Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 10:00 Brian Kilmeade er einn af stjórnendum Fox & Friends, sem ku vera einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna. AP/Ted Shaffrey Brian Kilmead, einn stjórnenda Fox & Friends, hefur beðist afsökunar eftir að hann kallaði eftir því að heimilislaust fólk sem á við geðræn vandamál að stríða yrði aflífað. Hann segir ummæli sín hafa verið „einstaklega kaldranaleg“. Í þætti Fox & Friends á miðvikudaginn í síðustu viku voru þau Kilmeade, Lawrence Jones og Ainsley Earhardt, stjórnendur morgunþáttarins, að ræða morðið á Irynu Zarutska, sem var stungin til bana í lest í Charlotte í Norður-Karólínu í síðasta mánuði. Hún var stungin af heimilislausum manni sem hefur lengi glímt við geðræn vandamál og er með langan brotaferil. Í þættinum var Jones, samkvæmt AP fréttaveitunni, að tala um það að fangelsa ætti veikt og heimilislaust fólk sem neitaði að þiggja aðstoð. Það væri ekki hægt að bjóða þeim valkost. Annað hvort fengju þau aðstoð eða yrðu læst inni. „Þannig þarf það að vera núna,“ sagði Jones. Þá bætti Kilmeade við: „Eða aftaka með sprautu eða eitthvað. Drepa þau bara.“ Fox & Friends eru sagðir vera einhverjir vinsælustu sjónarpsþættir Bandaríkjanna. Kilmeade var harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli og baðst hann afsökunar á þeim í gær. Þá mætti hann í helgarþátt Fox & Friends í gær og baðst afsökunar. Kilmeade sagði það hafa verið rangt af sér að segja að réttast væri að drepa heimilislaust fólk og kallaði ummæli sín „einstaklega kaldranaleg“. Hann sagðist „augljóslega“ vera meðvitaður um að allir veikir og heimilislausir hegðuðu sér ekki eins og morðinginn í Norður-Karólínu og að margir heimilislausir ættu samúð og samkennd skilda. .@kilmeade apologized for his comments about homeless people getting lethal injections this morning on Fox & Friends, saying "so many homeless people deserve our empathy and compassion."Here's the clip of his apology 👇 https://t.co/XMuRlYM5i4 pic.twitter.com/SqKq1QmBAc— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2025 Bandaríkin Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Í þætti Fox & Friends á miðvikudaginn í síðustu viku voru þau Kilmeade, Lawrence Jones og Ainsley Earhardt, stjórnendur morgunþáttarins, að ræða morðið á Irynu Zarutska, sem var stungin til bana í lest í Charlotte í Norður-Karólínu í síðasta mánuði. Hún var stungin af heimilislausum manni sem hefur lengi glímt við geðræn vandamál og er með langan brotaferil. Í þættinum var Jones, samkvæmt AP fréttaveitunni, að tala um það að fangelsa ætti veikt og heimilislaust fólk sem neitaði að þiggja aðstoð. Það væri ekki hægt að bjóða þeim valkost. Annað hvort fengju þau aðstoð eða yrðu læst inni. „Þannig þarf það að vera núna,“ sagði Jones. Þá bætti Kilmeade við: „Eða aftaka með sprautu eða eitthvað. Drepa þau bara.“ Fox & Friends eru sagðir vera einhverjir vinsælustu sjónarpsþættir Bandaríkjanna. Kilmeade var harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli og baðst hann afsökunar á þeim í gær. Þá mætti hann í helgarþátt Fox & Friends í gær og baðst afsökunar. Kilmeade sagði það hafa verið rangt af sér að segja að réttast væri að drepa heimilislaust fólk og kallaði ummæli sín „einstaklega kaldranaleg“. Hann sagðist „augljóslega“ vera meðvitaður um að allir veikir og heimilislausir hegðuðu sér ekki eins og morðinginn í Norður-Karólínu og að margir heimilislausir ættu samúð og samkennd skilda. .@kilmeade apologized for his comments about homeless people getting lethal injections this morning on Fox & Friends, saying "so many homeless people deserve our empathy and compassion."Here's the clip of his apology 👇 https://t.co/XMuRlYM5i4 pic.twitter.com/SqKq1QmBAc— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2025
Bandaríkin Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira