Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 12:02 Lamine Yamal brosmildur í landsleiknum gegn Tyrklandi, sem Spánn vann 6-0. Getty/Ahmad Mora Hansi Flick, þjálfari Barcelona, er hundóánægður með meðferðina sem hinn ungi Lamine Yamal fékk hjá spænska landsliðinu í nýafstöðnu landsleikjahléi. Yamal var ekki með á æfingu Börsunga í dag vegna bakmeiðsla og Flick staðfesti svo á blaðamannafundi að þessi 18 ára stjörnuleikmaður yrði ekki með gegn Valencia á morgun. Mögulega missir hann einnig af fyrsta leiknum í Meistaradeild Evrópu, gegn Newcastle á fimmtudagskvöld. Flick kennir landsliðsþjálfara Spánverja, Luis de la Fuente, um stöðuna. Yamal átti samtals þrjár stoðsendingar í 3-0 og 6-0 útisigrum gegn Búlgaríu og Tyrklandi, 4. og 7. september. „Hann [Yamal] spilaði með landsliðinu þrátt fyrir að finna fyrir sársauka og fékk verkjalyf til að geta spilað. Hann spilaði 79 og 73 mínútur með þessi eymsli og án þess að æfa á milli leikja. Þarna er ekki verið að hugsa um hag leikmannanna,“ sagði Flick við blaðamenn. „Mér finnst spænska landsliðið vera með frábæran hóp, bestu leikmenn heims, en þeir passa ekki upp á leikmennina og það hryggir mig,“ sagði Flick. 🚨⚠️ Lamine Yamal will miss tomorrow’s game and can be also out vs Newcastle.Hansi Flick: “Spain gave him painkillers and even when they were winning they made him play. This is not taking care of the players. I'm very sad about this”. pic.twitter.com/MsjsyDOA3J— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2025 Hann var svo spurður að því hvort hann hefði rætt málið við spænska landsliðsþjálfarann: „Ég hef aldrei talað við hann, bara skipst á skilaboðum. Spænskan mín er ekki mjög góð og ekki heldur enskan hans, en þegar allt kemur til alls þá gætu samskiptin verið betri. Við erum ekki bara með einn leikmann, þeir eru fleiri,“ sagði Flick. „Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur og samskiptin við félagsliðin verða að vera góð,“ bætti han við. HM 2026 í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Yamal var ekki með á æfingu Börsunga í dag vegna bakmeiðsla og Flick staðfesti svo á blaðamannafundi að þessi 18 ára stjörnuleikmaður yrði ekki með gegn Valencia á morgun. Mögulega missir hann einnig af fyrsta leiknum í Meistaradeild Evrópu, gegn Newcastle á fimmtudagskvöld. Flick kennir landsliðsþjálfara Spánverja, Luis de la Fuente, um stöðuna. Yamal átti samtals þrjár stoðsendingar í 3-0 og 6-0 útisigrum gegn Búlgaríu og Tyrklandi, 4. og 7. september. „Hann [Yamal] spilaði með landsliðinu þrátt fyrir að finna fyrir sársauka og fékk verkjalyf til að geta spilað. Hann spilaði 79 og 73 mínútur með þessi eymsli og án þess að æfa á milli leikja. Þarna er ekki verið að hugsa um hag leikmannanna,“ sagði Flick við blaðamenn. „Mér finnst spænska landsliðið vera með frábæran hóp, bestu leikmenn heims, en þeir passa ekki upp á leikmennina og það hryggir mig,“ sagði Flick. 🚨⚠️ Lamine Yamal will miss tomorrow’s game and can be also out vs Newcastle.Hansi Flick: “Spain gave him painkillers and even when they were winning they made him play. This is not taking care of the players. I'm very sad about this”. pic.twitter.com/MsjsyDOA3J— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2025 Hann var svo spurður að því hvort hann hefði rætt málið við spænska landsliðsþjálfarann: „Ég hef aldrei talað við hann, bara skipst á skilaboðum. Spænskan mín er ekki mjög góð og ekki heldur enskan hans, en þegar allt kemur til alls þá gætu samskiptin verið betri. Við erum ekki bara með einn leikmann, þeir eru fleiri,“ sagði Flick. „Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur og samskiptin við félagsliðin verða að vera góð,“ bætti han við.
HM 2026 í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira