun einfaldara fyrir marga einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra og þess vegna skora ég á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir slíkum þjónustueiningum þar. Annað sem skiptir líka miklu máli fyrir einstaklinga með heilabilun og ekki síður aðstandendur þeirra eru hvíldarinnlagnir. Það þarf ekki bara að fjölga slíkum plássum heldur einnig að breyta þjónustunni. Það gengur ekki að sá einstaklingur sem fer í hvíldarinnlögn geti ekki stundað sína sérhæfðu dagþjálfun, því verður að breyta. Það mætti einnig hafa í huga að hálfur mánuður í hvíldarinnlögn ætti ekki að vera heilagur því það þarf að vera möguleiki fyrir aðstandendur að óska eftir skammtíma hvíldarinnlögn sjálfra sín vegna án þess að fá samviskubit yfir því að fara í nokkra daga leyfi. Það er engin lausn að segja við aðstandendur að senda hinn veika á bráðadeildina og skilja hann þar eftir eins og sumum hefur verið ráðlagt, það er bæði ómanneskjulegt og óviðunandi. Við skulum hafa það í huga að hvers kyns heilabilun er álag á þann sem býr með hinum veika og fjölskyldunar alla. Það er skylda okkar samfélags að búa þannig um hnútana að aðstandendum standi til boða úrræði sem bæði létta á heilbrigðiskerfinu á meðan hinn veiki einstaklingur býr enn heima og að þeir geti sjálfir um frjálst höfuð strokið. En að lokum þá finnst mér að svo virðist sem kerfin tali ekki saman og því mun samtalið við ráðherra félagsmála og heilbrigðismála halda áfram og vonandi tekst okkur að byggja brýr á milli kerfa því það verður að tryggja okkar skjólstæðingum og aðstandendum þeirra þjónustu beggja ráðuneyta og að í þeirri vinnu verði leiðarstef “ekkert um okkur án okkar”. Einnig þarf að halda áfram samtali við sveitarstjórnarfólk í þeim tilgangi að kynna því starfsemi Alzheimersamtakanna, greina frá þörfinni eftir sérhæfðri dagþjálfun sem og þjónustuúrræði fyrir nýgreindra og fá að vita hvort og þá hvernig sveitarfélögin sjái sína aðkomu að þessum verkefnum í þágu einstaklinga með heilabilun. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun