Viðskipti innlent

Tekur við sem fram­kvæmda­stjóri verk­fræðis­viðs Corip­harma

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Ágúst Einarsson.
Sigurður Ágúst Einarsson.

Sigurður Ágúst Einarsson hefur verið ráðinn í nýja stöðu framkvæmdastjóra verkfræðisviðs Coripharma.

Í tilkynningu segir að nýja staðan feli í sér ábyrgð á að allur vélbúnaður, hugbúnaður, framleiðslukerfi, innviðir og fasteignir, þar á meðal viðhald og stöðugar umbætur, séu til staðar til að styðja við ört vaxandi lyfjaþróun og framleiðslu. 

„Að auki mun verkfræðisvið veita forystu í öryggis-, heilsu- og umhverfismálum. Sigurður tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Sigurður kemur með tuttugu ára reynslu af stjórnun tæknimála fyrir stór innlend iðnfyrirtæki s.s. Alcoa Fjarðarál, Icelandair og nú síðast JBT Marel. Hann er með B.Sc. próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráður í framleiðsluverkfræði og stjórnun frá Royal Institute of Technology í Stokkhólmi og í efnisfræði frá Norwegian University of Science and Technology í Þrándheimi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×