Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. september 2025 12:16 Frá fundi fulltrúa Alcoa á Reyðarfirði með Rafiðnaðarsambandi Íslands og Afls starfsgreinafélags sem hófst klukkan tíu í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara. vísir/tómas Fulltrúar Alcoa á Reyðarfirði og starfsgreinafélaga komu saman á formlegum fundi með ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn síðan í sumar. Kjaraviðræðunar hafa staðið yfir í níu mánuði og lítið gengið en stilla þurfti til friðar á milli samningsaðila í gær. Starfsmenn Alcoa á Reyðarfirði hafa verið samningslausir síðan í febrúar. Kjaraviðræður milli fyrirtækisins og Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið á borði ríkissáttasemjara síðan í apríl en báðum tilboðum Alcoa hefur verið hafnað. Nýtt tilboð liggur ekki fyrir en innan tveggja vikna kemur í ljós hvort 400 starfsmenn álversins leggi niður störf. „Alltof lítið búið að þokast“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, ræddi við fréttastofu fyrir fund ríkissáttasemjara sem hófst klukkan tíu í morgun. Að hennar sögn er um að ræða fyrsta formlega fundinn um langt skeið. Hvað liggur fyrir að ræða í dag á fundi ríkissáttasemjara? „Það er bara þetta verkefni sem er óleyst. Það er að reyna ná samningum. Nákvæmlega hvað verður rætt verður bara að koma í ljós. Ég er hæfilega vongóð. Þetta er búinn að vera langur tími og alltof lítið búið að þokast að mínu mati.“ Meintur óeðlilegur þrýstingur kvaddur í kútinn Starfsgreinafélögin sendu frá sér tilkynningu á mánudag þess efnis að almennir starfsmenn álversins hafi verið beittir óeðlilegum þrýstingi frá stjórnendum Alcoa. Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa kaus ekki að tjá sig um málið við fréttastofu í morgun. Samningsaðilar funduðu í gær vegna þessa. „Það var í raun og veru bara óformlegt spjall þar sem var verið að taka stöðuna og fara aðeins yfir málin og leita leiða til að þoka málum áfram.“ Búið sé að útkljá málið og því hægt að leggja grundvöll að áframhaldandi viðræðum. „Það er búið að ræða við baklandið þeirra og búið að tryggja að þetta verði ekki endurtekið. Við treystum því að það verði.“ Fundurinn í gær var til að stilla til friðar? „Já og til að taka stöðuna.“ Geturðu sagt okkur hvers konar þrýstingur þetta var? „Þetta barst okkur bara til eyrna frá trúnaðarmönnum að Starfsmenn hafi upplifað þrýsting. Það var verið að spyrja hvað fór fram á fundum sem við höfum verið að halda.“ Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að framkvæmdastjóri mannauðsmála Alcoa hefði ekki viljað tjá sig. Það rétta er að það var framkvæmdastjóri framleiðslu. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Starfsmenn Alcoa á Reyðarfirði hafa verið samningslausir síðan í febrúar. Kjaraviðræður milli fyrirtækisins og Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands hafa verið á borði ríkissáttasemjara síðan í apríl en báðum tilboðum Alcoa hefur verið hafnað. Nýtt tilboð liggur ekki fyrir en innan tveggja vikna kemur í ljós hvort 400 starfsmenn álversins leggi niður störf. „Alltof lítið búið að þokast“ Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls, ræddi við fréttastofu fyrir fund ríkissáttasemjara sem hófst klukkan tíu í morgun. Að hennar sögn er um að ræða fyrsta formlega fundinn um langt skeið. Hvað liggur fyrir að ræða í dag á fundi ríkissáttasemjara? „Það er bara þetta verkefni sem er óleyst. Það er að reyna ná samningum. Nákvæmlega hvað verður rætt verður bara að koma í ljós. Ég er hæfilega vongóð. Þetta er búinn að vera langur tími og alltof lítið búið að þokast að mínu mati.“ Meintur óeðlilegur þrýstingur kvaddur í kútinn Starfsgreinafélögin sendu frá sér tilkynningu á mánudag þess efnis að almennir starfsmenn álversins hafi verið beittir óeðlilegum þrýstingi frá stjórnendum Alcoa. Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa kaus ekki að tjá sig um málið við fréttastofu í morgun. Samningsaðilar funduðu í gær vegna þessa. „Það var í raun og veru bara óformlegt spjall þar sem var verið að taka stöðuna og fara aðeins yfir málin og leita leiða til að þoka málum áfram.“ Búið sé að útkljá málið og því hægt að leggja grundvöll að áframhaldandi viðræðum. „Það er búið að ræða við baklandið þeirra og búið að tryggja að þetta verði ekki endurtekið. Við treystum því að það verði.“ Fundurinn í gær var til að stilla til friðar? „Já og til að taka stöðuna.“ Geturðu sagt okkur hvers konar þrýstingur þetta var? „Þetta barst okkur bara til eyrna frá trúnaðarmönnum að Starfsmenn hafi upplifað þrýsting. Það var verið að spyrja hvað fór fram á fundum sem við höfum verið að halda.“ Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að framkvæmdastjóri mannauðsmála Alcoa hefði ekki viljað tjá sig. Það rétta er að það var framkvæmdastjóri framleiðslu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira