„Allir vilja alltaf meira“ Árni Sæberg skrifar 8. september 2025 10:18 Daði Már kynnti fjárlög í morgun. Vísir/Anton Brink Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs á blaðamannafundi í morgun. Þar kom meðal annars fram að halli á ríkissjóði verði fimmtán milljarðar króna á næsta ári, ef spár ganga eftir. Áður hafði verið gert ráð fyrir 26 milljarða króna halla. Daði Már sagði að helsta áhersla fjárlaganna væri að ná niður vöxtum. Ríkissjóður yrði að aðstoða Seðlabanka Íslands við að ná verðbólgumarkmiði með hagræðingu og því myndi hann kynna aðhaldssöm fjárlög. Hagræðing væri þegar farin að bera ávöxt, enda væri nú gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á næsta ári í stað 26 milljarða króna halla. Byggja undir áframhaldandi stöðugleika Í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttamann Sýnar, sagði Daði Már að með fjárlögunum væri fyrst og fremst byggt undir áframhaldandi stöðugleika. „Þetta frumvarp er nær því, hallinn hefur sem sagt minnkað bara síðan núna í vor. Við erum auðvitað að stefna að því að ná ríkisfjármálunum yfir núllið, í jákvæða stöðu á þarnæsta ári, með fjárlögum 2027. Við erum á mjög góðri leið með það.“ Samhent ríkisstjórn Daði Már sagði ráðuneytin hafa farið vel yfir það í vor hvernig hagræðingu yrði náð fram. Hún byggði meðal annars á samráði við almenning og stjórnendur hjá ríkinu. „Ráðuneytin hafa nú kynnt stöðuna á öllum verkefnum og þú getur kynnt þér hana þar. Ég held að það væri ósanngjarnt að ég myndi fara að plokka þau út og segja nákvæmlega hvar hagræðingin er. Þetta eru sameiningar, hagræðing í innkaupum, ýmis slík verkefni.“ Þá sagði hann að það væri viðvarandi vandamál að ráðstafa fé ríkissjóðs til ráðuneyta og málaflokka. „En þetta er samstíga ríkisstjórn og samhent. Við tókum þessa umræðu mjög opinskátt. Megnið af þessu efni lá fyrir í vor í tengslum við gerð fjármálaáætlunar og ég get ekki annað en þakkað mínum samráðherrum fyrir frábært samstarf í þessum aðdraganda.“ Þannig að það voru einhverjir sem vildu meira? „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða. Þannig er það alltaf og við sættum okkur ekki við það að reka ríkið með halla og senda reikninginn á kynslóðir framtíðar. Það verður að reka ríkið í jafnvægi og það er gríðarlega mikilvægt verkefni til þess að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Nýta það litla svigrúm sem er í heilbrigðismál, löggæslu og samgöngumál Sem áður segir sagði Daði Már að aðalverkefnið væri að viðhalda stöðugleika og þannig ná niður verðbólgu og vöxtum, það væri stærsta hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Meðal fyrstu verka Alþingis á haustþingi, sem hefst á morgun, verður að ræða frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026.Vísir/Anton Brink Þó væri nauðsynlegt að verja því litla svigrúmi sem er til staðar í sjóðum ríkisins til réttra verka. „Ég held að ef við skoðum árherslurnar okkar varðandi útgjöldin, þá eru þetta viðbætur í heilbrigðismálum, ekki síst úti á landi, viðbætur í lögreglunni til að tryggja öryggi. Svo er náttúrulega stóra málið, viðbætur í samgöngum, viðhald á vegakerfinu. Ætli það verði ekki áþreifanlegast. En svo er það líka meginstefið hér að styðja við Seðlabankann í að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það á að vera stór partur af því sem fólk og fyrirtæki munu finna fyrir, lægri vöxtum og rýmri fjárhag.“ Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs á blaðamannafundi í morgun. Þar kom meðal annars fram að halli á ríkissjóði verði fimmtán milljarðar króna á næsta ári, ef spár ganga eftir. Áður hafði verið gert ráð fyrir 26 milljarða króna halla. Daði Már sagði að helsta áhersla fjárlaganna væri að ná niður vöxtum. Ríkissjóður yrði að aðstoða Seðlabanka Íslands við að ná verðbólgumarkmiði með hagræðingu og því myndi hann kynna aðhaldssöm fjárlög. Hagræðing væri þegar farin að bera ávöxt, enda væri nú gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á næsta ári í stað 26 milljarða króna halla. Byggja undir áframhaldandi stöðugleika Í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, fréttamann Sýnar, sagði Daði Már að með fjárlögunum væri fyrst og fremst byggt undir áframhaldandi stöðugleika. „Þetta frumvarp er nær því, hallinn hefur sem sagt minnkað bara síðan núna í vor. Við erum auðvitað að stefna að því að ná ríkisfjármálunum yfir núllið, í jákvæða stöðu á þarnæsta ári, með fjárlögum 2027. Við erum á mjög góðri leið með það.“ Samhent ríkisstjórn Daði Már sagði ráðuneytin hafa farið vel yfir það í vor hvernig hagræðingu yrði náð fram. Hún byggði meðal annars á samráði við almenning og stjórnendur hjá ríkinu. „Ráðuneytin hafa nú kynnt stöðuna á öllum verkefnum og þú getur kynnt þér hana þar. Ég held að það væri ósanngjarnt að ég myndi fara að plokka þau út og segja nákvæmlega hvar hagræðingin er. Þetta eru sameiningar, hagræðing í innkaupum, ýmis slík verkefni.“ Þá sagði hann að það væri viðvarandi vandamál að ráðstafa fé ríkissjóðs til ráðuneyta og málaflokka. „En þetta er samstíga ríkisstjórn og samhent. Við tókum þessa umræðu mjög opinskátt. Megnið af þessu efni lá fyrir í vor í tengslum við gerð fjármálaáætlunar og ég get ekki annað en þakkað mínum samráðherrum fyrir frábært samstarf í þessum aðdraganda.“ Þannig að það voru einhverjir sem vildu meira? „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða. Þannig er það alltaf og við sættum okkur ekki við það að reka ríkið með halla og senda reikninginn á kynslóðir framtíðar. Það verður að reka ríkið í jafnvægi og það er gríðarlega mikilvægt verkefni til þess að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Nýta það litla svigrúm sem er í heilbrigðismál, löggæslu og samgöngumál Sem áður segir sagði Daði Már að aðalverkefnið væri að viðhalda stöðugleika og þannig ná niður verðbólgu og vöxtum, það væri stærsta hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Meðal fyrstu verka Alþingis á haustþingi, sem hefst á morgun, verður að ræða frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026.Vísir/Anton Brink Þó væri nauðsynlegt að verja því litla svigrúmi sem er til staðar í sjóðum ríkisins til réttra verka. „Ég held að ef við skoðum árherslurnar okkar varðandi útgjöldin, þá eru þetta viðbætur í heilbrigðismálum, ekki síst úti á landi, viðbætur í lögreglunni til að tryggja öryggi. Svo er náttúrulega stóra málið, viðbætur í samgöngum, viðhald á vegakerfinu. Ætli það verði ekki áþreifanlegast. En svo er það líka meginstefið hér að styðja við Seðlabankann í að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það á að vera stór partur af því sem fólk og fyrirtæki munu finna fyrir, lægri vöxtum og rýmri fjárhag.“
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira