Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 18. september 2025 12:01 Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Áður höfðu iðnarmenn stofnað sjóði og síðar fylgdu fjöldi starfsmenntasjóða í kjölfarið, sem allir eru enn starfræktir í dag. Óhætt er að segja að stofnun sjóðanna hafi markað tímamót í starfs-, sí- og endurmenntun hérlendis en aðilar vinnumarkaðarins sáu að með hraðri þróun og breytingum á vinnumarkaði yrði öflug og aðgengileg færniuppbygging lykill að samkeppnishæfni fyrirtækja og starfsþróun starfsfólks. Með stofnun sjóðanna var komið á sameiginlegu fyrirkomulagi þar sem bæði atvinnurekendur og stéttarfélög leggja sitt af mörkum til að efla menntun og stuðla að aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Árangur starfsmenntasjóðanna er óumdeildur en á undanförnum 25 árum hafa tugþúsundir launafólks og þúsundir fyrirtækja nýtt sér úrræði starfsmenntasjóðanna. Þótt starfsmenntasjóðirnir starfi sjálfstætt hefur samstarf þeirra á milli reynst árangursríkt. Samstarfið felst einkum í samnýtingu reynslu og þekkingar og mikið framfaraskref tekið þegar að Áttin, sameiginleg vefgátt sjóðanna, var tekin í notkun fyrir 10 árum. Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til viðkomandi starfsmenntasjóðs. Að Áttinni standa, auk fyrrnefndra sjóða, Iðan fræðslusetur, Samband Stjórnendafélaga, Rafmennt, Starfsmenntasjóður Verslunarinnar og Sjómennt. Sjóðirnir hafa talað einum rómi um mikilvægi starfs-, sí- og endurmenntunar, ekki síst til að mæta hraðri tækniþróun og breytingum á vinnumarkaði sem sífellt krefst nýrrar hæfni starfsfólks. Það er ljóst að vinnumarkaður framtíðarinnar kallar á nýja og breytta hæfni, ekki síst í ljósi stafrænnar umbreytingar og tilkomu gervigreindar og áhrifum hennar á störf. Ef mæta á þeirri þróun, svo vel sé, skiptir menntun lykilmáli, hvort sem er að ræða bók-, iðn-, tækni- eða starfs- , sí- og endurmenntun. Mun hlutverk starfsmenntasjóðanna því einungis verða mikilvægara. Til að fjármagn starfsmenntasjóðanna nýtist sem best er nauðsynlegt að gera hæfni- og færniþörf á vinnumarkaði góð skil. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð gagnast best ef þær byggja á áreiðanlegum gögnum. Slík gögn eru ekki nothæf í dag sem hindrar mótun framtíðaráætlana. Síðastliðin 25 ár hafa atvinnurekendur og stéttarfélög sammælst um að fjárfesta sameiginlega í aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði, starfsfólki og fyrirtækjum til heilla. Starfsmenntasjóðirnir eru nú í krafti stærðar og samvinnu betur í stakk búnir en nokkru sinni fyrr til að efla íslenskan vinnumarkað til framtíðar. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins og stjórnarkona í Landsmennt, Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði. Áður höfðu iðnarmenn stofnað sjóði og síðar fylgdu fjöldi starfsmenntasjóða í kjölfarið, sem allir eru enn starfræktir í dag. Óhætt er að segja að stofnun sjóðanna hafi markað tímamót í starfs-, sí- og endurmenntun hérlendis en aðilar vinnumarkaðarins sáu að með hraðri þróun og breytingum á vinnumarkaði yrði öflug og aðgengileg færniuppbygging lykill að samkeppnishæfni fyrirtækja og starfsþróun starfsfólks. Með stofnun sjóðanna var komið á sameiginlegu fyrirkomulagi þar sem bæði atvinnurekendur og stéttarfélög leggja sitt af mörkum til að efla menntun og stuðla að aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Árangur starfsmenntasjóðanna er óumdeildur en á undanförnum 25 árum hafa tugþúsundir launafólks og þúsundir fyrirtækja nýtt sér úrræði starfsmenntasjóðanna. Þótt starfsmenntasjóðirnir starfi sjálfstætt hefur samstarf þeirra á milli reynst árangursríkt. Samstarfið felst einkum í samnýtingu reynslu og þekkingar og mikið framfaraskref tekið þegar að Áttin, sameiginleg vefgátt sjóðanna, var tekin í notkun fyrir 10 árum. Áttin er vefgátt sem tekur á móti umsóknum fyrirtækja um fræðslustyrki og kemur þeim til viðkomandi starfsmenntasjóðs. Að Áttinni standa, auk fyrrnefndra sjóða, Iðan fræðslusetur, Samband Stjórnendafélaga, Rafmennt, Starfsmenntasjóður Verslunarinnar og Sjómennt. Sjóðirnir hafa talað einum rómi um mikilvægi starfs-, sí- og endurmenntunar, ekki síst til að mæta hraðri tækniþróun og breytingum á vinnumarkaði sem sífellt krefst nýrrar hæfni starfsfólks. Það er ljóst að vinnumarkaður framtíðarinnar kallar á nýja og breytta hæfni, ekki síst í ljósi stafrænnar umbreytingar og tilkomu gervigreindar og áhrifum hennar á störf. Ef mæta á þeirri þróun, svo vel sé, skiptir menntun lykilmáli, hvort sem er að ræða bók-, iðn-, tækni- eða starfs- , sí- og endurmenntun. Mun hlutverk starfsmenntasjóðanna því einungis verða mikilvægara. Til að fjármagn starfsmenntasjóðanna nýtist sem best er nauðsynlegt að gera hæfni- og færniþörf á vinnumarkaði góð skil. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð gagnast best ef þær byggja á áreiðanlegum gögnum. Slík gögn eru ekki nothæf í dag sem hindrar mótun framtíðaráætlana. Síðastliðin 25 ár hafa atvinnurekendur og stéttarfélög sammælst um að fjárfesta sameiginlega í aukinni hæfni á íslenskum vinnumarkaði, starfsfólki og fyrirtækjum til heilla. Starfsmenntasjóðirnir eru nú í krafti stærðar og samvinnu betur í stakk búnir en nokkru sinni fyrr til að efla íslenskan vinnumarkað til framtíðar. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins og stjórnarkona í Landsmennt, Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar