Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar 17. september 2025 13:02 Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september. Síðan 2019 hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvatt aðildarríki til að nota þennan dag til að minna á mikilvægi þess að tryggja að öll þau sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fái örugga umönnun og án þess að verða fyrir skaða vegna þeirrar þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra. Þema dagsins í ár er Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura með slagorðinu „Öryggi sjúklinga frá upphafi!“. Þessi áhersla á okkar yngstu er ákaflega mikilvæg enda eru börn og nýburar meðal viðkvæmustu sjúklingahópa í heilbrigðiskerfinu. Þau þurfa sérhæfða og einstaklingsbundna umönnun og þjónustu. Áskorunin Bætt sjúklingaöryggi er alþjóðleg áskorun sem varðar samfélagið í heild sinni. Kostnaður vegna hvers kyns öryggisatvika í heilbrigðisþjónustu nemur allt að 13% af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfa á heimsvísu. Á bak við þessa tölu leynist þjáning, sorg og jafnvel skert lífsgæði þeirra sem lenda í atvikum sem þessum, byrðar sem erfitt er að meta til fjár. Hérna eigum við ekki aðeins við sjúklinginn og aðstandendur hans, heldur einnig veitendur heilbrigðisþjónustu sem stundum eru nefndir annað fórnarlambið enda er þekkt að heilbrigðisstarfsmenn sem tengjast á einhvern hátt atvikum er skaða sjúkling geta einnig borið af því verulegan skaða. Hér á Íslandi hefur á árunum 2020 til 2025 verið tilkynnt um 21 alvarlegt atvik meðal nýbura og annarra barna. Þegar við hugsum um að eitt atvik getur haft varanleg áhrif á þroska og heilsu barns - áhrif sem geta varað alla ævi - verður ljóst hve brýnt það er að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir þessi atvik. Heilbrigðisþjónusta við börn barna Börn eru ekki smækkuð mynd af fullorðnum. Þau þurfa umönnun og meðferð sem hentar þeim ldri þeirra, þyngd, þroskastigi, læknisfræðilegum þörfum og getu þeirra til samskipta á hverju þroskastigi fyrir sig. Að tryggja örugga þjónustu við börn krefst sérstakrar athygli vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem þau búa við. Börn eru háð fullorðnum til að tala og túlka fyrir þau og taka mikilvægar ákvarðanir. Þau þroskast hratt og sjúkdómamynstur þeirra er ólíkt því sem gerist meðal fullorðinna, og þarfir þeirra varðandi heilbrigðisþjónustu breytast stöðugt eftir því sem barnið vex og þroskast Algengustu orsakir skaða eru þekktar Ávallt þarf að hafa öryggi í fyrirrúmi, alltaf og alls staðar í heilbrigðisþjónustu en ekki síst á gjörgæslu eða þegar um er að ræða flókna meðferð enda gefa rannsóknir til kynna að börn séu í mestri hættu einmitt undir þessum kringumstæðum. Þá leggur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áherslu á þá staðreynd að við séum vakandi fyrir algengustu orsökum skaða hjá börnum í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru lyfja- og greiningarvillur, sýkingar tengdar meðferð, vandamál með lækningatæki, svo sem slöngur eða skjái, og þegar viðvörunarmerki um versnandi ástand barns fara fram hjá starfsfólki. Alþjóðlegar áætlanir og norræna samstarfið Lögð er áhersla á öryggi barna í Alþjóðlegu aðgerðaáætluninni um öryggi sjúklinga 2021-2030. Áætlunin kallar eftir því að móta og innleiða örugga klíníska ferla, efla hæfni heilbrigðisstarfsfólks og virkja sjúklinga og fjölskyldur. Ísland tekur þátt í öflugu norrænu samstarfi. Í desember 2024 kynntu Norðurlöndin sameiginleg viðmið eða ramma um nauðsynlega þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sviði sjúklingaöryggis. Þessi rammi felur í sér 15 þætti þekkingar og hæfni. Ramminn byggir á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en er aðlagaður að okkar norrænu aðstæðum. Sameiginleg ábyrgð allra Sjúklingaöryggi er ekki bara ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks heldur sameiginlegt verkefni okkar allra. Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta aukið öryggi þegar þeir taka virkan þátt í umönnuninni, en til að geta stutt við meðferð barna sinna þurfa foreldrar skýrar leiðbeiningar, t.d. um lyfjanotkun, upplýsingar um hvenær og hvernig á að leita hjálpar, og að þeir upplifi stuðning frá þjónustuveitendur. Við þurfum að skapa menningu þar sem opin samskipti eru í fyrirrúmi, þar sem við vinnum saman að því að tryggja öryggi og horfumst í augu við öryggisbresti og drögum lærdóm af mistökum. Fjárfesting í framtíðinni Þegar við fjárfestum í sjúklingaöryggi frá upphafi, fjárfestum við í öllu lífi barnsins. Við fjárfestum í heilbrigðara samfélagi, sterkara efnahagslífi og bjartari framtíð. Að hindra atvik í heilbrigðisþjónustu við börn er ekki bara mikils virði fyrir börnin og aðstandendur þeirra heldur er það einn liður í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið okkar er að ekkert barn verði fyrir skaða vegna skorts á öryggi í heilbrigðisþjónustu. Saman getum við gert heilbrigðisþjónustu öruggari fyrir öll börn. Saman getum við tryggt að öll börn fái örugga þjónustu frá upphafi. Þetta er ekki bara fagleg skuldbinding heilbrigðisstarfsfólks - þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar allra. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Heimisdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis er í dag, 17. september. Síðan 2019 hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvatt aðildarríki til að nota þennan dag til að minna á mikilvægi þess að tryggja að öll þau sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fái örugga umönnun og án þess að verða fyrir skaða vegna þeirrar þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra. Þema dagsins í ár er Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura með slagorðinu „Öryggi sjúklinga frá upphafi!“. Þessi áhersla á okkar yngstu er ákaflega mikilvæg enda eru börn og nýburar meðal viðkvæmustu sjúklingahópa í heilbrigðiskerfinu. Þau þurfa sérhæfða og einstaklingsbundna umönnun og þjónustu. Áskorunin Bætt sjúklingaöryggi er alþjóðleg áskorun sem varðar samfélagið í heild sinni. Kostnaður vegna hvers kyns öryggisatvika í heilbrigðisþjónustu nemur allt að 13% af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfa á heimsvísu. Á bak við þessa tölu leynist þjáning, sorg og jafnvel skert lífsgæði þeirra sem lenda í atvikum sem þessum, byrðar sem erfitt er að meta til fjár. Hérna eigum við ekki aðeins við sjúklinginn og aðstandendur hans, heldur einnig veitendur heilbrigðisþjónustu sem stundum eru nefndir annað fórnarlambið enda er þekkt að heilbrigðisstarfsmenn sem tengjast á einhvern hátt atvikum er skaða sjúkling geta einnig borið af því verulegan skaða. Hér á Íslandi hefur á árunum 2020 til 2025 verið tilkynnt um 21 alvarlegt atvik meðal nýbura og annarra barna. Þegar við hugsum um að eitt atvik getur haft varanleg áhrif á þroska og heilsu barns - áhrif sem geta varað alla ævi - verður ljóst hve brýnt það er að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir þessi atvik. Heilbrigðisþjónusta við börn barna Börn eru ekki smækkuð mynd af fullorðnum. Þau þurfa umönnun og meðferð sem hentar þeim ldri þeirra, þyngd, þroskastigi, læknisfræðilegum þörfum og getu þeirra til samskipta á hverju þroskastigi fyrir sig. Að tryggja örugga þjónustu við börn krefst sérstakrar athygli vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem þau búa við. Börn eru háð fullorðnum til að tala og túlka fyrir þau og taka mikilvægar ákvarðanir. Þau þroskast hratt og sjúkdómamynstur þeirra er ólíkt því sem gerist meðal fullorðinna, og þarfir þeirra varðandi heilbrigðisþjónustu breytast stöðugt eftir því sem barnið vex og þroskast Algengustu orsakir skaða eru þekktar Ávallt þarf að hafa öryggi í fyrirrúmi, alltaf og alls staðar í heilbrigðisþjónustu en ekki síst á gjörgæslu eða þegar um er að ræða flókna meðferð enda gefa rannsóknir til kynna að börn séu í mestri hættu einmitt undir þessum kringumstæðum. Þá leggur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áherslu á þá staðreynd að við séum vakandi fyrir algengustu orsökum skaða hjá börnum í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru lyfja- og greiningarvillur, sýkingar tengdar meðferð, vandamál með lækningatæki, svo sem slöngur eða skjái, og þegar viðvörunarmerki um versnandi ástand barns fara fram hjá starfsfólki. Alþjóðlegar áætlanir og norræna samstarfið Lögð er áhersla á öryggi barna í Alþjóðlegu aðgerðaáætluninni um öryggi sjúklinga 2021-2030. Áætlunin kallar eftir því að móta og innleiða örugga klíníska ferla, efla hæfni heilbrigðisstarfsfólks og virkja sjúklinga og fjölskyldur. Ísland tekur þátt í öflugu norrænu samstarfi. Í desember 2024 kynntu Norðurlöndin sameiginleg viðmið eða ramma um nauðsynlega þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sviði sjúklingaöryggis. Þessi rammi felur í sér 15 þætti þekkingar og hæfni. Ramminn byggir á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en er aðlagaður að okkar norrænu aðstæðum. Sameiginleg ábyrgð allra Sjúklingaöryggi er ekki bara ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks heldur sameiginlegt verkefni okkar allra. Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta aukið öryggi þegar þeir taka virkan þátt í umönnuninni, en til að geta stutt við meðferð barna sinna þurfa foreldrar skýrar leiðbeiningar, t.d. um lyfjanotkun, upplýsingar um hvenær og hvernig á að leita hjálpar, og að þeir upplifi stuðning frá þjónustuveitendur. Við þurfum að skapa menningu þar sem opin samskipti eru í fyrirrúmi, þar sem við vinnum saman að því að tryggja öryggi og horfumst í augu við öryggisbresti og drögum lærdóm af mistökum. Fjárfesting í framtíðinni Þegar við fjárfestum í sjúklingaöryggi frá upphafi, fjárfestum við í öllu lífi barnsins. Við fjárfestum í heilbrigðara samfélagi, sterkara efnahagslífi og bjartari framtíð. Að hindra atvik í heilbrigðisþjónustu við börn er ekki bara mikils virði fyrir börnin og aðstandendur þeirra heldur er það einn liður í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið okkar er að ekkert barn verði fyrir skaða vegna skorts á öryggi í heilbrigðisþjónustu. Saman getum við gert heilbrigðisþjónustu öruggari fyrir öll börn. Saman getum við tryggt að öll börn fái örugga þjónustu frá upphafi. Þetta er ekki bara fagleg skuldbinding heilbrigðisstarfsfólks - þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar allra. Höfundur er landlæknir.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar