Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar 5. september 2025 12:32 Vladimír Pútín lýsti nýlega yfir að ef vestrænar hersveitir birtast í Úkraínu yrðu þær taldar „lögmæt skotmörk“ fyrir rússneska herinn. (Reuters, The Guardian) Fyrir áheyrendur á Vesturlöndum kann þetta að virðast hefðbundin hótun frá Kreml, en í huga Kremls er þetta hluti af kerfisbundinni stefnu: Rússland telur sig ekki lengur aðeins í stríði við Úkraínu, heldur við allt varnarbandalagið NATO. Áróðurinn miðar að því að fæla Vesturlönd frá stuðningi. Kreml hefur árum saman reynt að skapa klofning og tortryggni í lýðræðisríkjum með áróðri, falsfréttum og netárásum. Nýleg skýrsla frá CSIS lýsir þessu sem „skuggastríði“ Rússlands gegn Vesturlöndum. Slíkar aðgerðir eru ekki bundnar við víglínuna í Donbas, þær birtast líka í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og innlendri pólitík. (CSIS) Á Íslandi sáum við hvernig átök í Kastljósi 1. september um kyn og trans fólk urðu fljótt að eldfimu máli á samfélagsmiðlum. Hér er ekki tilefni til að taka afstöðu með einum eða neinum, nema að minna á einfaldan sannleik: við verðum að bera virðingu fyrir hvort öðru. Fjölbreytileiki er dýrmætur, og ágreiningur verður ekki leystur með því að tala yfir aðra eða gera lítið úr upplifun fólks. „Morfís-ræðustíll“ getur virkað í ræðukeppnum, en í samfélagslegri umræðu sannfærir hann engan. Setjum átökin í stærra samhengi: óvinaþjóðir beita markvissu menningarherferðum til að veikja lýðræðisríki að innan. Þær ýta undir hatursorðræðu, grafa undan trausti á fjölmiðlum og magna upp átök milli borgara. Það sem virðist einungis umræða um fjölda kynja getur í þessu ljósi orðið hluti af stærri glundroða sem þjónar hagsmunum þeirra sem vilja sundra, ekki sameina. Þess vegna þurfa báðir aðilar í slíkum umræðum að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars. Við getum ekki ætlast til að allir setji sig fullkomlega í spor annarra eða skilji allar upplifanir, en við getum ætlast til að tala saman af virðingu. Ástin og mannúðin munu á endanum sigra. Það er besta vopnið gegn áróðri og klofningi. Þegar við tengjum þessa innlendu umræðu við alþjóðlega stöðu sést samhengið: Kreml vill sýna Vesturlöndum að öll aðstoð við Úkraínu geri þau að „beinum þátttakanda“. Rússar lýsa nú opinberlega yfir að þeir líti á Vesturlönd sem andstæðinga í stríðinu. Þeir hafa þegar farið í leynilegar aðgerðir gegn evrópskum fyrirtækjum og innviðum.Sem dæmi má nefna að flugvél Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, varð fyrir markvissri truflun á staðsetningarbúnaði yfir Búlgaríu, sem talið er að rekja má beint til Rússa. Slík árás er ekki einungis af tæknilegum toga heldur í reynd tilraun til aftöku á æðsta ráðamanni ESB. Þetta sést ekki aðeins í evrópskum fjölmiðlum heldur jafnvel hér heima. Í fréttaflutningi RÚV er stundum endurtekið orðalag Pútíns og Peskovs án þess að spurt sé gagnrýninna spurninga. – Af hverju ættu Vesturlönd að vera hrædd? Pútín hefur hótað þessu sama oft áður. Hann veit að bein átök við NATO myndu enda með hruni Rússlands. – Hver er raunveruleg staða Rússlands á vígvellinum? – Hvernig geta tengsl Úkraínu við Vesturlönd verið „orsök“ stríðsins þegar innrásin var ákveðin áður en þessi tengsl höfðu einhver raunveruleg áhrif? Ætti ríkisfjölmiðill ekki að gæta hlutleysis einmitt með því að spyrja gagnrýninna spurninga og setja yfirlýsingar í samhengi? Að endursegja áróður Kremls gagnrýnislaust er ekki hlutleysi. Í þessu samhengi er engin leið að láta sem Ísland geti verið hlutlaust. Við erum hluti af NATO, varnarbandalagi sem byggir á gagnkvæmri vernd. Að láta eins og við getum setið hjá er að fallast á skilning Kremls á veruleikanum. Til að mæta bæði hernaðarlegum hótunum og þeim áróðri og upplýsingaóreiðu sem óvinaþjóðir beita, þarf Ísland að setja á fót eigin varnarmálastofnun, byggja upp herafla í samræmi við stærð þjóðarinnar og starfrækja leyniþjónustu sem getur greint, brugðist við og varið fjölskyldur okkar og samfélagið. Friður er grundvallarforsenda mannréttinda. Ekki er hægt að tala um mannréttindi nema friður sé tryggður og friður er ekki tryggður nema með því að hækka þann þröskuld sem óvinaþjóðir þurfa að komast yfir til þess að hér skapist hættuástand. Með því að efla eigin varnir, bæði með NATO og innanlands, styrkjum við ekki aðeins öryggi Íslands heldur einnig Úkraínu, sem ber nú höfuðþungann af baráttunni fyrir frelsi Evrópu. Ísland er hluti af NATO og getur ekki verið hlutlaust þegar Rússar telja sig þegar vera í stríði við Vesturlönd og NATO. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Vladimír Pútín lýsti nýlega yfir að ef vestrænar hersveitir birtast í Úkraínu yrðu þær taldar „lögmæt skotmörk“ fyrir rússneska herinn. (Reuters, The Guardian) Fyrir áheyrendur á Vesturlöndum kann þetta að virðast hefðbundin hótun frá Kreml, en í huga Kremls er þetta hluti af kerfisbundinni stefnu: Rússland telur sig ekki lengur aðeins í stríði við Úkraínu, heldur við allt varnarbandalagið NATO. Áróðurinn miðar að því að fæla Vesturlönd frá stuðningi. Kreml hefur árum saman reynt að skapa klofning og tortryggni í lýðræðisríkjum með áróðri, falsfréttum og netárásum. Nýleg skýrsla frá CSIS lýsir þessu sem „skuggastríði“ Rússlands gegn Vesturlöndum. Slíkar aðgerðir eru ekki bundnar við víglínuna í Donbas, þær birtast líka í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og innlendri pólitík. (CSIS) Á Íslandi sáum við hvernig átök í Kastljósi 1. september um kyn og trans fólk urðu fljótt að eldfimu máli á samfélagsmiðlum. Hér er ekki tilefni til að taka afstöðu með einum eða neinum, nema að minna á einfaldan sannleik: við verðum að bera virðingu fyrir hvort öðru. Fjölbreytileiki er dýrmætur, og ágreiningur verður ekki leystur með því að tala yfir aðra eða gera lítið úr upplifun fólks. „Morfís-ræðustíll“ getur virkað í ræðukeppnum, en í samfélagslegri umræðu sannfærir hann engan. Setjum átökin í stærra samhengi: óvinaþjóðir beita markvissu menningarherferðum til að veikja lýðræðisríki að innan. Þær ýta undir hatursorðræðu, grafa undan trausti á fjölmiðlum og magna upp átök milli borgara. Það sem virðist einungis umræða um fjölda kynja getur í þessu ljósi orðið hluti af stærri glundroða sem þjónar hagsmunum þeirra sem vilja sundra, ekki sameina. Þess vegna þurfa báðir aðilar í slíkum umræðum að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars. Við getum ekki ætlast til að allir setji sig fullkomlega í spor annarra eða skilji allar upplifanir, en við getum ætlast til að tala saman af virðingu. Ástin og mannúðin munu á endanum sigra. Það er besta vopnið gegn áróðri og klofningi. Þegar við tengjum þessa innlendu umræðu við alþjóðlega stöðu sést samhengið: Kreml vill sýna Vesturlöndum að öll aðstoð við Úkraínu geri þau að „beinum þátttakanda“. Rússar lýsa nú opinberlega yfir að þeir líti á Vesturlönd sem andstæðinga í stríðinu. Þeir hafa þegar farið í leynilegar aðgerðir gegn evrópskum fyrirtækjum og innviðum.Sem dæmi má nefna að flugvél Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, varð fyrir markvissri truflun á staðsetningarbúnaði yfir Búlgaríu, sem talið er að rekja má beint til Rússa. Slík árás er ekki einungis af tæknilegum toga heldur í reynd tilraun til aftöku á æðsta ráðamanni ESB. Þetta sést ekki aðeins í evrópskum fjölmiðlum heldur jafnvel hér heima. Í fréttaflutningi RÚV er stundum endurtekið orðalag Pútíns og Peskovs án þess að spurt sé gagnrýninna spurninga. – Af hverju ættu Vesturlönd að vera hrædd? Pútín hefur hótað þessu sama oft áður. Hann veit að bein átök við NATO myndu enda með hruni Rússlands. – Hver er raunveruleg staða Rússlands á vígvellinum? – Hvernig geta tengsl Úkraínu við Vesturlönd verið „orsök“ stríðsins þegar innrásin var ákveðin áður en þessi tengsl höfðu einhver raunveruleg áhrif? Ætti ríkisfjölmiðill ekki að gæta hlutleysis einmitt með því að spyrja gagnrýninna spurninga og setja yfirlýsingar í samhengi? Að endursegja áróður Kremls gagnrýnislaust er ekki hlutleysi. Í þessu samhengi er engin leið að láta sem Ísland geti verið hlutlaust. Við erum hluti af NATO, varnarbandalagi sem byggir á gagnkvæmri vernd. Að láta eins og við getum setið hjá er að fallast á skilning Kremls á veruleikanum. Til að mæta bæði hernaðarlegum hótunum og þeim áróðri og upplýsingaóreiðu sem óvinaþjóðir beita, þarf Ísland að setja á fót eigin varnarmálastofnun, byggja upp herafla í samræmi við stærð þjóðarinnar og starfrækja leyniþjónustu sem getur greint, brugðist við og varið fjölskyldur okkar og samfélagið. Friður er grundvallarforsenda mannréttinda. Ekki er hægt að tala um mannréttindi nema friður sé tryggður og friður er ekki tryggður nema með því að hækka þann þröskuld sem óvinaþjóðir þurfa að komast yfir til þess að hér skapist hættuástand. Með því að efla eigin varnir, bæði með NATO og innanlands, styrkjum við ekki aðeins öryggi Íslands heldur einnig Úkraínu, sem ber nú höfuðþungann af baráttunni fyrir frelsi Evrópu. Ísland er hluti af NATO og getur ekki verið hlutlaust þegar Rússar telja sig þegar vera í stríði við Vesturlönd og NATO. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun