Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. september 2025 11:33 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti ákvæðinu sem stundum er kallað „kjarnorkuákvæðið“ í sumar var það í fyrsta sinn í fleiri áratugi sem því var beitt. Sjá einnig: Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Kristrún var spurð um beitingu ákvæðisins og áhrif þessa á þingstörfin á blaðamannafundi leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem þingmálaskrá komandi þingvetrar var kynnt. Utanríkisráðherra boðar að bókun 35 svokallaða verði endurflutt enn einu sinni strax núna í september. Málið, sem annars nýtur stuðnings meirihluta þingsins og einnig út fyrir raðir stjórnarflokkanna, hefur enn ekki náð fram að ganga þar sem þingmenn Miðflokksins telja málið ekki útrætt og hafa haldið umræðu um það gangandi. Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu en „lýðræðið verði að virka“ „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum. Stjórnskipun landsins hafi aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið verði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætli að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, verði málefnaleg á komandi þingvetri. „Það er búið að taka þetta oft fyrir í nefnd og ég geri ráð fyrir að umræðan verði í því samhengi ekki eins löng og áður var, en við verðum bara að sjá hvað setur,“ sagði Kristrún. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svarar Kristrún. Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Bókun 35 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti ákvæðinu sem stundum er kallað „kjarnorkuákvæðið“ í sumar var það í fyrsta sinn í fleiri áratugi sem því var beitt. Sjá einnig: Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Kristrún var spurð um beitingu ákvæðisins og áhrif þessa á þingstörfin á blaðamannafundi leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem þingmálaskrá komandi þingvetrar var kynnt. Utanríkisráðherra boðar að bókun 35 svokallaða verði endurflutt enn einu sinni strax núna í september. Málið, sem annars nýtur stuðnings meirihluta þingsins og einnig út fyrir raðir stjórnarflokkanna, hefur enn ekki náð fram að ganga þar sem þingmenn Miðflokksins telja málið ekki útrætt og hafa haldið umræðu um það gangandi. Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu en „lýðræðið verði að virka“ „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum. Stjórnskipun landsins hafi aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið verði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætli að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, verði málefnaleg á komandi þingvetri. „Það er búið að taka þetta oft fyrir í nefnd og ég geri ráð fyrir að umræðan verði í því samhengi ekki eins löng og áður var, en við verðum bara að sjá hvað setur,“ sagði Kristrún. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svarar Kristrún.
Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Bókun 35 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira