Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 12:02 Lamine Yamal brosmildur í landsleiknum gegn Tyrklandi, sem Spánn vann 6-0. Getty/Ahmad Mora Hansi Flick, þjálfari Barcelona, er hundóánægður með meðferðina sem hinn ungi Lamine Yamal fékk hjá spænska landsliðinu í nýafstöðnu landsleikjahléi. Yamal var ekki með á æfingu Börsunga í dag vegna bakmeiðsla og Flick staðfesti svo á blaðamannafundi að þessi 18 ára stjörnuleikmaður yrði ekki með gegn Valencia á morgun. Mögulega missir hann einnig af fyrsta leiknum í Meistaradeild Evrópu, gegn Newcastle á fimmtudagskvöld. Flick kennir landsliðsþjálfara Spánverja, Luis de la Fuente, um stöðuna. Yamal átti samtals þrjár stoðsendingar í 3-0 og 6-0 útisigrum gegn Búlgaríu og Tyrklandi, 4. og 7. september. „Hann [Yamal] spilaði með landsliðinu þrátt fyrir að finna fyrir sársauka og fékk verkjalyf til að geta spilað. Hann spilaði 79 og 73 mínútur með þessi eymsli og án þess að æfa á milli leikja. Þarna er ekki verið að hugsa um hag leikmannanna,“ sagði Flick við blaðamenn. „Mér finnst spænska landsliðið vera með frábæran hóp, bestu leikmenn heims, en þeir passa ekki upp á leikmennina og það hryggir mig,“ sagði Flick. 🚨⚠️ Lamine Yamal will miss tomorrow’s game and can be also out vs Newcastle.Hansi Flick: “Spain gave him painkillers and even when they were winning they made him play. This is not taking care of the players. I'm very sad about this”. pic.twitter.com/MsjsyDOA3J— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2025 Hann var svo spurður að því hvort hann hefði rætt málið við spænska landsliðsþjálfarann: „Ég hef aldrei talað við hann, bara skipst á skilaboðum. Spænskan mín er ekki mjög góð og ekki heldur enskan hans, en þegar allt kemur til alls þá gætu samskiptin verið betri. Við erum ekki bara með einn leikmann, þeir eru fleiri,“ sagði Flick. „Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur og samskiptin við félagsliðin verða að vera góð,“ bætti han við. HM 2026 í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Yamal var ekki með á æfingu Börsunga í dag vegna bakmeiðsla og Flick staðfesti svo á blaðamannafundi að þessi 18 ára stjörnuleikmaður yrði ekki með gegn Valencia á morgun. Mögulega missir hann einnig af fyrsta leiknum í Meistaradeild Evrópu, gegn Newcastle á fimmtudagskvöld. Flick kennir landsliðsþjálfara Spánverja, Luis de la Fuente, um stöðuna. Yamal átti samtals þrjár stoðsendingar í 3-0 og 6-0 útisigrum gegn Búlgaríu og Tyrklandi, 4. og 7. september. „Hann [Yamal] spilaði með landsliðinu þrátt fyrir að finna fyrir sársauka og fékk verkjalyf til að geta spilað. Hann spilaði 79 og 73 mínútur með þessi eymsli og án þess að æfa á milli leikja. Þarna er ekki verið að hugsa um hag leikmannanna,“ sagði Flick við blaðamenn. „Mér finnst spænska landsliðið vera með frábæran hóp, bestu leikmenn heims, en þeir passa ekki upp á leikmennina og það hryggir mig,“ sagði Flick. 🚨⚠️ Lamine Yamal will miss tomorrow’s game and can be also out vs Newcastle.Hansi Flick: “Spain gave him painkillers and even when they were winning they made him play. This is not taking care of the players. I'm very sad about this”. pic.twitter.com/MsjsyDOA3J— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2025 Hann var svo spurður að því hvort hann hefði rætt málið við spænska landsliðsþjálfarann: „Ég hef aldrei talað við hann, bara skipst á skilaboðum. Spænskan mín er ekki mjög góð og ekki heldur enskan hans, en þegar allt kemur til alls þá gætu samskiptin verið betri. Við erum ekki bara með einn leikmann, þeir eru fleiri,“ sagði Flick. „Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur og samskiptin við félagsliðin verða að vera góð,“ bætti han við.
HM 2026 í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira