Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2025 16:52 Reynir Bergmann Reynisson rak veitingastaðinn Vefjuna á Selfossi en þau hjónin seldu hann 2023. Í dag er hann með ferðaskrifstofuna Premier Trips. Stöð 2 Athafnamaðurinn Reynir Bergmann Reynisson segir steranotkun ástæðuna fyrir því að hann fékk hjartastopp í lok síðasta mánaðar. Til að geta lyft þyngri lóðum hafi hann notað sex ólíkar tegundir stera og skjaldkirtilshormónið T3. „Í nótt kom upp sú lífsreynsla sem mig langar ekki að upplifa nokkurn tímann aftur, ástkæri orkumikli og duglegi pabbinn á heimilinu, Reynir Bergmann Reynisson, varð fyrir hjartastoppi í nótt og var fluttur á gjörgæslu og liggur þar þungt haldinn,“ skrifaði Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir Saithong, eiginkona Reynis, á samfélagsmiðlum 25. ágúst síðastliðinn. Reynir var fluttur yfir á hjartadeild og var, að sögn eiginkonunnar, strax farinn að reyta af sér brandarana og ganga með stuðningi tveimur dögum eftir hjartastoppið. Sólveig tók sömuleiðis sérstaklega fram, vegna sögusagna og spurninga, að hann hefði „alls ekki“ fallið í edrúmennskunni. Sjá einnig: „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ „Magnaður þessi ást, þrátt fyrir erfiðleika, sorg og endalaust af tárum þá kom gleðin upp og húmorinn hans og hann fór jú strax að atast aðeins hjúkkunum þegar við mæðgur vorum búnar að vera hjá honum góða stund,“ sagði hún jafnframt um Reyni. Vildi lyfta 120 kílóum og tók sex mismunandi stera Reynir liggur enn inni en er orðinn sprækari og heldur fylgjendum sínum á Snapchat vel upplýstum um stöðu mála. Í gærnótt birti hann langa Snapchat-sögu um ástæðuna fyrir hjartastoppinu undir yfirskriftinni „Sterar drepa sama hvað þú [segir]“. Reynir Bergmann var hætt kominn eftir hjartastopp í lok ágúst. „Ég get alveg sagt ykkur af hverju þetta gerðist,“ sagði Snapparinn með „99 prósent“ vissu. „Ég lifi mjög heilbrigðu lífi, drekk ekki, reyki ekki eða jú veipa, ekki í neyslu eða neitt svona kjaftæði.“ „Ég var með markmið að ná 110 kílóum í bekk, svo náði ég því og ætlaði að ná 120 kílóum í bekk og 22 kílóum í sitt hvorum handlóðunum. Þannig ég fór að nota testósterón, trenbolone, masteron, ég fór að nota HGH, anadról, T3 - æðavíkkandi og svo fór ég að nota clenbúteról,“ sagði Reynir um steranotkun sína. Þessi sjö efni hafi, „væntanlega, eins og læknirinn sagði, 98 prósent fokkað mér upp,“ sagði hann. „Þannig ég segi nei við sterum, framvegis ætla ég bara að vera að pumpa stöngina, halda mér hlaupandi, grönnum og fínum,“ sagði Reynir. Reynir rak vinsæla veitingastaðinn Vefjuna í nokkur en seldi hann árið 2023 og er í dag með ferðaskrifstofuna Premier Trips sem fer með fólk í ferðir á enska boltann. Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, annar eigandi veitingastaðarins Vefjunnar, segir fólk búið að dauðadæma fyrirtækið vegna ummæla sem Reynir Bergmann, hinn eigandi Vefjunnar og barnsfaðir hennar, lét falla fyrir helgi um mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 10. maí 2021 15:00 Uppáhalds myndir Reynis Bergmanns sem veit lítið sem ekkert um bíómyndir Reynir Bergmann var nýjasti gestur Ásgeir Kolbeinssonar í þættinum Sjáðu þar sem hann fór yfir sínar uppáhalds kvikmyndir. 8. júní 2020 12:29 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Í nótt kom upp sú lífsreynsla sem mig langar ekki að upplifa nokkurn tímann aftur, ástkæri orkumikli og duglegi pabbinn á heimilinu, Reynir Bergmann Reynisson, varð fyrir hjartastoppi í nótt og var fluttur á gjörgæslu og liggur þar þungt haldinn,“ skrifaði Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir Saithong, eiginkona Reynis, á samfélagsmiðlum 25. ágúst síðastliðinn. Reynir var fluttur yfir á hjartadeild og var, að sögn eiginkonunnar, strax farinn að reyta af sér brandarana og ganga með stuðningi tveimur dögum eftir hjartastoppið. Sólveig tók sömuleiðis sérstaklega fram, vegna sögusagna og spurninga, að hann hefði „alls ekki“ fallið í edrúmennskunni. Sjá einnig: „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ „Magnaður þessi ást, þrátt fyrir erfiðleika, sorg og endalaust af tárum þá kom gleðin upp og húmorinn hans og hann fór jú strax að atast aðeins hjúkkunum þegar við mæðgur vorum búnar að vera hjá honum góða stund,“ sagði hún jafnframt um Reyni. Vildi lyfta 120 kílóum og tók sex mismunandi stera Reynir liggur enn inni en er orðinn sprækari og heldur fylgjendum sínum á Snapchat vel upplýstum um stöðu mála. Í gærnótt birti hann langa Snapchat-sögu um ástæðuna fyrir hjartastoppinu undir yfirskriftinni „Sterar drepa sama hvað þú [segir]“. Reynir Bergmann var hætt kominn eftir hjartastopp í lok ágúst. „Ég get alveg sagt ykkur af hverju þetta gerðist,“ sagði Snapparinn með „99 prósent“ vissu. „Ég lifi mjög heilbrigðu lífi, drekk ekki, reyki ekki eða jú veipa, ekki í neyslu eða neitt svona kjaftæði.“ „Ég var með markmið að ná 110 kílóum í bekk, svo náði ég því og ætlaði að ná 120 kílóum í bekk og 22 kílóum í sitt hvorum handlóðunum. Þannig ég fór að nota testósterón, trenbolone, masteron, ég fór að nota HGH, anadról, T3 - æðavíkkandi og svo fór ég að nota clenbúteról,“ sagði Reynir um steranotkun sína. Þessi sjö efni hafi, „væntanlega, eins og læknirinn sagði, 98 prósent fokkað mér upp,“ sagði hann. „Þannig ég segi nei við sterum, framvegis ætla ég bara að vera að pumpa stöngina, halda mér hlaupandi, grönnum og fínum,“ sagði Reynir. Reynir rak vinsæla veitingastaðinn Vefjuna í nokkur en seldi hann árið 2023 og er í dag með ferðaskrifstofuna Premier Trips sem fer með fólk í ferðir á enska boltann.
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, annar eigandi veitingastaðarins Vefjunnar, segir fólk búið að dauðadæma fyrirtækið vegna ummæla sem Reynir Bergmann, hinn eigandi Vefjunnar og barnsfaðir hennar, lét falla fyrir helgi um mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 10. maí 2021 15:00 Uppáhalds myndir Reynis Bergmanns sem veit lítið sem ekkert um bíómyndir Reynir Bergmann var nýjasti gestur Ásgeir Kolbeinssonar í þættinum Sjáðu þar sem hann fór yfir sínar uppáhalds kvikmyndir. 8. júní 2020 12:29 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, annar eigandi veitingastaðarins Vefjunnar, segir fólk búið að dauðadæma fyrirtækið vegna ummæla sem Reynir Bergmann, hinn eigandi Vefjunnar og barnsfaðir hennar, lét falla fyrir helgi um mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 10. maí 2021 15:00
Uppáhalds myndir Reynis Bergmanns sem veit lítið sem ekkert um bíómyndir Reynir Bergmann var nýjasti gestur Ásgeir Kolbeinssonar í þættinum Sjáðu þar sem hann fór yfir sínar uppáhalds kvikmyndir. 8. júní 2020 12:29