Sungið og sungið í Tungnaréttum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2025 20:05 Sungið af mikilli innlifun í Tungnaréttum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf. Það er stór réttarhelgi á Suðurlandi og allir í hátíðaskapi. Lömbin koma væn af fjalli og bændur alsælir með sumarið. Fjöldi fólks mætti í Hrunaréttir í gær eins og alltaf og kepptust bændur og þeirra fólk við að draga féð í sína dilka. „Þetta er bara gleðidagur, það er gott veður og féð er vænt og allir kátir held ég. Lömbin eru frekar góð í ár enda er þetta er búið að vera gott sumar, það er búið að vera hlýtt og rigningasamt,” segir Jón Bjarnason, fjallkóngur Hrunamanna. Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna með dóttir sína, Ólöfu Björk, tveggja ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki skemmtilegt í réttunum? „Jú, það er helvíti gaman. Það er skemmtilegast að draga rollurnar og reka svo heim,” segir Steinn Steinar Steinarsson, væntanlegur sauðfjárbóndi. Ætlar þú kannski að verða sauðfjárbóndi? „Nei, ekki alveg.” En hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Kúabóndi,” segir Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára væntanlegur kúabóndi, sem var í Hrunaréttum. Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára, sem ætlar sér að verða kúabóndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Skeiðamanna í Reykjaréttum í morgun segir féð koma vænt og fallegt af fjalli þetta haustið. „Mér líst bara vel á þetta, féð er fallegt og leitirnar gengu mjög vel. Þetta gæti verið kringum fimm þúsund fjár í réttunum,“ segir Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur. Ágúst Ingi Ketilsson, annar af fjallkóngum Reykjarétta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líka góð stemning í Tungnaréttum í morgun, ótrúlega mikið af fólki og allir í svo góðu skapi enda stór og mikill og stór hátíðisdagur í sveitinni. Einkennislag Tungurétta og Tungnamanna var að sjálfsögðu sungið í réttunum, Kristján í Stekkholti, hvað annað. Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sauðfé Landbúnaður Réttir Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Það er stór réttarhelgi á Suðurlandi og allir í hátíðaskapi. Lömbin koma væn af fjalli og bændur alsælir með sumarið. Fjöldi fólks mætti í Hrunaréttir í gær eins og alltaf og kepptust bændur og þeirra fólk við að draga féð í sína dilka. „Þetta er bara gleðidagur, það er gott veður og féð er vænt og allir kátir held ég. Lömbin eru frekar góð í ár enda er þetta er búið að vera gott sumar, það er búið að vera hlýtt og rigningasamt,” segir Jón Bjarnason, fjallkóngur Hrunamanna. Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna með dóttir sína, Ólöfu Björk, tveggja ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað segir þú, er ekki skemmtilegt í réttunum? „Jú, það er helvíti gaman. Það er skemmtilegast að draga rollurnar og reka svo heim,” segir Steinn Steinar Steinarsson, væntanlegur sauðfjárbóndi. Ætlar þú kannski að verða sauðfjárbóndi? „Nei, ekki alveg.” En hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Kúabóndi,” segir Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára væntanlegur kúabóndi, sem var í Hrunaréttum. Grétar Dagur Hlynsson, 7 ára, sem ætlar sér að verða kúabóndi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Skeiðamanna í Reykjaréttum í morgun segir féð koma vænt og fallegt af fjalli þetta haustið. „Mér líst bara vel á þetta, féð er fallegt og leitirnar gengu mjög vel. Þetta gæti verið kringum fimm þúsund fjár í réttunum,“ segir Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur. Ágúst Ingi Ketilsson, annar af fjallkóngum Reykjarétta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líka góð stemning í Tungnaréttum í morgun, ótrúlega mikið af fólki og allir í svo góðu skapi enda stór og mikill og stór hátíðisdagur í sveitinni. Einkennislag Tungurétta og Tungnamanna var að sjálfsögðu sungið í réttunum, Kristján í Stekkholti, hvað annað.
Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sauðfé Landbúnaður Réttir Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira