Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2025 14:46 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Þær snerust meðal annars um um vanhæfni og að hann væri að grafa undan heilbrigðiskerfi ríkisins og þá sérstaklega hvað varðar þróun og dreifingu bóluefna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Síðan hann varð ráðherra hefur hann einnig dregið verulega úr fjárfestingum til þróunar bóluefna og gert fólki erfiðara að fá bóluefni. Sjá einnig: Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Fundurinn varpaði ljósi á það hve mikið málefni bóluefna er orðið að pólitísku bitbeini vestanhafs. Í upphafsræðu sinni sagði RFK að uppsagnir innan Sjúkdómavarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefðu verið nauðsynlegar. Hann gagnrýndi starfsmenn stofnunarinnar harðlega fyrir viðbrögð þeirra, sem hefðu valdið gífurlegum skaða á bandarísku samfélagi. Þá sagði hann að engin vísindi hefðu legið að baki þessum viðbrögðum og sagði að þau hefðu engum árangri skilað. Eitt helsta afrek Trumps Í faraldri Covid setti Hvíta húsið á laggirnar sérstaka áætlun sem bar heitið „Operation Warp Speed“ (Héðan í frá OWS) og snerist um að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni og sprauta því í fólk eins fljótt og hægt var. Þessi áætlun heppnaðist vel og er hún talin hafa bjargað milljónum mannslífa á heimsvísu. Trump sjálfur stærði sig af henni í síðustu viku og sagði að hún markaði eitt af „helstu afrekum sögunnar“. Heilbrigðisráðherra Trumps, aðrir embættismenn og að virðist stækkandi hluti stuðningsmanna hans eru þó verulega tortryggnir í garð mRNA bóluefna eða hreinlega miklir andstæðingar þeirra. Eins og AP fréttaveitan bendir á kom það glögglega í ljós á fundinum í gær, þar sem það voru aðallega Demókratar sem lofuðu OWS en ekki Repúblikanar. Meðal annars sögðu þeir að áætlunin hafi heppnast einstaklega vel. Hér að neðan má sjá samskipti Bernie Sanders og Kennedy á fundinum í gær. Það voru þó ekki eingöngu Demókratar sem töluðu um OWS. Það gerðu Repúblikanar einnig. Einn þeirra, Bill Cassidy, nefndi að með áætluninni hefðu Bandaríkjamenn bjargað milljónum mannslífa í heiminum öllum á tíma þegar þúsundir manna voru að deyja á hverjum degi, fyrirtæki voru lokuð og fólk sat fast heima. Cassidy spurði RFK á einum tímapunkti hvort að Trump ætti skilið að fá Nóbelsverðlaun fyrir OWS. „Svo sannarlega,“ svaraði Kennedy. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Þá spurði þingmaðurinn hvernig það gæti verið svar RFK þegar heilbrigðisráðherrann hefur ítrekað gagnrýnt bóluefni gegn Covid, talað um að þau hafi valdið gífurlegum skaða og dreift öðrum lygum um þau. Cassidy benti einnig á að Kennedy hefði farið í mál við lyfjafyrirtæki til að reyna að taka bóluefni úr dreifingu og að hann hafi skipað umdeilt fólk sem hafi meðal annars borið vitni í áðurnefndum málum gegn lyfjafyrirtækjum. Sjá einnig: Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Þingmaðurinn benti einnig á að Kennedy hefði, skömmu áður, haldið því fram að bóluefnin gegn Covid hefðu valdið fleiri dauðsföllum en veiran sjálf. Það þvertók Kennedy fyrir að hafa sagt en hann hefur ítrekað sagt það á undanförnum árum. Sjá má upptöku af þessum samskiptum hér að neðan. Trump var spurður út í afstöðu sína til Kennedys í gærkvöldi. Þá sagði forsetinn að Kennedy væri mjög góð manneskja og hann meinti vel, þó hann hefði öðruvísi hugmyndir. Trump sagðist líka vel við það að Kennedy hugsaði ekki né talaði eins og gengur og gerist. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Þær snerust meðal annars um um vanhæfni og að hann væri að grafa undan heilbrigðiskerfi ríkisins og þá sérstaklega hvað varðar þróun og dreifingu bóluefna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Síðan hann varð ráðherra hefur hann einnig dregið verulega úr fjárfestingum til þróunar bóluefna og gert fólki erfiðara að fá bóluefni. Sjá einnig: Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Fundurinn varpaði ljósi á það hve mikið málefni bóluefna er orðið að pólitísku bitbeini vestanhafs. Í upphafsræðu sinni sagði RFK að uppsagnir innan Sjúkdómavarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefðu verið nauðsynlegar. Hann gagnrýndi starfsmenn stofnunarinnar harðlega fyrir viðbrögð þeirra, sem hefðu valdið gífurlegum skaða á bandarísku samfélagi. Þá sagði hann að engin vísindi hefðu legið að baki þessum viðbrögðum og sagði að þau hefðu engum árangri skilað. Eitt helsta afrek Trumps Í faraldri Covid setti Hvíta húsið á laggirnar sérstaka áætlun sem bar heitið „Operation Warp Speed“ (Héðan í frá OWS) og snerist um að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni og sprauta því í fólk eins fljótt og hægt var. Þessi áætlun heppnaðist vel og er hún talin hafa bjargað milljónum mannslífa á heimsvísu. Trump sjálfur stærði sig af henni í síðustu viku og sagði að hún markaði eitt af „helstu afrekum sögunnar“. Heilbrigðisráðherra Trumps, aðrir embættismenn og að virðist stækkandi hluti stuðningsmanna hans eru þó verulega tortryggnir í garð mRNA bóluefna eða hreinlega miklir andstæðingar þeirra. Eins og AP fréttaveitan bendir á kom það glögglega í ljós á fundinum í gær, þar sem það voru aðallega Demókratar sem lofuðu OWS en ekki Repúblikanar. Meðal annars sögðu þeir að áætlunin hafi heppnast einstaklega vel. Hér að neðan má sjá samskipti Bernie Sanders og Kennedy á fundinum í gær. Það voru þó ekki eingöngu Demókratar sem töluðu um OWS. Það gerðu Repúblikanar einnig. Einn þeirra, Bill Cassidy, nefndi að með áætluninni hefðu Bandaríkjamenn bjargað milljónum mannslífa í heiminum öllum á tíma þegar þúsundir manna voru að deyja á hverjum degi, fyrirtæki voru lokuð og fólk sat fast heima. Cassidy spurði RFK á einum tímapunkti hvort að Trump ætti skilið að fá Nóbelsverðlaun fyrir OWS. „Svo sannarlega,“ svaraði Kennedy. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Þá spurði þingmaðurinn hvernig það gæti verið svar RFK þegar heilbrigðisráðherrann hefur ítrekað gagnrýnt bóluefni gegn Covid, talað um að þau hafi valdið gífurlegum skaða og dreift öðrum lygum um þau. Cassidy benti einnig á að Kennedy hefði farið í mál við lyfjafyrirtæki til að reyna að taka bóluefni úr dreifingu og að hann hafi skipað umdeilt fólk sem hafi meðal annars borið vitni í áðurnefndum málum gegn lyfjafyrirtækjum. Sjá einnig: Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Þingmaðurinn benti einnig á að Kennedy hefði, skömmu áður, haldið því fram að bóluefnin gegn Covid hefðu valdið fleiri dauðsföllum en veiran sjálf. Það þvertók Kennedy fyrir að hafa sagt en hann hefur ítrekað sagt það á undanförnum árum. Sjá má upptöku af þessum samskiptum hér að neðan. Trump var spurður út í afstöðu sína til Kennedys í gærkvöldi. Þá sagði forsetinn að Kennedy væri mjög góð manneskja og hann meinti vel, þó hann hefði öðruvísi hugmyndir. Trump sagðist líka vel við það að Kennedy hugsaði ekki né talaði eins og gengur og gerist.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira