Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 19:09 Fyrirtækin gangast við lögbrotum sem hluti af sáttinni við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Vísir/Vilhelm Íslensk verðbréf, ACRO verðbréf og Fossar fjárfestingabanki gerðust brotleg við lög í tengslum við söluferlið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022 og hafa fallist á að greiða sektir vegna þessa. Greiða Íslensk verðbréf 30 milljónir króna, ACRO verðbréf 22 milljónir og Fossar fjárfestingabanki 9,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs en umrædd sala fór fram í lokuðu útboði í mars 2022. Íslandsbanki hefur áður greitt 1.160 milljónir króna í sekt vegna alvarlegra brota í söluferlinu. Íslensk verðbréf og ACRO verðbréf voru söluaðilar í útboðinu og störfuðu Fossar markaðir sem söluráðgjafar. Hafa félögin öll gert sátt við Seðlabanka Íslands sem felur í sér greiðslu sekta og að gengist sé við því að fyrirtækin hafi gerst brotleg við lög og fallist á að framkvæma úrbætur. Brot á mikilvægum lagaákvæðum Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Íslenskra verðbréfa hafi falið í sér brot gegn mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki. Brot félagsins varði hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina, meginreglur um viðskiptahætti, stjórnarhætti og starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis. Brot ACRO verðbréfa á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga eru sömuleiðis sögð varða hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Að lokum varða brot Fossa skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Háttsemin er sögð fela í sér brot gegn sömu löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Íslandsbanki sekur um alvarleg brot Í sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlit Seðlabankans frá árinu 2023 gekkst bankinn við því að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins á umræddum 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eigi það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, ekki síst aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var einn umsjónaraðili söluútboðsins. Taldi Fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hafi ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. Landsbankinn einnig brotlegur Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2023 að Landsbankinn, sem var meðal söluráðgjafa í útboðinu, hafi brotið gegn lögum um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferlið á umræddum 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022. Þrátt fyrir þetta var bankinn ekki sektaður og var þar meðal annars horft til eðlis og umfangs brotanna. Varðaði brotið ákvæði laganna um flokkun viðskiptavina. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Greiða Íslensk verðbréf 30 milljónir króna, ACRO verðbréf 22 milljónir og Fossar fjárfestingabanki 9,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs en umrædd sala fór fram í lokuðu útboði í mars 2022. Íslandsbanki hefur áður greitt 1.160 milljónir króna í sekt vegna alvarlegra brota í söluferlinu. Íslensk verðbréf og ACRO verðbréf voru söluaðilar í útboðinu og störfuðu Fossar markaðir sem söluráðgjafar. Hafa félögin öll gert sátt við Seðlabanka Íslands sem felur í sér greiðslu sekta og að gengist sé við því að fyrirtækin hafi gerst brotleg við lög og fallist á að framkvæma úrbætur. Brot á mikilvægum lagaákvæðum Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi Íslenskra verðbréfa hafi falið í sér brot gegn mikilvægum ákvæðum laga um markaði fyrir fjármálagerninga og laga um fjármálafyrirtæki. Brot félagsins varði hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina, meginreglur um viðskiptahætti, stjórnarhætti og starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis. Brot ACRO verðbréfa á lögum um markaði fyrir fjármálagerninga eru sömuleiðis sögð varða hagsmunaárekstra, skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina, upplýsingagjöf til viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Að lokum varða brot Fossa skráningu og varðveislu gagna, flokkun viðskiptavina og meginreglur um viðskiptahætti. Háttsemin er sögð fela í sér brot gegn sömu löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga. Íslandsbanki sekur um alvarleg brot Í sátt Íslandsbanka við Fjármálaeftirlit Seðlabankans frá árinu 2023 gekkst bankinn við því að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins á umræddum 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Eigi það einkum við hvað varðar hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, ekki síst aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna. Innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi auk þess ekki verið fullnægjandi og skortur á áhættumiðuðu eftirliti með hljóðritunum. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var einn umsjónaraðili söluútboðsins. Taldi Fjármálaeftirlitið að Íslandsbanki hafi ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum við framkvæmd útboðsins. Landsbankinn einnig brotlegur Fjármálaeftirlit Seðlabankans komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2023 að Landsbankinn, sem var meðal söluráðgjafa í útboðinu, hafi brotið gegn lögum um markaði fyrir fjármálagerninga í tengslum við söluferlið á umræddum 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022. Þrátt fyrir þetta var bankinn ekki sektaður og var þar meðal annars horft til eðlis og umfangs brotanna. Varðaði brotið ákvæði laganna um flokkun viðskiptavina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25