Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. september 2025 07:02 Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn að lögum mun það hafa í för með sér að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið í gegnum aðildina að EES-samningnum, verði lögum samkvæmt að eins konar yfirlöggjöf hér á landi sem allt annað sem Alþingi samþykkir verður að rúmast innan. Til verður þannig ný forgangsregla í íslenzkum rétti sem felur í sér að innleitt regluverk frá sambandinu gangi framar íslenzkri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að það kemur þaðan. Fyrir vikið er vart að furða að virtir lögspekingar hafi varað við því að bókunin, eins og til standi að innleiða hana með frumvarpi Þorgerðar, fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þar á meðal bæði lögspekingar sem telja rétt að bókunin verði innleidd með þeim hætti, en telja að standa þurfi þá rétt að málum og breyta fyrst stjórnarskránni, og sem eru því andvígir. Málið er í bezta falli umdeilt í röðum lögspekinga og fyrir vikið hlýtur að vera rétt að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar njóti vafans. Fyrsta skrefið í þeim efnum er vitanlega að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. Meðal þeirra sem varað hafa við því árekstri við stjórnarskrána er Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar í afmælisriti EFTA-dómstólsins árið 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra [varðandi bókun 35] innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur. Stjórnarskráin gerir hvorki ráð fyrir því að takmarka megi fullveldi lýðveldisins með framsali löggjafarvalds til alþjóðastofnana né að landslög, sem byggjast á alþjóðlegum skuldbindingum eins og EES-samningnum, geti eingöngu af þeim sökum öðlast ríkari stöðu en önnur almenn löggjöf.“ Skrif Markúsar bera það með sér að sjálfur sé hann hlynntur því að bókun 35 verði innleidd með þeim hætti sem frumvarp Þorgerðar felur í sér en telji hins vegar að standa verði þá lögformlega rétt að málum. Með því að breyta fyrst stjórnarskránni. Frumvarpið felur í sér fullkomna uppgjöf í málinu án þess að fyrst sé látið reyna á það fyrir EFTA-dómstólnum. Fari málið fyrir EFTA-dómstólinn er að minnsta kosti möguleiki á því að niðurstaðan verði Íslandi hagfelld en verði frumvarpið hins vegar samþykkt verður sá möguleiki ljóslega að engu gerður. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram enn eina ferðina og verður rætt á Alþingi strax í dag. Málið er eina málið á dagskrá þingfundar dagsins. Keyra á málið í gegn um þingið eins og fjallað var um í fréttum í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skiptið sem það er reynt. Markmiðið er sem fyrr að reyna að lágmarka umræðu um það. Einkum í þjóðfélaginu. Skoðanakönnun sem gerð var síðasta haust sýndi meirihluta þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti andvíga frumvarpinu. Þar á meðal mikinn meirihluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fjölmörg mál hafa farið fyrir EFTA-dómstólinn varðandi Ísland í gegnum tíðina sem varðað hafa einstakar lagagerðir frá Evrópusambandinu og afmarkaða hagsmuni. Full ástæða er til þess að fá niðurstöðu EFTA-dómstólsins í þessu stóra máli sem varðar ekki aðeins einstakar lagagerðir heldur allt regluverkið sem komið hefur og mun koma frá sambandinu í gegnum EES-samninginn. Full ástæða er til þess að taka aftur upp varnir í málinu eins og íslenzk stjórnvöld höfðu uppi lengst af. Við höfum góðan málstað að verja. Stöndum með fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bókun 35 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn að lögum mun það hafa í för með sér að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið í gegnum aðildina að EES-samningnum, verði lögum samkvæmt að eins konar yfirlöggjöf hér á landi sem allt annað sem Alþingi samþykkir verður að rúmast innan. Til verður þannig ný forgangsregla í íslenzkum rétti sem felur í sér að innleitt regluverk frá sambandinu gangi framar íslenzkri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að það kemur þaðan. Fyrir vikið er vart að furða að virtir lögspekingar hafi varað við því að bókunin, eins og til standi að innleiða hana með frumvarpi Þorgerðar, fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þar á meðal bæði lögspekingar sem telja rétt að bókunin verði innleidd með þeim hætti, en telja að standa þurfi þá rétt að málum og breyta fyrst stjórnarskránni, og sem eru því andvígir. Málið er í bezta falli umdeilt í röðum lögspekinga og fyrir vikið hlýtur að vera rétt að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar njóti vafans. Fyrsta skrefið í þeim efnum er vitanlega að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. Meðal þeirra sem varað hafa við því árekstri við stjórnarskrána er Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar í afmælisriti EFTA-dómstólsins árið 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra [varðandi bókun 35] innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur. Stjórnarskráin gerir hvorki ráð fyrir því að takmarka megi fullveldi lýðveldisins með framsali löggjafarvalds til alþjóðastofnana né að landslög, sem byggjast á alþjóðlegum skuldbindingum eins og EES-samningnum, geti eingöngu af þeim sökum öðlast ríkari stöðu en önnur almenn löggjöf.“ Skrif Markúsar bera það með sér að sjálfur sé hann hlynntur því að bókun 35 verði innleidd með þeim hætti sem frumvarp Þorgerðar felur í sér en telji hins vegar að standa verði þá lögformlega rétt að málum. Með því að breyta fyrst stjórnarskránni. Frumvarpið felur í sér fullkomna uppgjöf í málinu án þess að fyrst sé látið reyna á það fyrir EFTA-dómstólnum. Fari málið fyrir EFTA-dómstólinn er að minnsta kosti möguleiki á því að niðurstaðan verði Íslandi hagfelld en verði frumvarpið hins vegar samþykkt verður sá möguleiki ljóslega að engu gerður. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram enn eina ferðina og verður rætt á Alþingi strax í dag. Málið er eina málið á dagskrá þingfundar dagsins. Keyra á málið í gegn um þingið eins og fjallað var um í fréttum í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skiptið sem það er reynt. Markmiðið er sem fyrr að reyna að lágmarka umræðu um það. Einkum í þjóðfélaginu. Skoðanakönnun sem gerð var síðasta haust sýndi meirihluta þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti andvíga frumvarpinu. Þar á meðal mikinn meirihluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fjölmörg mál hafa farið fyrir EFTA-dómstólinn varðandi Ísland í gegnum tíðina sem varðað hafa einstakar lagagerðir frá Evrópusambandinu og afmarkaða hagsmuni. Full ástæða er til þess að fá niðurstöðu EFTA-dómstólsins í þessu stóra máli sem varðar ekki aðeins einstakar lagagerðir heldur allt regluverkið sem komið hefur og mun koma frá sambandinu í gegnum EES-samninginn. Full ástæða er til þess að taka aftur upp varnir í málinu eins og íslenzk stjórnvöld höfðu uppi lengst af. Við höfum góðan málstað að verja. Stöndum með fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun