Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. september 2025 12:03 Dómsmálaráðherra segist styðja aðgerðir lögreglu gegn Hell's Angels um helgina. Vísir/Sigurjón Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það staðreynd að Europol skilgreinir Hell‘s Angels sem skipulögð glæpasamtök og hún styðji því og skilji aðgerðir lögreglunnar í gleðskapi samtakanna um helgina. Fréttamaður ræddi við Þorbjörgu Sigríði að loknum ríkisstjórnarfundi. Þorbjörg bendir í þessu samhengi á reynslu landa í kringum okkur, Svíþjóð og Danmörku sem dæmi, og sé horft til þeirra gefi það fulla ástæðu til að hafa varann á. Um helgina hafi ástæður verið til viðbragða og það hafi verið skynsamlegt og í samræmi við aðstæður. „Það er sérstaklega fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þessi orð eru ekki upp á punt. Ég sem dómsmálaráðherra er algjörlega markviss í því að við erum að taka ákveðin skref, við erum að taka markviss skref og við ætlum okkur að hafa yfirhöndina þegar við erum að tala um skipulagða glæpahópa. Það er ekki flóknara en svo.“ Spurð hvort hún sé þetta ein af stærstu ógnunum sem steðji að Íslandi segir hún stjórnvöld vera að horfa á öryggi og varnir og landamæri og í samhengi við afbrot sé stríðið við skipulagða glæpahópa eitt stærsta varnarmálið. Spurð um það að Albanir sem tilheyri slíkum glæpahópum komi til landsins á grískum vegabréfum segist Þorbjörg aðeins getað talað almennt um þessi mál. Hún segir stjórnvöld markviss í aðgerðum sínum um landamæri og þau hafi eflt löggæslu á Suðurnesjum í því samhengi. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir koma hingað til lands og hafa yfirsýn yfir það og auðvitað eru skilríki algjört lykilatriði í þeim efnum.“ Varðandi það að heimilt verði að vísa erlendum síbrotamönnum úr landi segist hún eiga í reglulegum samtölum við lögreglustjóra víða um land og það sé með mikilli blessun hennar að þetta verði gert. Hún segir lögreglu vinna sína vinnu vel og það sé fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar. „Við viljum fara hart, við viljum fara fast í skipulagða glæpi. Lögregla er að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda og er að vinna gott og mikið starf á hverjum degi og það ratar ekki allt í fjölmiðla.“ Brottvísanir síbrotamanna sendi skýr skilaboð Þorbjörg segir að með því að gera þessar brottvísanir mögulegar sé hægt að létta á réttarvörslu- og fangelsiskerfinu. Á sama tíma sendi þetta líka skilaboð. „Um að við ætlum ekki að láta Ísland vera veikan hlekk hvað varðar skipulögð brot. Þegar að menn finna að viðbragðið er til staðar hefur það líka áhrif á það hverjir sækjast eftir því að koma hingað til lands, og það er auðvitað tilgangurinn.“ Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þorbjörg bendir í þessu samhengi á reynslu landa í kringum okkur, Svíþjóð og Danmörku sem dæmi, og sé horft til þeirra gefi það fulla ástæðu til að hafa varann á. Um helgina hafi ástæður verið til viðbragða og það hafi verið skynsamlegt og í samræmi við aðstæður. „Það er sérstaklega fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þessi orð eru ekki upp á punt. Ég sem dómsmálaráðherra er algjörlega markviss í því að við erum að taka ákveðin skref, við erum að taka markviss skref og við ætlum okkur að hafa yfirhöndina þegar við erum að tala um skipulagða glæpahópa. Það er ekki flóknara en svo.“ Spurð hvort hún sé þetta ein af stærstu ógnunum sem steðji að Íslandi segir hún stjórnvöld vera að horfa á öryggi og varnir og landamæri og í samhengi við afbrot sé stríðið við skipulagða glæpahópa eitt stærsta varnarmálið. Spurð um það að Albanir sem tilheyri slíkum glæpahópum komi til landsins á grískum vegabréfum segist Þorbjörg aðeins getað talað almennt um þessi mál. Hún segir stjórnvöld markviss í aðgerðum sínum um landamæri og þau hafi eflt löggæslu á Suðurnesjum í því samhengi. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir koma hingað til lands og hafa yfirsýn yfir það og auðvitað eru skilríki algjört lykilatriði í þeim efnum.“ Varðandi það að heimilt verði að vísa erlendum síbrotamönnum úr landi segist hún eiga í reglulegum samtölum við lögreglustjóra víða um land og það sé með mikilli blessun hennar að þetta verði gert. Hún segir lögreglu vinna sína vinnu vel og það sé fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar. „Við viljum fara hart, við viljum fara fast í skipulagða glæpi. Lögregla er að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda og er að vinna gott og mikið starf á hverjum degi og það ratar ekki allt í fjölmiðla.“ Brottvísanir síbrotamanna sendi skýr skilaboð Þorbjörg segir að með því að gera þessar brottvísanir mögulegar sé hægt að létta á réttarvörslu- og fangelsiskerfinu. Á sama tíma sendi þetta líka skilaboð. „Um að við ætlum ekki að láta Ísland vera veikan hlekk hvað varðar skipulögð brot. Þegar að menn finna að viðbragðið er til staðar hefur það líka áhrif á það hverjir sækjast eftir því að koma hingað til lands, og það er auðvitað tilgangurinn.“
Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira