Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2025 11:42 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir ætlar að láta gott heita í borgarmálunum eftir kjörtímabilið, sem lýkur í maí á næsta ári. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir vendingar í febrúar síðastliðnum, þegar Viðreisn endaði utan meirihluta, ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram í komandi kosningum. Hún útilokar ekki frekari afskipti af stjórnmálum þegar fram líða stundir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurborg, greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Kosningar nálgist hratt Í samtali fréttastofu segir Þórdís að sér hafi þótt mikilvægt að kynna ákvörðunina með góðum fyrirvara. „Þannig að flokkurinn og kollegar mínir gætu byrjað að endurskoða uppröðun fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta nálgast hratt og ég finn alveg að það er verið að spá og spegulera í borgarstjórnarkosningunum nú þegar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Í lok kjörtímabils mun hún hafa gegnt embætti borgarfulltrúa fyrir Viðreisn í tvö kjörtímabil. „Mér finnst átta ár nægur tími. Ég hef unnið eftir því að skipta um vettvang á átta til tólf ára fresti. Nú er bara komið að nýjum kafla.“ Ekki liggi fyrir hvort Viðreisn fari í prófkjör í borginni, uppstillingu eða valið verði á lista með öðrum hætti. Vendingar í febrúar hafi engin áhrif Viðreisn var í meirihluta í borginni frá kosningum 2018, þar til í febrúar 2025, þegar Einar Þorsteinsson þáverandi borgarstjóri Framsóknar sleit samstarfi við Viðreisn, Pírata og Samfylkingu. Í kjölfarið bauð hann Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins til viðræðna sem báru ekki árangur. Viðreisn hefur síðan verið í minnihluta í borginni. Hefur það einhver áhrif á ákvörðun þína eða stöðu þína innan flokksins? „Nei, nei. Það hefur engin áhrif á þetta. Þetta er bara persónuleg ákvörðun sem ég er að taka fyrir mitt líf. Nú þarf ég, og þurfum við öll sem erum í borgarstjórn á þessum tímapunkti, að átta okkur á því hvort við viljum fara áfram. Ég var bara mjög hreinskilin með það að ég held að þetta sé bara orðið fínt.“ Til greina komi að halda áfram í stjórnmálum, þrátt fyrir að tímanum í borgarmálunum sé að ljúka. „Ég mun alveg halda áfram starfi innan Viðreisnar, og það er allt opið í áframhaldandi pólitík, það verður bara að koma í ljós.“ Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurborg, greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Kosningar nálgist hratt Í samtali fréttastofu segir Þórdís að sér hafi þótt mikilvægt að kynna ákvörðunina með góðum fyrirvara. „Þannig að flokkurinn og kollegar mínir gætu byrjað að endurskoða uppröðun fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta nálgast hratt og ég finn alveg að það er verið að spá og spegulera í borgarstjórnarkosningunum nú þegar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Í lok kjörtímabils mun hún hafa gegnt embætti borgarfulltrúa fyrir Viðreisn í tvö kjörtímabil. „Mér finnst átta ár nægur tími. Ég hef unnið eftir því að skipta um vettvang á átta til tólf ára fresti. Nú er bara komið að nýjum kafla.“ Ekki liggi fyrir hvort Viðreisn fari í prófkjör í borginni, uppstillingu eða valið verði á lista með öðrum hætti. Vendingar í febrúar hafi engin áhrif Viðreisn var í meirihluta í borginni frá kosningum 2018, þar til í febrúar 2025, þegar Einar Þorsteinsson þáverandi borgarstjóri Framsóknar sleit samstarfi við Viðreisn, Pírata og Samfylkingu. Í kjölfarið bauð hann Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins til viðræðna sem báru ekki árangur. Viðreisn hefur síðan verið í minnihluta í borginni. Hefur það einhver áhrif á ákvörðun þína eða stöðu þína innan flokksins? „Nei, nei. Það hefur engin áhrif á þetta. Þetta er bara persónuleg ákvörðun sem ég er að taka fyrir mitt líf. Nú þarf ég, og þurfum við öll sem erum í borgarstjórn á þessum tímapunkti, að átta okkur á því hvort við viljum fara áfram. Ég var bara mjög hreinskilin með það að ég held að þetta sé bara orðið fínt.“ Til greina komi að halda áfram í stjórnmálum, þrátt fyrir að tímanum í borgarmálunum sé að ljúka. „Ég mun alveg halda áfram starfi innan Viðreisnar, og það er allt opið í áframhaldandi pólitík, það verður bara að koma í ljós.“
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira