Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar 17. september 2025 09:00 Á meðan augu heimsins beinast að versnandi átökum og hörmungum í Mið-Austurlöndum og Rússum hnykkla vöðvana í Evrópu, þjáist almenningur í Súdan og nágrannaríkjum þess í alvarlegustu mannúðarhörmungum samtímans. Frá því að stríð braust út í apríl 2023 milli súdanska hersins og hersveita RSF hafa 12 milljónir verið hraktar á flótta, yfir 150.000 hafa látið lífið og tugir milljóna þjást af hungri. Óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, eru fastir á milli stríðandi fylkinga. Tilkynnt hefur verið um þjóðernishreinsanir og kynferðisofbeldi, einkum í Darfúr-héraði. Heilbrigðiskerfi landsins er í lamasessi, matarbirgðir eru á þrotum og hjálparsamtök eru hindruð í störfum sínum, ráðist er á starfsmenn þeirra og þeir jafnvel drepnir. Þessar gleymdu mannúðarhörmungar ná langt út fyrir landamæri Súdan. Nágrannaríki eins og Tsjad, Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldið, sem fyrir glímdu við sínar áskoranir, hafa tekið á móti um þremur milljónum flóttamanna. Þrátt fyrir þessar mestu mannúðarhörmungar samtímans hefur alþjóðasamfélagið að stórum hluta kosið að loka augunum eða horfa annað. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna fá aðeins brot af því sem kallað hefur verið eftir til að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Á meðan háar fjárhæðir fara réttilega á önnur hörmungarsvæði, fær Súdan aðeins brot af nauðsynlegu fjármagni. Þetta aðgerðarleysi er ekki aðeins vanræksla – það er hluti af hörmungunum. Heimurinn verður að bregðast við og hjálpa í Súdan. Þrýsta þarf á báða aðila að binda enda á átökin og geta íslensk stjórnvöld sýnt þar gott fordæmi og beitt sér í því kjósi þau svo, jafnvel þó rödd okkar sé veik og fáir fari fram á slíkt. Almenningur í Súdan er okkur ekki óviðkomandi. Heimurinn verður sífellt minni og þessar hörmungar eiga sér stað fyrir augum okkar, jafnvel þó við kjósum að loka augunum eða horfa annað. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súdan Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan augu heimsins beinast að versnandi átökum og hörmungum í Mið-Austurlöndum og Rússum hnykkla vöðvana í Evrópu, þjáist almenningur í Súdan og nágrannaríkjum þess í alvarlegustu mannúðarhörmungum samtímans. Frá því að stríð braust út í apríl 2023 milli súdanska hersins og hersveita RSF hafa 12 milljónir verið hraktar á flótta, yfir 150.000 hafa látið lífið og tugir milljóna þjást af hungri. Óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, eru fastir á milli stríðandi fylkinga. Tilkynnt hefur verið um þjóðernishreinsanir og kynferðisofbeldi, einkum í Darfúr-héraði. Heilbrigðiskerfi landsins er í lamasessi, matarbirgðir eru á þrotum og hjálparsamtök eru hindruð í störfum sínum, ráðist er á starfsmenn þeirra og þeir jafnvel drepnir. Þessar gleymdu mannúðarhörmungar ná langt út fyrir landamæri Súdan. Nágrannaríki eins og Tsjad, Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldið, sem fyrir glímdu við sínar áskoranir, hafa tekið á móti um þremur milljónum flóttamanna. Þrátt fyrir þessar mestu mannúðarhörmungar samtímans hefur alþjóðasamfélagið að stórum hluta kosið að loka augunum eða horfa annað. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna fá aðeins brot af því sem kallað hefur verið eftir til að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Á meðan háar fjárhæðir fara réttilega á önnur hörmungarsvæði, fær Súdan aðeins brot af nauðsynlegu fjármagni. Þetta aðgerðarleysi er ekki aðeins vanræksla – það er hluti af hörmungunum. Heimurinn verður að bregðast við og hjálpa í Súdan. Þrýsta þarf á báða aðila að binda enda á átökin og geta íslensk stjórnvöld sýnt þar gott fordæmi og beitt sér í því kjósi þau svo, jafnvel þó rödd okkar sé veik og fáir fari fram á slíkt. Almenningur í Súdan er okkur ekki óviðkomandi. Heimurinn verður sífellt minni og þessar hörmungar eiga sér stað fyrir augum okkar, jafnvel þó við kjósum að loka augunum eða horfa annað. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun