Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. september 2025 11:08 Mette Frederiksen, Troels Lund Poulsen og Lars Løkke Rasmussen, leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, tilkynntu um áformin á óvæntum blaðamannafundi í dag. EPA/EMIL HELMS Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen forsætisráðherra, Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra boðuðu til með skömmum fyrirvara í dag. Ekki liggur fyrir nákvæmlega ennþá hvaða tegundir vopna verða keypt, en það verði ýmist skotflaugar eða drónar. Vinna mun nú hefjast við að skoða hvaða möguleikar standa til boða sem liður í innkaupaferlinu. Ekki liggur heldur fyrir hvenær vopnin verða keypt, hvaðan eða hvað þau mega kosta. Stjórnvöld hafa sætt nokkrum þrýstingi eftir að tilkynnt var um að úkraínskir vopnaframleiðendur myndu hefja framleiðslu vopna á danskri grundu, sem liður í stuðningi Danmerkur við varnir Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort þetta gæti aukið hættuna á því að Danmörk gæti orðið að skotmarki Rússa. Fram kom í máli ráðherranna á blaðamannafundinum í dag að markmiðið með innkaupunum væri að auka enn frekar fælingarmátt gegn mögulegri árás með því að hafa yfir að ráða langdrægum vopnum sem geti hæft skotmörk innan landamæra óvinveittra ríkja, einkum og sér í lagi í Rússlandi. Dönsk stjórnvöld höfðu þegar tilkynnt um fleiri milljarða fjárfestingu í auknum loftvörnum, en betur má ef duga skal, að því er fram kom í máli ráðherranna. Þótt ekki sé talið að yfirvofandi ógn steðji að Danmörku eins og sakir standa nú sé eðlilegt að Danir komi sér upp slíkum vopnum. Það sé til samræmis við það sem önnur bandalagsríki NATO hafi flest hver þegar yfir að ráða. Það er mat leyniþjónustu danska hersins að Rússar geti byggt upp getu til að ráðast á fleiri ríki en Úkraínu á aðeins tveimur til fimm árum, ef til þess kemur að hlé verði gert á árásum í Úkraínu. Skrefið kemur dönskum varnarmálasérfræðingum mörgum ekki á óvart en aðrir óttast að það gæti leitt til þess að Rússar sjái sig knúna til að svara með einhverjum hætti. Ítrekað kom fram í máli ráðherranna á blaðamannafundinum að um væri að ræða „vatnaskil í dönskum varnarmálum.“ Danmörk NATO Rússland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen forsætisráðherra, Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra boðuðu til með skömmum fyrirvara í dag. Ekki liggur fyrir nákvæmlega ennþá hvaða tegundir vopna verða keypt, en það verði ýmist skotflaugar eða drónar. Vinna mun nú hefjast við að skoða hvaða möguleikar standa til boða sem liður í innkaupaferlinu. Ekki liggur heldur fyrir hvenær vopnin verða keypt, hvaðan eða hvað þau mega kosta. Stjórnvöld hafa sætt nokkrum þrýstingi eftir að tilkynnt var um að úkraínskir vopnaframleiðendur myndu hefja framleiðslu vopna á danskri grundu, sem liður í stuðningi Danmerkur við varnir Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort þetta gæti aukið hættuna á því að Danmörk gæti orðið að skotmarki Rússa. Fram kom í máli ráðherranna á blaðamannafundinum í dag að markmiðið með innkaupunum væri að auka enn frekar fælingarmátt gegn mögulegri árás með því að hafa yfir að ráða langdrægum vopnum sem geti hæft skotmörk innan landamæra óvinveittra ríkja, einkum og sér í lagi í Rússlandi. Dönsk stjórnvöld höfðu þegar tilkynnt um fleiri milljarða fjárfestingu í auknum loftvörnum, en betur má ef duga skal, að því er fram kom í máli ráðherranna. Þótt ekki sé talið að yfirvofandi ógn steðji að Danmörku eins og sakir standa nú sé eðlilegt að Danir komi sér upp slíkum vopnum. Það sé til samræmis við það sem önnur bandalagsríki NATO hafi flest hver þegar yfir að ráða. Það er mat leyniþjónustu danska hersins að Rússar geti byggt upp getu til að ráðast á fleiri ríki en Úkraínu á aðeins tveimur til fimm árum, ef til þess kemur að hlé verði gert á árásum í Úkraínu. Skrefið kemur dönskum varnarmálasérfræðingum mörgum ekki á óvart en aðrir óttast að það gæti leitt til þess að Rússar sjái sig knúna til að svara með einhverjum hætti. Ítrekað kom fram í máli ráðherranna á blaðamannafundinum að um væri að ræða „vatnaskil í dönskum varnarmálum.“
Danmörk NATO Rússland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Sjá meira