Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 12:06 Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. sýn Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir. Greint var frá því í gær að samráðsnefnd fjármálaráðuneytisins hefur ákveðið að ráðast í formlega rannsókn á innflutningi kísilmálms frá Kína sem PCC segir seldan á undirboðskjörum. PCC lagði fram kæru sína í apríl og hefur ráðuneytið verið með málið til skoðunar síðan þá. Formleg rannsókn er ekki hafin en samkvæmt ráðuneytinu eru vonir bundnar við að hún hefjist fyrir lok september. „Höfum ekkert gríðarlegan tíma“ Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka, fagnar þessu en ef fallist er á kröfu fyrirtækisins verða lagðir tollar á innflutning umrædds kísils. „Við höfðum alltaf trú á því að okkar rök væru sterk og það væri ástæða til að skoða málið frekar. Við fögnum því bara gífurlega að málið sé komið af stað. Þetta er kannski svona fyrsti vonarneistinn í kringum Bakka í nokkra mánuði. Þetta er ákveðinn áfangi í baráttunni hjá okkur á Bakka og samfélaginu í Húsavík og Norðurþingi að geta hafið reksturinn á ný. En engu að síður, við höfum ekkert gríðarlegan tíma.“ Biðlar til stjórnvalda að leggja bráðabirgðatoll á innflutning Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Reksturinn var stöðvaður vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu. „Við vonum bara að nefndin vinni hratt og vel. Sambærileg mál taka um tólf mánuði í Evrópu en það eru þá vanalega af miklu stærri stærðargráðu. Þetta er tiltölulega einfalt mál. Þetta eru fáir aðilar að málinu. Við vonum bara að þetta takist eins fljótt og hægt er.“ Hann biðlar til stjórnvalda að grípa til ráðstafanna. „Við höfum verið að ræða við þingmenn að samkvæmt tollalögum þá er heimilt samkvæmt 136. grein að setja á bráðabirgðatolla á meðan á rannsókn er í gangi ef hún tekur of langan tíma. Ég vil hvetja alþingismenn til að skoða það og hef bent á það með á fundum mínum með þeim og þingnefndum.“ Kína Norðurþing Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Greint var frá því í gær að samráðsnefnd fjármálaráðuneytisins hefur ákveðið að ráðast í formlega rannsókn á innflutningi kísilmálms frá Kína sem PCC segir seldan á undirboðskjörum. PCC lagði fram kæru sína í apríl og hefur ráðuneytið verið með málið til skoðunar síðan þá. Formleg rannsókn er ekki hafin en samkvæmt ráðuneytinu eru vonir bundnar við að hún hefjist fyrir lok september. „Höfum ekkert gríðarlegan tíma“ Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka, fagnar þessu en ef fallist er á kröfu fyrirtækisins verða lagðir tollar á innflutning umrædds kísils. „Við höfðum alltaf trú á því að okkar rök væru sterk og það væri ástæða til að skoða málið frekar. Við fögnum því bara gífurlega að málið sé komið af stað. Þetta er kannski svona fyrsti vonarneistinn í kringum Bakka í nokkra mánuði. Þetta er ákveðinn áfangi í baráttunni hjá okkur á Bakka og samfélaginu í Húsavík og Norðurþingi að geta hafið reksturinn á ný. En engu að síður, við höfum ekkert gríðarlegan tíma.“ Biðlar til stjórnvalda að leggja bráðabirgðatoll á innflutning Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Reksturinn var stöðvaður vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu. „Við vonum bara að nefndin vinni hratt og vel. Sambærileg mál taka um tólf mánuði í Evrópu en það eru þá vanalega af miklu stærri stærðargráðu. Þetta er tiltölulega einfalt mál. Þetta eru fáir aðilar að málinu. Við vonum bara að þetta takist eins fljótt og hægt er.“ Hann biðlar til stjórnvalda að grípa til ráðstafanna. „Við höfum verið að ræða við þingmenn að samkvæmt tollalögum þá er heimilt samkvæmt 136. grein að setja á bráðabirgðatolla á meðan á rannsókn er í gangi ef hún tekur of langan tíma. Ég vil hvetja alþingismenn til að skoða það og hef bent á það með á fundum mínum með þeim og þingnefndum.“
Kína Norðurþing Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira