„Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2025 12:42 Albert Jónsson sérfræðingur í Alþjóðastjórnmálum segir Rússa ekki taka friðarviðræður alvarlega. Vísir/Arnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárásir frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Minnst fjórir eru látnir, þar á meðal ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir þetta enn eina staðfestinguna á að Rússar taki friðartal ekki alvarlega. „Staðfesting á því að Pútín eða Rússlandsstjórn hafi ekki breytt um stefnu í neinum grundvallaratriðum eða dregið úr kröfum sínum eða markmiðum í stríðinu. Þar stendur þetta. Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands, sem þýðir að Úkraína yrði ekki sjálfstætt, fullvalda ríki. Sem fyrr er enginn þrýstingur sem máli skiptir á Rússa frá Bandaríkjunum, sem er auðvitað annað lykilatriði,“ segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Undanfarið hafa Evrópuríkin haft til umræðu öryggistryggingar, til að mynda að senda friðargæsluliða tl Úkraínu en allt er það háð því að friður komist á, sem virðist ekki raunhæft í náinni framtíð. „Friðargæsluliðið sem verið er að tala um, það er akkúrat það, það er bara tal af hálfu Evrópuríkjanna. Enda liggur ekki fyrir pólitísk ákvörðun um það lykilatrið: Hvert yrði umboð og verkefni friðargæsluliðsins? Ef Rússar brjóta gegn vopnahléi, segjum sem svo, yrði brugðist við slíku broti með hervaldi af hálfu friðargæsluliðsins?“ segir Albert. „Það fengi líklega ekki slíkt umboð. Enda myndi það fela í sér stríð NATO-ríkja við Rússa. Það er sjálfsagt ekki meiningin. Þannig að þetta mál er uppi á einhverju skeri eins og ég sé það.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í liðinni viku að kæmu erlendir hermenn til Úkraínu yrðu þeir skotmark Rússa. Hann sagði jafnframt öryggistryggingar fyrir Úkraínu óþarfar, Rússum væri treystandi. „Þetta eru enn ein látalætin eins og að bjóða Selenskí til Moskvu til viðræðna. Þeir eru enn bara að gera grín að þessu Rússarnir og komast upp með það því miður.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17 Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
„Staðfesting á því að Pútín eða Rússlandsstjórn hafi ekki breytt um stefnu í neinum grundvallaratriðum eða dregið úr kröfum sínum eða markmiðum í stríðinu. Þar stendur þetta. Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands, sem þýðir að Úkraína yrði ekki sjálfstætt, fullvalda ríki. Sem fyrr er enginn þrýstingur sem máli skiptir á Rússa frá Bandaríkjunum, sem er auðvitað annað lykilatriði,“ segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Undanfarið hafa Evrópuríkin haft til umræðu öryggistryggingar, til að mynda að senda friðargæsluliða tl Úkraínu en allt er það háð því að friður komist á, sem virðist ekki raunhæft í náinni framtíð. „Friðargæsluliðið sem verið er að tala um, það er akkúrat það, það er bara tal af hálfu Evrópuríkjanna. Enda liggur ekki fyrir pólitísk ákvörðun um það lykilatrið: Hvert yrði umboð og verkefni friðargæsluliðsins? Ef Rússar brjóta gegn vopnahléi, segjum sem svo, yrði brugðist við slíku broti með hervaldi af hálfu friðargæsluliðsins?“ segir Albert. „Það fengi líklega ekki slíkt umboð. Enda myndi það fela í sér stríð NATO-ríkja við Rússa. Það er sjálfsagt ekki meiningin. Þannig að þetta mál er uppi á einhverju skeri eins og ég sé það.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í liðinni viku að kæmu erlendir hermenn til Úkraínu yrðu þeir skotmark Rússa. Hann sagði jafnframt öryggistryggingar fyrir Úkraínu óþarfar, Rússum væri treystandi. „Þetta eru enn ein látalætin eins og að bjóða Selenskí til Moskvu til viðræðna. Þeir eru enn bara að gera grín að þessu Rússarnir og komast upp með það því miður.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17 Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Hið minnsta fjórir eru látnir, þar á meðal tveggja mánaða ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. 7. september 2025 07:52
Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. 5. september 2025 10:17
Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. 4. september 2025 16:00