Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2025 21:54 Um er að ræða aðra árásina á meinta fíkniefnasmyglara á skömmum tíma. AP Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. Trump greinir frá aðgerðinni á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, og á X. „Árásin var gerð þegar fíkniefnahryðjuverkamenn frá Venesúela voru á alþjóðahafsvæði að flytja ólögleg fíkniefni (BANVÆNT VOPN SEM EITRAR FYRIR BANDARÍKJAMÖNNUM) til Bandaríkjanna,“ segir Trump í færslunni. Hann segir fíkniefnaflutninga af þessu tagi mikla ógn við þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagsmuni Bandaríkjanna. Þrír „hryðjuverkamenn“ hafi fallið í árásinni og engum hermanni Bandaríkjahers hafi orðið meint af. pic.twitter.com/CvQdkW76Y7— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 15, 2025 Trump greindi frá því í byrjun mánaðar að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu féllu í þeirri árás en þeir eru sagðir hafa verið um borð á vegum venesúelsku fíkniefnasamtakanna Tren de Arague. Ekki kemur fram í færslu Trump hvort báturinn sem herinn hæfði í dag væri frá sömu samtökum. New York Times segir frá því að fyrirliggjandi gögn bendi til þess að bátnum, sem var grandaður fyrr í mánuðinum, hafi verið snúið við áður en herinn hóf að skjóta á hann. Áhöfnin hafi uppgötvað að herflugvélar fylgdust með ferðum bátsins og haldið til baka. Lögspekingar vestanhafs hafa sagt aðgerðina ólögmæta og að Trump hafi ekki valdheimildir til að mæta meintum fíkniefnasmyglurum með þessum hætti þar sem ekki hafi stafað nægileg ógn af þeim. Þá vegi þau rök þungt að báturinn virtist þegar hafa snúið við þegar árásin var gerð. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Trump greinir frá aðgerðinni á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, og á X. „Árásin var gerð þegar fíkniefnahryðjuverkamenn frá Venesúela voru á alþjóðahafsvæði að flytja ólögleg fíkniefni (BANVÆNT VOPN SEM EITRAR FYRIR BANDARÍKJAMÖNNUM) til Bandaríkjanna,“ segir Trump í færslunni. Hann segir fíkniefnaflutninga af þessu tagi mikla ógn við þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagsmuni Bandaríkjanna. Þrír „hryðjuverkamenn“ hafi fallið í árásinni og engum hermanni Bandaríkjahers hafi orðið meint af. pic.twitter.com/CvQdkW76Y7— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 15, 2025 Trump greindi frá því í byrjun mánaðar að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu féllu í þeirri árás en þeir eru sagðir hafa verið um borð á vegum venesúelsku fíkniefnasamtakanna Tren de Arague. Ekki kemur fram í færslu Trump hvort báturinn sem herinn hæfði í dag væri frá sömu samtökum. New York Times segir frá því að fyrirliggjandi gögn bendi til þess að bátnum, sem var grandaður fyrr í mánuðinum, hafi verið snúið við áður en herinn hóf að skjóta á hann. Áhöfnin hafi uppgötvað að herflugvélar fylgdust með ferðum bátsins og haldið til baka. Lögspekingar vestanhafs hafa sagt aðgerðina ólögmæta og að Trump hafi ekki valdheimildir til að mæta meintum fíkniefnasmyglurum með þessum hætti þar sem ekki hafi stafað nægileg ógn af þeim. Þá vegi þau rök þungt að báturinn virtist þegar hafa snúið við þegar árásin var gerð.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira