Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2025 13:02 Umhverfisráðherra óttast að Evrópureglur um íslenskar merkingar á plastvörum muni leiða til verðhækkana og bitna á konum og barnafjölskyldum. Hann muni gæti hagsmuna Íslands og segir mögulegt að reglurnar verði ekki innleiddar að fullu. Drög að reglugerð um plastvörur, sem miðar að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins, voru nýverið birt í samráðsgátt stjórnvalda og hafa ýmis hagsmunasamtök gagnrýnt þau harðlega. Samkvæmt reglugerðinni verður skylt merkja einnota vörur sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu, eða á íslensku hér á landi. Sökum smæðar íslenska markaðarins hefur verið bent á að þetta gæti leitt til minna vöruframboðs og verðhækkana, sem bitni fyrst og fremst á konum og barnafjölskyldum, þar sem tíðavörur og blautþurrkur eru þar undir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis og loftslagsráðherra, tekur undir þessi sjónarmið. „Það er alveg ljóst að þessi framkvæmdareglugerð frá Evrópusambandinu og þessi stranga tungumálakrafa felur í sér mjög íþyngjandi kröfur á atvinnulíf og neytendur. Ég hef áhyggjur af því að þetta verði til þess að þrýsta upp verði,“ segir Jóhann. Reglugerðin myndi hafa áhrif á vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur.vísir/getty Hann mun fara yfir mögulega kosti í stöðunni á ríkisstjórnarfundi á morgun, meðal annars hvort það eigi annað hvort að sleppa því að innleiða tilskipunina eða setja reglugerð með meiri sveigjanleika. Það gæti aftur á móti leitt til þess að látið verði á málið reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Hann útilokar ekki að svo fari. „Ég held að það megi færa sterk rök fyrir því að framkvæmdastjórnin hafi farið út fyrir valdmörk sín með þessari reglugerð, ekki tekið tillit til ákveðinna meginsjónarmiða um meðalhóf. Þetta bitnar sérstaklega illa á Íslandi af því við erum örhagkerfi og við erum fámennt málsvæði og það skiptir gríðarlega miklu máli að við höldum vöku okkar og tryggjum að svona reglur séu aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Ég mun gæta ítrustu hagmuna Íslands í þessu máli,“ segir Jóhann Páll. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Neytendur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Drög að reglugerð um plastvörur, sem miðar að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins, voru nýverið birt í samráðsgátt stjórnvalda og hafa ýmis hagsmunasamtök gagnrýnt þau harðlega. Samkvæmt reglugerðinni verður skylt merkja einnota vörur sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu, eða á íslensku hér á landi. Sökum smæðar íslenska markaðarins hefur verið bent á að þetta gæti leitt til minna vöruframboðs og verðhækkana, sem bitni fyrst og fremst á konum og barnafjölskyldum, þar sem tíðavörur og blautþurrkur eru þar undir. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis og loftslagsráðherra, tekur undir þessi sjónarmið. „Það er alveg ljóst að þessi framkvæmdareglugerð frá Evrópusambandinu og þessi stranga tungumálakrafa felur í sér mjög íþyngjandi kröfur á atvinnulíf og neytendur. Ég hef áhyggjur af því að þetta verði til þess að þrýsta upp verði,“ segir Jóhann. Reglugerðin myndi hafa áhrif á vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur.vísir/getty Hann mun fara yfir mögulega kosti í stöðunni á ríkisstjórnarfundi á morgun, meðal annars hvort það eigi annað hvort að sleppa því að innleiða tilskipunina eða setja reglugerð með meiri sveigjanleika. Það gæti aftur á móti leitt til þess að látið verði á málið reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Hann útilokar ekki að svo fari. „Ég held að það megi færa sterk rök fyrir því að framkvæmdastjórnin hafi farið út fyrir valdmörk sín með þessari reglugerð, ekki tekið tillit til ákveðinna meginsjónarmiða um meðalhóf. Þetta bitnar sérstaklega illa á Íslandi af því við erum örhagkerfi og við erum fámennt málsvæði og það skiptir gríðarlega miklu máli að við höldum vöku okkar og tryggjum að svona reglur séu aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Ég mun gæta ítrustu hagmuna Íslands í þessu máli,“ segir Jóhann Páll.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Neytendur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira