SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Árni Sæberg skrifar 17. september 2025 16:08 Áletruninni á bol Kirks hefur verið snarað yfir á íslensku. SUS/Getty/The Salt Lake Tribune Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur boðað til sambandsþings helgina 3. til 5. október. Allir sem skrá sig til þátttöku á þinginu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „FRELSI“ á. Bolurinn er í sama stíl og sá sem Charlie Kirk, áhrifavaldur lengst til hægri á hinu pólitíska rófi, klæddist þegar hann var ráðinn af dögum. Í tölvubréfi til ungra Sjálfstæðismanna segir að nú séu aðeins fáeinir dagar til stefnu til að skrá sig á sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna og að í ár fylgi einstök gjöf með. Allir sem skrá sig á þingið fái að gjöf hvítan bol með áletruninni „FRELSI“. „Bolurinn er í sama stíl og Charlie Kirk klæddist þegar honum var sýnt banatilræði fyrr í mánuðinum. Með bolnum viljum við minna á að frelsið er grunnstef í allri stefnu SUS og að tjáningarfrelsið er hornsteinn vestrænna samfélaga. Frelsið er aldrei sjálfgefið, fyrir því þarf ávallt að berjast. Sú barátta á sér stað með orðum, en aldrei með ofbeldi,“ segir í póstinum. Tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á Þar er vísað til þess þegar Charlie Kirk sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah þann 10. september. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Í tölvubréfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að bolurinn sé ekki aðeins bolur heldur tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á og berjast fyrir. „Hann er einnig áminning um að ofbeldisöflum mun aldrei takast að þagga niður í málsvörum frelsisins.“ Eitt framboð boðað Sem áður segir fer sambandsþingið fram helgina 3. til 5. október næstkomandi. Það verður haldið í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti í Reykjavík, sem Landsbyggð ehf. eignaðist í sumar. Landsbyggð er í eigu þeirra Kristjáns Vilhelmsonar og Leós Árnasonar. Á þinginu verður nýr formaður kosinn ásamt stjórn. Aðeins eitt stjórnarframboð hefur verið tilkynnt en það er undir forystu Júlíusar Viggós Ólafssonar, fyrrverandi formanns Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Morðið á Charlie Kirk Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í tölvubréfi til ungra Sjálfstæðismanna segir að nú séu aðeins fáeinir dagar til stefnu til að skrá sig á sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna og að í ár fylgi einstök gjöf með. Allir sem skrá sig á þingið fái að gjöf hvítan bol með áletruninni „FRELSI“. „Bolurinn er í sama stíl og Charlie Kirk klæddist þegar honum var sýnt banatilræði fyrr í mánuðinum. Með bolnum viljum við minna á að frelsið er grunnstef í allri stefnu SUS og að tjáningarfrelsið er hornsteinn vestrænna samfélaga. Frelsið er aldrei sjálfgefið, fyrir því þarf ávallt að berjast. Sú barátta á sér stað með orðum, en aldrei með ofbeldi,“ segir í póstinum. Tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á Þar er vísað til þess þegar Charlie Kirk sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah þann 10. september. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Í tölvubréfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að bolurinn sé ekki aðeins bolur heldur tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á og berjast fyrir. „Hann er einnig áminning um að ofbeldisöflum mun aldrei takast að þagga niður í málsvörum frelsisins.“ Eitt framboð boðað Sem áður segir fer sambandsþingið fram helgina 3. til 5. október næstkomandi. Það verður haldið í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti í Reykjavík, sem Landsbyggð ehf. eignaðist í sumar. Landsbyggð er í eigu þeirra Kristjáns Vilhelmsonar og Leós Árnasonar. Á þinginu verður nýr formaður kosinn ásamt stjórn. Aðeins eitt stjórnarframboð hefur verið tilkynnt en það er undir forystu Júlíusar Viggós Ólafssonar, fyrrverandi formanns Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Morðið á Charlie Kirk Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira