Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 21:02 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Lýður Valberg Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu telur Evrópusambandið fara út fyrir valdsvið sitt með tilskipun sem á að innleiða hér á landi. Hann hvetur stjórnvöld á Íslandi til að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að reglugerð í samráðsgátt sem er til þess fallin að innleiða tilskipun Evrópusambandsins er varðar plastvörur. Markmið tilskipunarinnar er að draga úr áhrifum plastvara á umhverfið og gera það að skyldu að einnota vörur verði merktar sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu. Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt drögin harðlega í umsögn og útlistað hugsanleg áhrif. „Verð á vörum sem þurfa þá að vera með áprentaðri merkingu á íslensku erlendis frá muni hækka í einhverjum tilvikum. Það sem er kannski ekki síður hættan er sú að framleiðendur sem að innlendir innflytjendur eiga í viðskiptasambandi við munu bara líta svo á að íslenski markaðurinn sé svo lítill að það sé ekki kostnaðarins eða umstangsins virði að standa í því að selja Íslandi vörur,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann tekur fram að það muni draga enn frekar úr samkeppni hér á landi sem muni hafa gífurlega neikvæð áhrif. Komi sérstaklega niður á konum Um er að ræða vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Reglugerðin komi til með að bitna sérstaklega á konum að mati samtakanna. „Já af því að þessi merkingarkrafa nær til tíðarvara sem er ekki alveg í takt við tíðarandann þá er ákveðin hætta á því,“ segir Benedikt. „Sem fyrr segir má sjá í hendi sér að birgjum muni fækka og verð hækka. Tíðavörður verða þá ekki undanskildar slíkri fyrirsjáanlegri markaðsþróun. Því mun verðhækkun, minna vöruúrval og möguleg rýrnun á gæðum vara á markaði koma sérstaklega niður á konum. Fyrir margar konur er um að ræða nauðsynjavörur sem þær geta ekki sleppt að kaupa eða dregið úr notkun á,“ segir í umsögn samtakanna. Kröfunni haldið stíft til haga Tilskipunin hafi meiri áhrif á Íslandi en annars staðar enda um lítið málsvæði að ræða og land sem reiðir sig á innflutning. Samtökin telja framkvæmdastjórn ESB hafa farið út fyrir valdsvið sitt en aðlögunarbeiðni Íslands var synjað árið 2023. Ekki var talið nægja að merkja vörur á ensku eða öðru norðurlandamáli. „Allt byggir þetta á móðurtilskipun og þar er enginn ávinningur gefinn af því að merkingarkröfurnar yrðu svo strangar að þetta þyrfti að vera á opinberu tungumáli allra aðildarríkja ESB og hvað þá EES-svæðinu.“ Hann hvetur stjórnvöld til að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. „Eins og við höfum allavega heyrt af þeim samskiptum sem íslensk stjórnvöld hafa átt við framkvæmdastjórnina að þessu leyti þá er þessari kröfu haldið stíft til haga. Alveg burt séð frá því hvernig aðstæður eru hér á landi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Samfylkingin Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að reglugerð í samráðsgátt sem er til þess fallin að innleiða tilskipun Evrópusambandsins er varðar plastvörur. Markmið tilskipunarinnar er að draga úr áhrifum plastvara á umhverfið og gera það að skyldu að einnota vörur verði merktar sérstaklega sem plastvörur á móðurtungumálinu. Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt drögin harðlega í umsögn og útlistað hugsanleg áhrif. „Verð á vörum sem þurfa þá að vera með áprentaðri merkingu á íslensku erlendis frá muni hækka í einhverjum tilvikum. Það sem er kannski ekki síður hættan er sú að framleiðendur sem að innlendir innflytjendur eiga í viðskiptasambandi við munu bara líta svo á að íslenski markaðurinn sé svo lítill að það sé ekki kostnaðarins eða umstangsins virði að standa í því að selja Íslandi vörur,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann tekur fram að það muni draga enn frekar úr samkeppni hér á landi sem muni hafa gífurlega neikvæð áhrif. Komi sérstaklega niður á konum Um er að ræða vörur á borð við tíðavörur, blautþurrkur, tóbaksvörur sem innihalda plast og bolla og glös fyrir drykkjarvörur. Reglugerðin komi til með að bitna sérstaklega á konum að mati samtakanna. „Já af því að þessi merkingarkrafa nær til tíðarvara sem er ekki alveg í takt við tíðarandann þá er ákveðin hætta á því,“ segir Benedikt. „Sem fyrr segir má sjá í hendi sér að birgjum muni fækka og verð hækka. Tíðavörður verða þá ekki undanskildar slíkri fyrirsjáanlegri markaðsþróun. Því mun verðhækkun, minna vöruúrval og möguleg rýrnun á gæðum vara á markaði koma sérstaklega niður á konum. Fyrir margar konur er um að ræða nauðsynjavörur sem þær geta ekki sleppt að kaupa eða dregið úr notkun á,“ segir í umsögn samtakanna. Kröfunni haldið stíft til haga Tilskipunin hafi meiri áhrif á Íslandi en annars staðar enda um lítið málsvæði að ræða og land sem reiðir sig á innflutning. Samtökin telja framkvæmdastjórn ESB hafa farið út fyrir valdsvið sitt en aðlögunarbeiðni Íslands var synjað árið 2023. Ekki var talið nægja að merkja vörur á ensku eða öðru norðurlandamáli. „Allt byggir þetta á móðurtilskipun og þar er enginn ávinningur gefinn af því að merkingarkröfurnar yrðu svo strangar að þetta þyrfti að vera á opinberu tungumáli allra aðildarríkja ESB og hvað þá EES-svæðinu.“ Hann hvetur stjórnvöld til að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. „Eins og við höfum allavega heyrt af þeim samskiptum sem íslensk stjórnvöld hafa átt við framkvæmdastjórnina að þessu leyti þá er þessari kröfu haldið stíft til haga. Alveg burt séð frá því hvernig aðstæður eru hér á landi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Samfylkingin Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira