Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 19. september 2025 08:16 Umræða um útlendingamál á Íslandi er vinsælt þrætuepli stjórnmálamanna, en enginn talar um staðreyndirnar. Sumir flokkar krefjast áframhaldandi móttöku í nafni samúðar, aðrir vilja fækka komum í nafni verndar. Allir safna stigum, en allir hunsa sannleikann: aðbúnaður flóttafólks er svo slakur á Íslandi að enginn gæti þrifist vel við slíkar aðstæður. Ísland vill út á við sýnast gestrisin þjóð. Við stærum okkur af rausnarskap og því að leggja okkar af mörkum í hinum alþjóðlega flóttamannavanda. En ef við værum raunverulega upplýst um hvernig í raun er farið með þetta fólk, þá yrðum við varla jafn áfjáð í að bjóða fleirum hingað heim. Gestrisni á pappírum – kaldlyndi í framkvæmd Hvernig lítur íslensk gestrisni í garð flóttafólks út í framkvæmd? Hún birtist gjarnan í óviðunandi og oft afskekktu húsnæði, framfærslu sem dugar engum, og algjöru banni við atvinnu, námi eða nokkru því sem gleður andann. Útkoman er óbærileg bið, einangrun, útlegð og bjargarleysi. Við þurfum að spyrja okkur heiðarlega: hver getur þrifist við slíkar aðstæður? Enginn. Íslensk manngæska? Eða hrein afneitun? Flóttafólk kemur hingað úttaugað á líkama og sál eftir stríð, hrakninga og missi. Í stað þess að bjóða utanumhald, nærgætni og hlýju, mætum við því með kaldlyndi, vandræðagangi og frekari niðurlægingu. Þegar traumatíserað fólk sýnir með hegðun sinni þann ótta og þá jaðarsetningu sem það býr við hér, þá bregðumst við við af hörku og segjum fólkið vanþakklátt eða hættulegt. Að bjóða hlýju en mæta fólki af hörku Stjórnvöld hafa ekkert gert til að undirbúa samfélagið fyrir komu flóttafólks. Enga fræðslu hafa Íslendingar fengið um hvernig mæta á fólki frá gjörólíkum menningarheimum af samkennd. Að sama skapi er aðlögunarfræðsla flóttafólki til handa í molum. Geðheilbrigðisþjónusta eða skortur á henni hérlendis er öllum ljós og hvað flóttafólk snertir langt frá því að vera viðunandi. Raunveruleg úrræði til aðlögunar eru engin. Íslensk stjórnvöld sýna líka sérstakt skeytingarleysi með því að hýsa fólk af ólíkum uppruna saman í úrræðum þar sem hvorki er tekið tillit til menningarlegs bakgrunns né ólíkra einstaklingsþarfa. Staða sú sem nú er uppi í málefnum hælisleitenda var fyrirsjáanleg og því miður kannski sú sem lagt var upp með: að skapa heimatilbúið óöryggi og vantraust fólks á milli með afleiðingum sem við þekkjum nú öll og kristallast í umræðunni. Hræsnin sem hylur ábyrgðina Þeir sem hæst tala um mannúð virðast elska hugmyndina um flóttafólk meira en raunveruleikann við að annast það. Þau sveipa sig siðferðislegum ljóma en minnast lítið á það sem þó við blasir: óreiðuna, kostnaðinn, mannaflið og þekkinguna sem þarf til að móttaka sé mannsæmandi. Yfirlýstur stuðningur er því í reynd gervikærleikur. Við Íslendingar tilheyrum „viljugu þjóðunum“ sem studdu innrásina í Írak — stríð sem gerði milljónir landlausar. Þegar ofurlítill hluti þessa fólks leitar ásjár, þá hælum við okkur hástöfum fyrir gestrisni en gerum líf þess í raun óbærilegt. Kerfislægt kaldlyndi sem brýtur niður manneskjur Ef við værum betur upplýst um raunveruleikann — vanræksluna, virðingarleysið og skortinn á tækifærum — myndu fleiri kafna úr skömm og hætta að kalla eftir að við sendum fleirum boðskort að svo stöddu. Opinberar tölur þýða ekkert ef kerfið sjálft er bilað. Stjórnvöld bera alla ábyrgð en á úrbótum axlar enginn ábyrgð og allir líða fyrir. RÚV mætir í Leifsstöð með myndavélar, en móttaka flóttafólks krefst meira en táknrænnar myndatöku. Raunveruleg innsýn í stöðuna er lokuð almenningi þar sem stjórnvöld meina blaðamönnum aðgang að híbýlum fólks sem margt er í raun fangelsað í aðstæðum sem stjórnvöld reyna með tæknimálfari að fegra og kalla „lokuð búsetuúrræði.“ Það þarf kjark til að gangast við lygum Það var aldrei á stefnuskrá íslenskra stjórnvalda að bjóða flóttafólki skjól, nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, áfallameðferðir og leiðir til þátttöku í samfélaginu. Því er réttast að nema hér staðar og gangast við því. Afleiðingar sýndarmennskunnar eru mannanna verk og stjórnmálafólk sem nú er við stjórn verður að hysja upp um sig buxurnar og taka til eftir forvera sína. Við skulum hætta að þykjast vera gestrisin þjóð. Við skulum hætta að lifa í lygi. Því veruleikinn er sá: Ísland býður ekki upp á manngæsku né gestrisni. Það sem við bjóðum er kerfislæg útlegð með séríslenskum áherslum. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Umræða um útlendingamál á Íslandi er vinsælt þrætuepli stjórnmálamanna, en enginn talar um staðreyndirnar. Sumir flokkar krefjast áframhaldandi móttöku í nafni samúðar, aðrir vilja fækka komum í nafni verndar. Allir safna stigum, en allir hunsa sannleikann: aðbúnaður flóttafólks er svo slakur á Íslandi að enginn gæti þrifist vel við slíkar aðstæður. Ísland vill út á við sýnast gestrisin þjóð. Við stærum okkur af rausnarskap og því að leggja okkar af mörkum í hinum alþjóðlega flóttamannavanda. En ef við værum raunverulega upplýst um hvernig í raun er farið með þetta fólk, þá yrðum við varla jafn áfjáð í að bjóða fleirum hingað heim. Gestrisni á pappírum – kaldlyndi í framkvæmd Hvernig lítur íslensk gestrisni í garð flóttafólks út í framkvæmd? Hún birtist gjarnan í óviðunandi og oft afskekktu húsnæði, framfærslu sem dugar engum, og algjöru banni við atvinnu, námi eða nokkru því sem gleður andann. Útkoman er óbærileg bið, einangrun, útlegð og bjargarleysi. Við þurfum að spyrja okkur heiðarlega: hver getur þrifist við slíkar aðstæður? Enginn. Íslensk manngæska? Eða hrein afneitun? Flóttafólk kemur hingað úttaugað á líkama og sál eftir stríð, hrakninga og missi. Í stað þess að bjóða utanumhald, nærgætni og hlýju, mætum við því með kaldlyndi, vandræðagangi og frekari niðurlægingu. Þegar traumatíserað fólk sýnir með hegðun sinni þann ótta og þá jaðarsetningu sem það býr við hér, þá bregðumst við við af hörku og segjum fólkið vanþakklátt eða hættulegt. Að bjóða hlýju en mæta fólki af hörku Stjórnvöld hafa ekkert gert til að undirbúa samfélagið fyrir komu flóttafólks. Enga fræðslu hafa Íslendingar fengið um hvernig mæta á fólki frá gjörólíkum menningarheimum af samkennd. Að sama skapi er aðlögunarfræðsla flóttafólki til handa í molum. Geðheilbrigðisþjónusta eða skortur á henni hérlendis er öllum ljós og hvað flóttafólk snertir langt frá því að vera viðunandi. Raunveruleg úrræði til aðlögunar eru engin. Íslensk stjórnvöld sýna líka sérstakt skeytingarleysi með því að hýsa fólk af ólíkum uppruna saman í úrræðum þar sem hvorki er tekið tillit til menningarlegs bakgrunns né ólíkra einstaklingsþarfa. Staða sú sem nú er uppi í málefnum hælisleitenda var fyrirsjáanleg og því miður kannski sú sem lagt var upp með: að skapa heimatilbúið óöryggi og vantraust fólks á milli með afleiðingum sem við þekkjum nú öll og kristallast í umræðunni. Hræsnin sem hylur ábyrgðina Þeir sem hæst tala um mannúð virðast elska hugmyndina um flóttafólk meira en raunveruleikann við að annast það. Þau sveipa sig siðferðislegum ljóma en minnast lítið á það sem þó við blasir: óreiðuna, kostnaðinn, mannaflið og þekkinguna sem þarf til að móttaka sé mannsæmandi. Yfirlýstur stuðningur er því í reynd gervikærleikur. Við Íslendingar tilheyrum „viljugu þjóðunum“ sem studdu innrásina í Írak — stríð sem gerði milljónir landlausar. Þegar ofurlítill hluti þessa fólks leitar ásjár, þá hælum við okkur hástöfum fyrir gestrisni en gerum líf þess í raun óbærilegt. Kerfislægt kaldlyndi sem brýtur niður manneskjur Ef við værum betur upplýst um raunveruleikann — vanræksluna, virðingarleysið og skortinn á tækifærum — myndu fleiri kafna úr skömm og hætta að kalla eftir að við sendum fleirum boðskort að svo stöddu. Opinberar tölur þýða ekkert ef kerfið sjálft er bilað. Stjórnvöld bera alla ábyrgð en á úrbótum axlar enginn ábyrgð og allir líða fyrir. RÚV mætir í Leifsstöð með myndavélar, en móttaka flóttafólks krefst meira en táknrænnar myndatöku. Raunveruleg innsýn í stöðuna er lokuð almenningi þar sem stjórnvöld meina blaðamönnum aðgang að híbýlum fólks sem margt er í raun fangelsað í aðstæðum sem stjórnvöld reyna með tæknimálfari að fegra og kalla „lokuð búsetuúrræði.“ Það þarf kjark til að gangast við lygum Það var aldrei á stefnuskrá íslenskra stjórnvalda að bjóða flóttafólki skjól, nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, áfallameðferðir og leiðir til þátttöku í samfélaginu. Því er réttast að nema hér staðar og gangast við því. Afleiðingar sýndarmennskunnar eru mannanna verk og stjórnmálafólk sem nú er við stjórn verður að hysja upp um sig buxurnar og taka til eftir forvera sína. Við skulum hætta að þykjast vera gestrisin þjóð. Við skulum hætta að lifa í lygi. Því veruleikinn er sá: Ísland býður ekki upp á manngæsku né gestrisni. Það sem við bjóðum er kerfislæg útlegð með séríslenskum áherslum. Höfundur er leikkona.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar