„Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 20:19 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var með skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar á fundinum í dag. vísir/viktor freyr Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. Margmenni kom saman hér í Reykjavík í dag og sex öðrum bæjarfélögum á fjöldafundum undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna ástandsins á Gaza. Fundir fóru jafnframt fram á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis en 185 félög stóðu fyrir mótmælunum. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir og hungursneyð og mannúðarkrísa hefur ríkt á svæðinu. Ísraelski herinn hefur bætt verulega í árásir undanfarið og ætlar sér að hertaka Gaza-borg. Íbúum var í dag gert að yfirgefa borgina. Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá mótmælunum við Austurvöll í dag en Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda, segir ákall Íslendinga eftir aðgerðum aldrei hafa verið skýrar. „Ég get ekki neitað því hvað við erum mörg komin saman hér á Austurvelli og auðvitað víðar um land. ÉG veit að það eru fleiri þar um land allt.“ Ertu vongóð um að stjórnvöld muni hlusta á ykkur eftir þessi mótmæli? „Ég held að þau eigi ekki margra kosta völ núna. Við viljum aðgerðir strax, við viljum ekki fleiri innantóm orð.“ Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda mótmæla.vísir/viktor freyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, tók til máls á fundinum og krafðist þess að stjórnvöld slíti sambandi við Ísrael. Finnst þér vinnubrögð utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar gagnrýnisverð hingað til? „Nei við skulum bara horfa til framtíðar. Ríkisstjórnin er að hittast núna og ræða aðgerðir vegna þjóðarmorðs á Gaza og ég vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta. Ég myndi til dæmis vilja sjá það að við drögum okkur úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við eigum að stöðva viðskipti við Ísrael sem hafa því miður frekar verið að aukast heldur en hitt.“ Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull, sem hefur búið hér á landi frá sextán ára aldri sagði að um tilfinningaþrunginn dag væri að ræða. Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull.vísir/viktor freyr „Þegar ég var að skrifa ræðuna mína þá var ég að taka út það sem ég treysti mér ekki til að segja því þetta er mjög erfitt og það er rosa erfitt að horfa á þetta. Ég tek þetta mjög nærri mér. Allir sem eru komnir hér í dag samþykkja ekki þetta þjóðarmorð. Það skiptir öllu máli fyrir fólk í Palestínu að vita hver stendur með þeim og vita af okkur í dag. Það gefur þeim styrk til að halda áfram.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Margmenni kom saman hér í Reykjavík í dag og sex öðrum bæjarfélögum á fjöldafundum undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna ástandsins á Gaza. Fundir fóru jafnframt fram á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis en 185 félög stóðu fyrir mótmælunum. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir og hungursneyð og mannúðarkrísa hefur ríkt á svæðinu. Ísraelski herinn hefur bætt verulega í árásir undanfarið og ætlar sér að hertaka Gaza-borg. Íbúum var í dag gert að yfirgefa borgina. Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá mótmælunum við Austurvöll í dag en Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda, segir ákall Íslendinga eftir aðgerðum aldrei hafa verið skýrar. „Ég get ekki neitað því hvað við erum mörg komin saman hér á Austurvelli og auðvitað víðar um land. ÉG veit að það eru fleiri þar um land allt.“ Ertu vongóð um að stjórnvöld muni hlusta á ykkur eftir þessi mótmæli? „Ég held að þau eigi ekki margra kosta völ núna. Við viljum aðgerðir strax, við viljum ekki fleiri innantóm orð.“ Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda mótmæla.vísir/viktor freyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, tók til máls á fundinum og krafðist þess að stjórnvöld slíti sambandi við Ísrael. Finnst þér vinnubrögð utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar gagnrýnisverð hingað til? „Nei við skulum bara horfa til framtíðar. Ríkisstjórnin er að hittast núna og ræða aðgerðir vegna þjóðarmorðs á Gaza og ég vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta. Ég myndi til dæmis vilja sjá það að við drögum okkur úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við eigum að stöðva viðskipti við Ísrael sem hafa því miður frekar verið að aukast heldur en hitt.“ Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull, sem hefur búið hér á landi frá sextán ára aldri sagði að um tilfinningaþrunginn dag væri að ræða. Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull.vísir/viktor freyr „Þegar ég var að skrifa ræðuna mína þá var ég að taka út það sem ég treysti mér ekki til að segja því þetta er mjög erfitt og það er rosa erfitt að horfa á þetta. Ég tek þetta mjög nærri mér. Allir sem eru komnir hér í dag samþykkja ekki þetta þjóðarmorð. Það skiptir öllu máli fyrir fólk í Palestínu að vita hver stendur með þeim og vita af okkur í dag. Það gefur þeim styrk til að halda áfram.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira