„Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. september 2025 13:19 Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra segir ekkert því til fyrirstöðu að áhugasamir sæki um leyfi um olíuleit á Drekasvæðinu. Ríkisstjórnin þurfi ekki fara í útboð á sérleyfum til að fjársterkir aðilar leggist í olíuleit. Ragnar S. Kristjánsson, til hægri, er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði. Vísir Hagfræðingur hjá viðskiptaráði segir olíuleit á Drekasvæðinu ekki fullreynda þó að rannsóknir hafi staðið yfir frá 1985. Olíufundur gæti skilað ævintýralegum ávinningi að hans mati. Umhverfis orku og loftslagsráðherra bendir á að fyrri leyfishafar hafi skilað inn leyfi þar sem verulega litlar líkur voru taldar á olíufundi Viðskiptaráð birti í dag nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Í úttektinni kemur fram að olíufundur gæti haft ævintýranlegan ávinning í för með sér og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern ríkisborgara. Síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna árið 2012 skilaði leyfi sínu árið 2018. Í stjórnarsáttmála 2021 kom fram að ekki yrðu gefin út olíuleitarleyfi. Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannson, hefur einnig gefið út að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að gefa út olíuleitarleyfi. Miðflokkurinn hefur lagt fram ályktun um að stofnað verði ríkisolíufélag utan um olíuleit á Drekasvæðinu. Formaður flokksins sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri ábyrgðarhluti að íslenskir stjórnmálamenn leyfðu olíuleit og -vinnslu. Jóhann Páll svaraði fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um málið á Alþingi fyrir hádegi. „Þeir stóru aðilar sem fóru fyrir leitinni á sínum tíma þeir lýstu því sjálfir yfir með mjög afgerandi hætti og liggur fyrir í fréttatilkynningum frá þeim tíma, að þeir hefðu skilað inn leyfunum af því að metnar væru litlar líkur á því að finna kolvetni sem væri hægt að vinna með arðbærum hætti.“ Áhugi byggður á getgátum? Jóhann sagði jafnframt að umræðan þyrfti að byggjast á rannsóknargögnum og staðreyndum í staðinn fyrir getgátur. Áhugasamir eigi þess kost að senda inn umsókn um olíuleit til Umhverfis- og orkustofnunar án þess að ríkið ráðist í útboð á sérleyfum. Haukur Óskarsson, fyrrverandi sviðsstjóri iðnaðarsviðs hjá Mannviti verkfræðstofu, ræddi leyfismálin í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði Kínverja hafa skilað inn leyfinu vegna peningaskorts en pólitík hefði komið í veg fyrir frekari olíuáhuga Norðmanna á Drekasvæðinu. Ragnar S. Kristjánsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, segir að útboð yrði áhættulaus fyrir ríkissjóð. „Það hefur allavega einn aðili sem tók þátt í leitinni síðast lýst áhuga á því að hefjast handa við þetta aftur. Það virðist vera áhugi meðal einkaaðila að fara aftur í olíuleitina.“ Virkt kolvetniskerfi er á svæðinu en þó liggur ekki fyrir að olía sé til staðar í vinnanlegu magni. Ragnar segir olíuleit ekki fullreynda en rannsóknir hafa staðið yfir á svæðinu frá árinu 1985. „Það eru ákveðnir rannsóknaþættir sem menn eiga eftir að ráðast í. Til dæmis tilraunaborun sem er síðasti undanfarin að því hvort það sé hægt að staðfesta að til staðar sé sé olía í vinnanlegu magni.“ Segir olíuleitina umhverfisvæna Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040 og færi olíuvinnsla við Íslandsstrendur eðli málsins samkvæmt gegn því markmiði. Að mati Ragnars myndu áformin þó minnka losun Íslands. „Miðað við þá áætlun er um 60 prósent af innfluttri olíu sem kemur til Íslands frá ríkjum sem hafa meiri losun en vænt losun af olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Áhrifin á losun okkar væru þau að hún myndi í raun minnka af því að olíuvinnslan á Drekasvæðinu væri í umhverfsivænni,“ segir Ragnar. Meðal þeirra sem hafa sýnt olíuleit á Drekasvæðinu hvað mestan áhuga í gegnum tíðina er Heiðar Guðjónsson fjárfestir. Hann hefur sagt að olíufundur á Drekasvæðinu gæti skilað íslensku þjóðinni 60 þúsund milljörðum króna. Skatttekjur gætu verið svo miklar að í raun væri hægt að fella niður alla aðra skatta á Íslandi. Samkvæmt könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið í sumar er 46 prósent þjóðarinnar fylgjandi olíuleit en 29 prósent þjóðarinnar andvígur þeim. Heiðar ræddi olíuleit í Reykjavík síðdegis í vikunni. Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Viðskiptaráð birti í dag nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Í úttektinni kemur fram að olíufundur gæti haft ævintýranlegan ávinning í för með sér og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern ríkisborgara. Síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna árið 2012 skilaði leyfi sínu árið 2018. Í stjórnarsáttmála 2021 kom fram að ekki yrðu gefin út olíuleitarleyfi. Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannson, hefur einnig gefið út að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að gefa út olíuleitarleyfi. Miðflokkurinn hefur lagt fram ályktun um að stofnað verði ríkisolíufélag utan um olíuleit á Drekasvæðinu. Formaður flokksins sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri ábyrgðarhluti að íslenskir stjórnmálamenn leyfðu olíuleit og -vinnslu. Jóhann Páll svaraði fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um málið á Alþingi fyrir hádegi. „Þeir stóru aðilar sem fóru fyrir leitinni á sínum tíma þeir lýstu því sjálfir yfir með mjög afgerandi hætti og liggur fyrir í fréttatilkynningum frá þeim tíma, að þeir hefðu skilað inn leyfunum af því að metnar væru litlar líkur á því að finna kolvetni sem væri hægt að vinna með arðbærum hætti.“ Áhugi byggður á getgátum? Jóhann sagði jafnframt að umræðan þyrfti að byggjast á rannsóknargögnum og staðreyndum í staðinn fyrir getgátur. Áhugasamir eigi þess kost að senda inn umsókn um olíuleit til Umhverfis- og orkustofnunar án þess að ríkið ráðist í útboð á sérleyfum. Haukur Óskarsson, fyrrverandi sviðsstjóri iðnaðarsviðs hjá Mannviti verkfræðstofu, ræddi leyfismálin í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði Kínverja hafa skilað inn leyfinu vegna peningaskorts en pólitík hefði komið í veg fyrir frekari olíuáhuga Norðmanna á Drekasvæðinu. Ragnar S. Kristjánsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, segir að útboð yrði áhættulaus fyrir ríkissjóð. „Það hefur allavega einn aðili sem tók þátt í leitinni síðast lýst áhuga á því að hefjast handa við þetta aftur. Það virðist vera áhugi meðal einkaaðila að fara aftur í olíuleitina.“ Virkt kolvetniskerfi er á svæðinu en þó liggur ekki fyrir að olía sé til staðar í vinnanlegu magni. Ragnar segir olíuleit ekki fullreynda en rannsóknir hafa staðið yfir á svæðinu frá árinu 1985. „Það eru ákveðnir rannsóknaþættir sem menn eiga eftir að ráðast í. Til dæmis tilraunaborun sem er síðasti undanfarin að því hvort það sé hægt að staðfesta að til staðar sé sé olía í vinnanlegu magni.“ Segir olíuleitina umhverfisvæna Íslensk stjórnvöld hafa lögfest markmið um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040 og færi olíuvinnsla við Íslandsstrendur eðli málsins samkvæmt gegn því markmiði. Að mati Ragnars myndu áformin þó minnka losun Íslands. „Miðað við þá áætlun er um 60 prósent af innfluttri olíu sem kemur til Íslands frá ríkjum sem hafa meiri losun en vænt losun af olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Áhrifin á losun okkar væru þau að hún myndi í raun minnka af því að olíuvinnslan á Drekasvæðinu væri í umhverfsivænni,“ segir Ragnar. Meðal þeirra sem hafa sýnt olíuleit á Drekasvæðinu hvað mestan áhuga í gegnum tíðina er Heiðar Guðjónsson fjárfestir. Hann hefur sagt að olíufundur á Drekasvæðinu gæti skilað íslensku þjóðinni 60 þúsund milljörðum króna. Skatttekjur gætu verið svo miklar að í raun væri hægt að fella niður alla aðra skatta á Íslandi. Samkvæmt könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið í sumar er 46 prósent þjóðarinnar fylgjandi olíuleit en 29 prósent þjóðarinnar andvígur þeim. Heiðar ræddi olíuleit í Reykjavík síðdegis í vikunni.
Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira