Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2025 08:11 Eftir fjögurra ára vaxtarskeið frá 2021 er samdráttur hafinn í byggingariðnaði samkvæmt greiningu SI. Vísir/Anton Brink Samdráttur er hafinn í byggingariðnaði eftir fjögurra ára samfellt vaxtarskeið og við blasir mögulegur efnahagslegur vítahringur vegna sveiflna í greininni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á stöðu í byggingariðnaði sem byggir meðal annars á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. Samtökin vænta þess að um sautján prósent samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Samdrátturinn felst meðal annars í fækkun starfa, minni innflutningi byggingarefna og fjöldi íbúða í byggingu er að dragast saman. Efnahagsáhætta og bein áhrif á hagvöxt „Niðursveiflan í byggingariðnaðinum hefur bein áhrif á hagvöxt, sem mældist aðeins 0,3% á fyrri helmingi ársins eftir samdrátt í fyrra. Efnahagsáhætta fylgir miklum sveiflum í greininni. Slíkar sveiflur skapa efnahagslegan vítahring þar sem samdráttur í dag býr til skort á íbúðum og lakari innviði á morgun, sem aftur leiðir af sér minni framleiðni, lakari samkeppnishæfni, verðbólgu og hærri vexti,“ segir meðal annars í skýrslu SI um efnið sem birtist í dag. Um sé að ræða eina af undirstöðugreinum íslensks efnahagslífs, sem hafi töluvert vægi á verðmætasköpun sem og á vinnumarkaði, bæði með beinum og óbeinum hætti. Velta í byggingariðnaði og mannvirkjagerð nam um 660 milljörðum í fyrra sem jafngildir rúmlega 9% af heildarveltu í hagkerfinu. Sé þetta borið saman við veltuna á fyrri hluta þessa árs má merkja sem nemur 2% samdrætti að raunvirði á sama tímabili í fyrra. Úr skýrslu SI um samdrátt í byggingariðnaði.Samtök iðnaðarins „Þetta er í fyrsta sinn síðan 2021 sem samdráttur mælist í veltu greinarinnar, en á sama tíma í fyrra jókst veltan um 8%,“ segir í skýrslunni. Athygli vekur einnig að samdrátturinn reynist mestur í þeim hluta greinarinnar sem snýr að byggingu húsnæðis, bæði íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Þá hefur störfum í greininni fækkað nokkuð. Alls hafi starfað rúmlega tuttugu þúsund einstaklingar í greininni í júlí á þessu ári, sem jafnframt nemur um 9% af heildarvinnuafli á íslenskum vinnumarkaði. Starfandi í greininni hefur einnig fækkað í fyrsta sinn frá árinu 2021 en fækkun starfa mælist 1% á milli ára sé horft til júlímánaðar á þessu ári og í fyrra. Gröfin sýna þróunina hvað lýtur að fjölda starfandi í byggingariðnaði.Samtök iðnaðarins Greiningin varpar einnig ljósi á samdrátt í innflutningi byggingarefna. „Samdrátturinn í magni á innfluttu timbri nam 34% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs frá sama tíma í fyrra. Í krossviði var samdrátturinn minni, eða 23%, og í spóna- og byggingarplötum var hann rúmlega 10%,“ segir meðal annars um þetta efni í skýrlsunni. „Umtalsverður“ samdráttur í uppbyggingu íbúða Þá sýnir grafið hér að neðan glögglega hvernig fjöldi íbúða í byggingu virðist vera að dragast saman samkvæmt úttektinni. Þróunin getur skapað efnahagslegan vítahring að mati SI.Samtök iðnaðarins „Samkvæmt mælaborði HMS eru nú rúmlega 5.500 íbúðir í byggingu, en þær voru um 6.200 í júní síðastliðinn. Samkvæmt talningu HMS á íbúðum í byggingu voru þær tæplega 8.800 í mars 2023 en komnar niður í 7.200 í mars síðastliðinn. Ný talning HMS fyrir september verður kynnt nú í lok september en vænta má að þær tölur sýni áframhaldandi samdrátt,“ segir til að mynda í skýrslunni. Samhliða þessu hafi dregið úr fjölda nýrra íbúða sem komið hafa inn á markaðinn, en samkvæmt könnun sem samtökin gerðu í sumar má vænta þess að 17 % samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Háir vextir og lóðaskortur meðal sökudólga Í niðurlagi skýrslunnar er gerð grein fyrir líklegum ástæðum samdráttarins sem reifaður hefur verið hér að ofan. Hann megi meðal annars rekja til hárra stýrivaxta sem hafi bæði áhrif á íbúðakaupendur og fjármögnun íbúðauppbyggingar hjá greininni. Þar að auki sé byggingarkostnaður hár auk þess sem „seinagangur í skipulagsmálum sveitarfélaga“ hjálpi ekki til. Þá hafi lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu iðnaðarmanna haft þau áhrif að dregið hafi úr uppbyggingu íbúða að því er segir í skýrslu SI. Í ofanálag bætist síðan „flókin og íþyngjandi byggingarreglugerð.“ „Stærsta hindrunin í vegi fyrir aukinni uppbyggingu hefur hins vegar verið skortur á byggingarhæfum lóðum á viðráðanlegu verði og langur og óskilvirkur ferill við skipulags- og byggingarleyfi hjá sveitarfélögum,“ segir að lokum í skýrslunni. Byggingariðnaður Húsnæðismál Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Samdrátturinn felst meðal annars í fækkun starfa, minni innflutningi byggingarefna og fjöldi íbúða í byggingu er að dragast saman. Efnahagsáhætta og bein áhrif á hagvöxt „Niðursveiflan í byggingariðnaðinum hefur bein áhrif á hagvöxt, sem mældist aðeins 0,3% á fyrri helmingi ársins eftir samdrátt í fyrra. Efnahagsáhætta fylgir miklum sveiflum í greininni. Slíkar sveiflur skapa efnahagslegan vítahring þar sem samdráttur í dag býr til skort á íbúðum og lakari innviði á morgun, sem aftur leiðir af sér minni framleiðni, lakari samkeppnishæfni, verðbólgu og hærri vexti,“ segir meðal annars í skýrslu SI um efnið sem birtist í dag. Um sé að ræða eina af undirstöðugreinum íslensks efnahagslífs, sem hafi töluvert vægi á verðmætasköpun sem og á vinnumarkaði, bæði með beinum og óbeinum hætti. Velta í byggingariðnaði og mannvirkjagerð nam um 660 milljörðum í fyrra sem jafngildir rúmlega 9% af heildarveltu í hagkerfinu. Sé þetta borið saman við veltuna á fyrri hluta þessa árs má merkja sem nemur 2% samdrætti að raunvirði á sama tímabili í fyrra. Úr skýrslu SI um samdrátt í byggingariðnaði.Samtök iðnaðarins „Þetta er í fyrsta sinn síðan 2021 sem samdráttur mælist í veltu greinarinnar, en á sama tíma í fyrra jókst veltan um 8%,“ segir í skýrslunni. Athygli vekur einnig að samdrátturinn reynist mestur í þeim hluta greinarinnar sem snýr að byggingu húsnæðis, bæði íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Þá hefur störfum í greininni fækkað nokkuð. Alls hafi starfað rúmlega tuttugu þúsund einstaklingar í greininni í júlí á þessu ári, sem jafnframt nemur um 9% af heildarvinnuafli á íslenskum vinnumarkaði. Starfandi í greininni hefur einnig fækkað í fyrsta sinn frá árinu 2021 en fækkun starfa mælist 1% á milli ára sé horft til júlímánaðar á þessu ári og í fyrra. Gröfin sýna þróunina hvað lýtur að fjölda starfandi í byggingariðnaði.Samtök iðnaðarins Greiningin varpar einnig ljósi á samdrátt í innflutningi byggingarefna. „Samdrátturinn í magni á innfluttu timbri nam 34% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs frá sama tíma í fyrra. Í krossviði var samdrátturinn minni, eða 23%, og í spóna- og byggingarplötum var hann rúmlega 10%,“ segir meðal annars um þetta efni í skýrlsunni. „Umtalsverður“ samdráttur í uppbyggingu íbúða Þá sýnir grafið hér að neðan glögglega hvernig fjöldi íbúða í byggingu virðist vera að dragast saman samkvæmt úttektinni. Þróunin getur skapað efnahagslegan vítahring að mati SI.Samtök iðnaðarins „Samkvæmt mælaborði HMS eru nú rúmlega 5.500 íbúðir í byggingu, en þær voru um 6.200 í júní síðastliðinn. Samkvæmt talningu HMS á íbúðum í byggingu voru þær tæplega 8.800 í mars 2023 en komnar niður í 7.200 í mars síðastliðinn. Ný talning HMS fyrir september verður kynnt nú í lok september en vænta má að þær tölur sýni áframhaldandi samdrátt,“ segir til að mynda í skýrslunni. Samhliða þessu hafi dregið úr fjölda nýrra íbúða sem komið hafa inn á markaðinn, en samkvæmt könnun sem samtökin gerðu í sumar má vænta þess að 17 % samdráttur verði í fjölda íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Háir vextir og lóðaskortur meðal sökudólga Í niðurlagi skýrslunnar er gerð grein fyrir líklegum ástæðum samdráttarins sem reifaður hefur verið hér að ofan. Hann megi meðal annars rekja til hárra stýrivaxta sem hafi bæði áhrif á íbúðakaupendur og fjármögnun íbúðauppbyggingar hjá greininni. Þar að auki sé byggingarkostnaður hár auk þess sem „seinagangur í skipulagsmálum sveitarfélaga“ hjálpi ekki til. Þá hafi lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu iðnaðarmanna haft þau áhrif að dregið hafi úr uppbyggingu íbúða að því er segir í skýrslu SI. Í ofanálag bætist síðan „flókin og íþyngjandi byggingarreglugerð.“ „Stærsta hindrunin í vegi fyrir aukinni uppbyggingu hefur hins vegar verið skortur á byggingarhæfum lóðum á viðráðanlegu verði og langur og óskilvirkur ferill við skipulags- og byggingarleyfi hjá sveitarfélögum,“ segir að lokum í skýrslunni.
Byggingariðnaður Húsnæðismál Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira