Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Agnar Már Másson skrifar 16. september 2025 17:30 Sanna Magdalena Mörtudóttir segir hvorki af né á um mögulegt framboð sitt fyrir Sósíalistaflokkinn til borgarstjórnar næsta vor. Vísir/Lýður Valberg Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, eina kjörna oddvita flokksins, til að segja sig úr flokknum eftir að hún hefur sagst mögulega ætla að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Sanna segist fyrst hafa heyrt af þessari áskorun í fjölmiðlum. Formaður stjórnarinnar segir hana ekki sýna nokkurn áhuga á að vinna með flokknum. Borgarfulltrúinn sagði sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að hallarbylting var gerð á aðalfundi flokksins. Framkvæmdastjórnin segir í ályktun að Sanna hafi ítrekað tekið afstöðu gegn flokknum frá því að ný stjórn tók við. Oddvitinn eigi að „koma hreint og heiðarlega fram“ Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi frá fyrsta degi óskað eftir því að vinna með Sönnu. „En hún hefur ekki verið til í að hitta okkur, vinna með okkur eða upplýsa okkur hvað er í gangi í borginni,“ segir Sæþór, sem vísar svo til þess að hún tali nú um sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa“ frekar en borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Í ályktun sem samþykkt var af framkvæmdastjórn flokksins í dag segir að vegna ummæla oddvitans í frétt Rúv í gær um að bjóða sig mögulega fram í öðrum flokki hvetji framkvæmdastjórn hana til að „koma hreint og heiðarlega fram“ og segja sig úr flokknum. „Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur lengst af á sinni starfsævi unnið sem atvinnustjórnmálakona sem kjörinn fulltrúi Sósíalistaflokksins. Af ummælum hennar að dæma um mögulegt framboð með öðrum flokki virðist hún horfa frekar til eigin frama í stjórnmálum en hag síns eigin flokks og framgang félagshyggju á Íslandi,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnarinnar. Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Enn fremur lýsir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands furðu á ummælum borgarfulltrúans á RÚV um að það sé „ekkert launungarmál“ að ný stjórn Sósíalistaflokksins, sem tók við á aðalfundi í vor eftir dramatíska hallarbyltingu, „hafi ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum.“ Framkvæmdastjórnin vísar þessum ummælum á bug og segist hafa þvert á móti ítrekað reynt á samstarf og samtal við Sönnu. „Eftir margra mánaða umleitanir fékkst hún loks á fund með framkvæmdarstjórn en neitaði að hitta framkvæmdarstjórn einsömul líkt og aðrir borgarfulltrúar flokksins höfðu þá þegar gert. Ekki var að merkja nokkurn samstarfsvilja af hálfu Sönnu Magdalenu á þeim fundi,“ segir í ályktun. „Óskar framkvæmdarstjórn Sönnu velfarnaðar í öllu því sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.“ Sanna skrifar á Facebook að hún hafi fyrst heyrt af þessari áskorun á vef Rúv, sem greindi fyrst frá. „Ég hef allavegana ekki fengið tölvupóst, símtal, né sms með þessari áskorun framkvæmdastjórnar,“ skrifar hún í ummæli á Rauða þræðinum, umræðuvettvangi sósíalista á Facebook. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Formaður stjórnarinnar segir hana ekki sýna nokkurn áhuga á að vinna með flokknum. Borgarfulltrúinn sagði sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að hallarbylting var gerð á aðalfundi flokksins. Framkvæmdastjórnin segir í ályktun að Sanna hafi ítrekað tekið afstöðu gegn flokknum frá því að ný stjórn tók við. Oddvitinn eigi að „koma hreint og heiðarlega fram“ Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi frá fyrsta degi óskað eftir því að vinna með Sönnu. „En hún hefur ekki verið til í að hitta okkur, vinna með okkur eða upplýsa okkur hvað er í gangi í borginni,“ segir Sæþór, sem vísar svo til þess að hún tali nú um sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa“ frekar en borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Í ályktun sem samþykkt var af framkvæmdastjórn flokksins í dag segir að vegna ummæla oddvitans í frétt Rúv í gær um að bjóða sig mögulega fram í öðrum flokki hvetji framkvæmdastjórn hana til að „koma hreint og heiðarlega fram“ og segja sig úr flokknum. „Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur lengst af á sinni starfsævi unnið sem atvinnustjórnmálakona sem kjörinn fulltrúi Sósíalistaflokksins. Af ummælum hennar að dæma um mögulegt framboð með öðrum flokki virðist hún horfa frekar til eigin frama í stjórnmálum en hag síns eigin flokks og framgang félagshyggju á Íslandi,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnarinnar. Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Enn fremur lýsir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands furðu á ummælum borgarfulltrúans á RÚV um að það sé „ekkert launungarmál“ að ný stjórn Sósíalistaflokksins, sem tók við á aðalfundi í vor eftir dramatíska hallarbyltingu, „hafi ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum.“ Framkvæmdastjórnin vísar þessum ummælum á bug og segist hafa þvert á móti ítrekað reynt á samstarf og samtal við Sönnu. „Eftir margra mánaða umleitanir fékkst hún loks á fund með framkvæmdarstjórn en neitaði að hitta framkvæmdarstjórn einsömul líkt og aðrir borgarfulltrúar flokksins höfðu þá þegar gert. Ekki var að merkja nokkurn samstarfsvilja af hálfu Sönnu Magdalenu á þeim fundi,“ segir í ályktun. „Óskar framkvæmdarstjórn Sönnu velfarnaðar í öllu því sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.“ Sanna skrifar á Facebook að hún hafi fyrst heyrt af þessari áskorun á vef Rúv, sem greindi fyrst frá. „Ég hef allavegana ekki fengið tölvupóst, símtal, né sms með þessari áskorun framkvæmdastjórnar,“ skrifar hún í ummæli á Rauða þræðinum, umræðuvettvangi sósíalista á Facebook.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira