Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. september 2025 14:04 Sara Rut Arnardóttir er listrænn stjórnandi Improv Ísland. Vísir/Anton Brink Nýr listrænn stjórnandi spunaleikhópsins Improv Ísland segir sig sjálfa vera eins konar listrænn skipulagspésa. Eftir að hafa fellt tár í fyrsta skipti sem hún prófaði spunaleik er hún mætt í listrænt teymi heils spunasamfélags. „Ég elska að vinna með þessum fiðrildum og reyna að finna dansinn með listrænum fólki og skipulagi. Ég tel list þurfa skipulag, annars virkar það ekki,“ segir Sara Rut Arnardóttir, listrænn stjórnandi Improv Ísland, en hún tók til starfa nú í sumar. Improv Ísland, sem ævinlega er með sýningar á miðvikudagskvöldum í Þjóðleikhúsinu, er bæði sýningarhópur en einnig eins konar samfélag áhugamanna um spunaleik að sögn Söru. Félagið býður upp á námskeið þar sem allir geta prófað að spreyta sig á spunaleik. „Það er mjög mikil umhyggja og hlýja innan félagsins og ég er mjög ánægð með það,“ segir hún. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að vera partur af hópi sem er til þess að láta fólk hlæja og hafa gaman. Að vera komin inn í það og þessa sköpun, mér finnst það mjög skemmtilegt.“ Grét í fyrstu spunakennslunni Sara Rut er menntaður leikari en tók sín fyrstu skref í spunaleik í Götuleikhúsinu. „Ég byrjaði í Götuleikhúsinu 2017 eða 2018 og í því var leikstjóri sem heitir Ólafur Ásgeirsson. Hann var og er einn af Improv-leikurunum sem hefur verið hvað lengst og hann tók okkur í smá svona spunakennslu í Götuleikhúsinu. Ég fraus bara uppi á sviði og fór að grenja,“ segir Sara Rut, með glott á vör. „Mér leið ótrúlega illa. Ég vil bara hafa handrit og plan og skipulagspésinn minn var ekki að höndla þetta. Mér fannst þetta bara svo skrýtið. Hvernig gat fólki dottið svona í hug og bara haldið uppi einhverjum karakter án þess að vera með einhverja útskýringu eða lýsingu?“ Sara Rut starfar einnig við að skipa í hlutverk í kvikmyndum.Vísir/Anton Brink Sara Rut hreifst þó af leiklistinni og flutti erlendis til að stunda nám við hana, en sneri aftur heim þegar heimsfaraldurinn skall á. Þar fékk hún tækifæri til að starfa hjá Doorway Casting og sjá um skipan hlutverka í alls konar kvikmyndir. „Ég var byrjuð að sakna þess svolítið að leika og að skapa. Þannig ég ákvað að fara gegn minni hræðslu og fór á Improv-námskeið og bara kolféll fyrir því. Ég var byrjuð að skilja smá af því. Það eru ótrúlega margar reglur í spunaleik, þótt þú megir auðvitað brjóta þær allar. En ég fór bara á námskeið eftir námskeið,“ segir Sara. Hún sagðist ekki hafa verið tilbúin til að stíga á svið sem spunaleikari en hreifst jafnframt af skapandi umhverfinu. „Svo sá ég auglýsingu fyrir tveimur árum að það væri verið að leita að listrænum stjórnanda og sótti um, en fékk það ekki. Hákon fékk stöðuna, sem var einmitt einn af spunaleikurum í hópnum. Það hefur raunar alltaf verið einhver einn úr hópnum sem er listrænn stjórnandi, sem hefur gengið vel. En ég held líka að það hafi skapast smá ójafnvægi í hópnum ef að einn er að halda utan um hópinn því þetta er stórt batterý.“ Fær sýninguna beint í æð Stjórn félagsins tók ákvörðun í sumar, eftir að Hákon lét af störfum eftir tveggja ára starf, að nýr listrænn stjórnandi ætti ekki að koma úr leikarahópnum sjálfum en samt sem áður vita um hvað spunaleikur snýst. „Ég var ótrúlega spennt að vera með puttana í þessu og ég sagði við þau að ég væri tilbúin að vera meira baksviðs, því ég er einmitt ekki komin með sjálfstraustið í að vera í sýningahóp og uppi á sviði,“ segir Sara Rut. Hún lýsir sér sem listrænum skipulagspésa.Vísir/Anton Brink „Þetta er svolítið öðruvísi heldur en kvikmyndabransinn þótt það sé svona mikið skipulag báðum megin. Sýningarnar færðu bara beint í æð, með kvikmyndir ertu stundum að vinna í verkefni og svo sérðu það ári eða tveimur seinna. Mér finnst ég oft mun fjarlægari verkefninu.“ Það sé mikill kostur að geta verið utanaðkomandi að hennar sögn og sjá hlutina í öðru ljósi. Það að vera örlítið utanaðkomandi getur þó líka verið galli. „Þetta batterý er búið að vera til í tíu ár. Maður getur ekki bara komið inn og breytt öllu. Maður vill líka bera virðingu fyrir því hvernig þetta batterý er búið að ganga og hvernig það virkar, með smá breytingum hér og þar,“ segir Sara Rut. Sara Rut tók formlega við starfinu í byrjun ágústmánaðar en var strax mætt að grípa bolta í júlímánuði þar sem ágúst er stærsti mánuðurinn í starfi Improv Ísland. Í tilefni Menningarnætur hélt hópurinn sitt árlega Spunamaraþon og svo stuttu seinna voru haldnar prufur fyrir hópinn. Þá var frumsýning hópsins sett á svið um miðjan september. Sara Rut segir það hafa verið ögn ógnvekjandi að taka við starfinu og hafi upplifað eins konar loddaraeinkenni. „En ég meina öll stjórnin var sammála um að ég fengi þetta starf svo það hlýtur nú að vera eitthvað. Maður verður nú stundum að gefa sjálfum sér klapp á bakið.“ Kemur með nýjar og gamlar hugmyndir fyrir hópinn Prufur fyrir sýningarhópinn voru haldnar í ágúst og eru nú tuttugu meðlimir í svokölluðum sýningarhóp, margir hverjir sem hafa verið frá upphafi stofnunar hópsins. Sara Rut segist vilja halda í þá og jafnvel ná aftur í gamla góða spunaleikara þetta leikárið. Sara Rut sækist eftir reyndum spunaleikurum í svokallaðan sýningarhóp.Vísir/Anton Brink „Í Þjóðleikhúsinu er ég að setja áherslu á gæðasýningar þar sem fólkið sem er búið að vera lengst og er með mestu reynsluna stígur á svið. Þau eru líka búin að spinna saman lengi sem hópur og það eru ákveðnir töfrar sem að þau eru búin að skapa sem er svo fallegt að sjá á sviði,“ segir hún. Almennt stígur helmingur sýningarhópsins á svið hvert miðvikudagskvöld í Þjóðleikhúsinu og færir áhorfendum ætíð glænýjar sýningar sem búnar eru til á staðnum. Sýningin er í þremur hollum þar sem fimm til sex stíga á svið í einu auk svokallaðs mónólógs. „Það eru níu sem eru svolítill kjarni, sem hafa verið sem lengst og eru kannski í forgangi að sýna þar sem þau eru, eins og ég kalla þau, ólympískir spunaleikarar. Þeir eru bara með þetta alveg í sér,“ segir Sara Rut. Sýningarhópur Improv Ísland.Aðsend „Það sem hópurinn hefur verið að gera seinustu ár er að fá til sín það sem við köllum mónóloga, og þau koma upp á svið og fá orð úr sal. Bara eitthvað orð, eins og skór, og þau segja það sem að þeim dettur í hug út frá orðinu skór, hún þarf ekkert að vera eitthvað fyndin.“ Leikararnir á sviðinu nýta síðan sögu mónólogsins til að búa til spunaverk. „Það er ákveðin uppskrift að því hvernig þú spinnur en svo eru líka reglur. En eins og ég segi, það má líka brjóta þær,“ segir Sara Rut og hlær. Hún er með margar hugmyndir um nýjungar í starfi Improv Íslands. Til að mynda langar hana að vera duglegri að fá hópinn til að ferðast út fyrir bæjarmörk höfuðborgarsvæðisins og stíga á svið. Sara Rut kemur sjálf frá Sauðárkróki svo hún segir stefnuna verða án efa setta þangað á komandi leikári. Vistaskipti Þjóðleikhúsið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
„Ég elska að vinna með þessum fiðrildum og reyna að finna dansinn með listrænum fólki og skipulagi. Ég tel list þurfa skipulag, annars virkar það ekki,“ segir Sara Rut Arnardóttir, listrænn stjórnandi Improv Ísland, en hún tók til starfa nú í sumar. Improv Ísland, sem ævinlega er með sýningar á miðvikudagskvöldum í Þjóðleikhúsinu, er bæði sýningarhópur en einnig eins konar samfélag áhugamanna um spunaleik að sögn Söru. Félagið býður upp á námskeið þar sem allir geta prófað að spreyta sig á spunaleik. „Það er mjög mikil umhyggja og hlýja innan félagsins og ég er mjög ánægð með það,“ segir hún. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að vera partur af hópi sem er til þess að láta fólk hlæja og hafa gaman. Að vera komin inn í það og þessa sköpun, mér finnst það mjög skemmtilegt.“ Grét í fyrstu spunakennslunni Sara Rut er menntaður leikari en tók sín fyrstu skref í spunaleik í Götuleikhúsinu. „Ég byrjaði í Götuleikhúsinu 2017 eða 2018 og í því var leikstjóri sem heitir Ólafur Ásgeirsson. Hann var og er einn af Improv-leikurunum sem hefur verið hvað lengst og hann tók okkur í smá svona spunakennslu í Götuleikhúsinu. Ég fraus bara uppi á sviði og fór að grenja,“ segir Sara Rut, með glott á vör. „Mér leið ótrúlega illa. Ég vil bara hafa handrit og plan og skipulagspésinn minn var ekki að höndla þetta. Mér fannst þetta bara svo skrýtið. Hvernig gat fólki dottið svona í hug og bara haldið uppi einhverjum karakter án þess að vera með einhverja útskýringu eða lýsingu?“ Sara Rut starfar einnig við að skipa í hlutverk í kvikmyndum.Vísir/Anton Brink Sara Rut hreifst þó af leiklistinni og flutti erlendis til að stunda nám við hana, en sneri aftur heim þegar heimsfaraldurinn skall á. Þar fékk hún tækifæri til að starfa hjá Doorway Casting og sjá um skipan hlutverka í alls konar kvikmyndir. „Ég var byrjuð að sakna þess svolítið að leika og að skapa. Þannig ég ákvað að fara gegn minni hræðslu og fór á Improv-námskeið og bara kolféll fyrir því. Ég var byrjuð að skilja smá af því. Það eru ótrúlega margar reglur í spunaleik, þótt þú megir auðvitað brjóta þær allar. En ég fór bara á námskeið eftir námskeið,“ segir Sara. Hún sagðist ekki hafa verið tilbúin til að stíga á svið sem spunaleikari en hreifst jafnframt af skapandi umhverfinu. „Svo sá ég auglýsingu fyrir tveimur árum að það væri verið að leita að listrænum stjórnanda og sótti um, en fékk það ekki. Hákon fékk stöðuna, sem var einmitt einn af spunaleikurum í hópnum. Það hefur raunar alltaf verið einhver einn úr hópnum sem er listrænn stjórnandi, sem hefur gengið vel. En ég held líka að það hafi skapast smá ójafnvægi í hópnum ef að einn er að halda utan um hópinn því þetta er stórt batterý.“ Fær sýninguna beint í æð Stjórn félagsins tók ákvörðun í sumar, eftir að Hákon lét af störfum eftir tveggja ára starf, að nýr listrænn stjórnandi ætti ekki að koma úr leikarahópnum sjálfum en samt sem áður vita um hvað spunaleikur snýst. „Ég var ótrúlega spennt að vera með puttana í þessu og ég sagði við þau að ég væri tilbúin að vera meira baksviðs, því ég er einmitt ekki komin með sjálfstraustið í að vera í sýningahóp og uppi á sviði,“ segir Sara Rut. Hún lýsir sér sem listrænum skipulagspésa.Vísir/Anton Brink „Þetta er svolítið öðruvísi heldur en kvikmyndabransinn þótt það sé svona mikið skipulag báðum megin. Sýningarnar færðu bara beint í æð, með kvikmyndir ertu stundum að vinna í verkefni og svo sérðu það ári eða tveimur seinna. Mér finnst ég oft mun fjarlægari verkefninu.“ Það sé mikill kostur að geta verið utanaðkomandi að hennar sögn og sjá hlutina í öðru ljósi. Það að vera örlítið utanaðkomandi getur þó líka verið galli. „Þetta batterý er búið að vera til í tíu ár. Maður getur ekki bara komið inn og breytt öllu. Maður vill líka bera virðingu fyrir því hvernig þetta batterý er búið að ganga og hvernig það virkar, með smá breytingum hér og þar,“ segir Sara Rut. Sara Rut tók formlega við starfinu í byrjun ágústmánaðar en var strax mætt að grípa bolta í júlímánuði þar sem ágúst er stærsti mánuðurinn í starfi Improv Ísland. Í tilefni Menningarnætur hélt hópurinn sitt árlega Spunamaraþon og svo stuttu seinna voru haldnar prufur fyrir hópinn. Þá var frumsýning hópsins sett á svið um miðjan september. Sara Rut segir það hafa verið ögn ógnvekjandi að taka við starfinu og hafi upplifað eins konar loddaraeinkenni. „En ég meina öll stjórnin var sammála um að ég fengi þetta starf svo það hlýtur nú að vera eitthvað. Maður verður nú stundum að gefa sjálfum sér klapp á bakið.“ Kemur með nýjar og gamlar hugmyndir fyrir hópinn Prufur fyrir sýningarhópinn voru haldnar í ágúst og eru nú tuttugu meðlimir í svokölluðum sýningarhóp, margir hverjir sem hafa verið frá upphafi stofnunar hópsins. Sara Rut segist vilja halda í þá og jafnvel ná aftur í gamla góða spunaleikara þetta leikárið. Sara Rut sækist eftir reyndum spunaleikurum í svokallaðan sýningarhóp.Vísir/Anton Brink „Í Þjóðleikhúsinu er ég að setja áherslu á gæðasýningar þar sem fólkið sem er búið að vera lengst og er með mestu reynsluna stígur á svið. Þau eru líka búin að spinna saman lengi sem hópur og það eru ákveðnir töfrar sem að þau eru búin að skapa sem er svo fallegt að sjá á sviði,“ segir hún. Almennt stígur helmingur sýningarhópsins á svið hvert miðvikudagskvöld í Þjóðleikhúsinu og færir áhorfendum ætíð glænýjar sýningar sem búnar eru til á staðnum. Sýningin er í þremur hollum þar sem fimm til sex stíga á svið í einu auk svokallaðs mónólógs. „Það eru níu sem eru svolítill kjarni, sem hafa verið sem lengst og eru kannski í forgangi að sýna þar sem þau eru, eins og ég kalla þau, ólympískir spunaleikarar. Þeir eru bara með þetta alveg í sér,“ segir Sara Rut. Sýningarhópur Improv Ísland.Aðsend „Það sem hópurinn hefur verið að gera seinustu ár er að fá til sín það sem við köllum mónóloga, og þau koma upp á svið og fá orð úr sal. Bara eitthvað orð, eins og skór, og þau segja það sem að þeim dettur í hug út frá orðinu skór, hún þarf ekkert að vera eitthvað fyndin.“ Leikararnir á sviðinu nýta síðan sögu mónólogsins til að búa til spunaverk. „Það er ákveðin uppskrift að því hvernig þú spinnur en svo eru líka reglur. En eins og ég segi, það má líka brjóta þær,“ segir Sara Rut og hlær. Hún er með margar hugmyndir um nýjungar í starfi Improv Íslands. Til að mynda langar hana að vera duglegri að fá hópinn til að ferðast út fyrir bæjarmörk höfuðborgarsvæðisins og stíga á svið. Sara Rut kemur sjálf frá Sauðárkróki svo hún segir stefnuna verða án efa setta þangað á komandi leikári.
Vistaskipti Þjóðleikhúsið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira