Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar 4. september 2025 11:04 Það er líklega ekkert eins vel til þess fallið að efla seiglu og þrautseigju hjá ungu fólki eins og að fara í tjaldútilegu. Því miður er staðan þannig í dag að mjög mörg börn fara á mis við þessa upplifun. Bæði vegna hraðans í þjóðfélaginu og breyttra áhersla. Mörg fá að fara með pabba og mömmu í ferð í hjólhýsið eða jafnvel til Tene sem er auðvitað gefandi líka en ekki alveg það sama. Svo við tölum nú ekki um að fara í útilegu með hópi jafningja og ekki bara eigin fjölskyldu. Nemendur og kennarar Þjórsárskóla hafa lengi verið virk í útinámi. Meðal þess sem hefur verið gert er að fara í útilegu, gista í tjaldi og takast á við náttúruna og sjálf sig. Í ár var þessi hefð endurvakin eftir smá covid lægð. Á fimmtudaginn lögðu því ríflega 60 nemendur af stað í Þjórsárdalinn þar sem að þau slógu upp tjaldbúð og gistu eina nótt. Mynd/Lilja Loftsdóttir Svona ferð kallar á mikinn undirbúning, bæði hvað varðar dagskrá og útbúnað en hún kallar líka á undirbúning hjá nemendum sjálfum. Mörg þeirra yngstu eru að fara í fyrsta skipti í svona ferð og mörg eru, eðlilega, kvíðin yfir því að vera að heiman. Kennararnir þeirra hafa því nýtt dagana á undan til að byggja upp sjálfstraustið og notið til þess stuðning að heiman. Það eru ótrúlegir sigrar fólgnir í því að leggja af stað, takast á við áskorunina og ná svo þeim árangri sem að var stefnt. Sérstaklega hjá þeim sem að höfðu jafnvel enga trú á eigin getu. Þannig standa þau eftir sterkari og tilbúnari til að takast á við næstu áskorun. En það skiptir líka máli að búa nemendum fjölbreytt tækifæri til að blómstra. Svona ferðir og útikennsla almennt eru slík tækifæri. Nemendur sem að eiga kannski erfitt uppdráttar í skólastofunni verða oft leiðtogar úti. Þau eru óhrædd og tilbúin að takast á við ýmiskonar verkefni sem að aðrir nemendur gera kannski ekki. Þetta er þannig frábært tækifæri fyrir kennarann til að sjá nemendur sína í öðru ljósi. Eiga með þeim stundir þar sem að tengsl verða sterkari og þau eignast sameiginlegar sögur til að leita í þegar verkefnin verða krefjandi í skólastofunni. „Manstu eftir ferðinni okkar og hvað þú varst frábær við eldinn… eða á kvöldvökunni… eða í göngunni…“. Svona tækifæri þurfa kennarar að grípa og átta sig á því hvað þau geta búið til mikinn fjársjóð fyrir framtíðina. Kennarar og starfsfólk í Þjórsárskóla er svo sannarlega þar. Hvert tækifæri er nýtt til að fara út, brjóta upp kennsluna og nýta þau ótal tækifæri sem bjóðast til að tengja verkefnin við raunverulega aðstæður og tækifæri. En nemendur voru stjörnurnar í þessari ferð. Fóru um skóginn, snyrtu til og hjálpuð þannig umhverfinu og öðrum gestum sem á eftir koma. Reyndu á sig og gerðu það allt með bros á vör. Jafnvel þegar þreytan var farin að segja til sín og einhverjir árekstrar urðu þá var kafað djúpt og málin leyst. Það er nefnilega líka tækifæri fyrir nemendur til að sjá hvort annað í nýju ljósi. Sjá styrkinn hvort í öðru og láta reyna á umburðarlyndið, þrautseigjuna og lausnaleitina. Þannig verða þessir hlutir til. Með því að rekast á, verða þreytt og jafnvel óörugg en ná að leysa úr því, helst sjálf, en ef ekki þá með smá aðstoð frá þeim fullorðnu þá þroska þau þessa hæfileika. Náttúruna og útiveran býður upp á allt þetta og meira til. Mynd/Helena Steinþórsdóttir Við báðum nemendur um að segja okkur aðeins frá þeirra upplifun í þessari ferð. Á yngsta stigi voru nemendur spenntir og kvíðnir á sama tíma. Sum höfðu meira að segja orð á því að þetta gæti verið aðeins of erfitt fyrir þau. En þegar upp var staðið sigruðust þau öll á þessu og þau sem höfðu haft áhyggjur sögðu að það að gista hefði verið það skemmtilegasta í ferðinni. Þarna sjáum við hvað það skiptir miklu máli að við bjóðum upp á áskoranir fyrir börn og að við leyfum þeim að reyna sig við þær áskoranir. Ein slík var t.d. að fara í göngu í skóginum með vasaljós eftir að myrkur var skollið á. Ef við hugsum til baka þá hefur þetta örugglega verið eitthvað sem við sjálf höfum þurft að yfirstíga. Eftir ferðina töluðu þau líka um náttúruna, leikina, kvöldvökuna og eins og ein sagði: að hittast í tjöldunum, spjalla og hlæja. Miðstigsnemendum fannst mörgum gaman að læra að kveikja eld og að tjalda. Margir töluðu einnig um hvað það var gaman á kvöldvökunni, sérstaklega þau sem voru með atriði. Sum þeirra nefndu einnig göngu í skóginum og auðvitað að gista í tjaldi með vinum sínum. Allt eru þetta atriði þar sem að við erum að treysta þeim til að aðstoða og læra eitthvað nýtt. Skemmtiatriði getur verið þræl erfitt en mjög gefandi og góð minning þegar það tekst vel og fær, eins og hjá okkur, góðar viðtökur. En það er skemmtilegt að heyra að þau hafi notið þess að vera úti í náttúrunni, upplifa skóginn, týna ber uppísig og hlusta á fuglana. Hjá unglingastiginu stóð samveran uppúr. Að fara um í skóginum með góðum vinahóp, vaða ár og fara út úr tjaldinu um nóttina í niðamyrkri. Við sjáum þarna hvað það er mikilvægt fyrir unga fólkið okkar að fá tækifæri til að sjá hvert annað við raunverulegar aðstæður (ekki í símum eða samfélagsmiðlum) og upplifa samveruna. Fyrir okkur sem vorum með var stórkostlegt að fylgjast með þessum jákvæða hóp þar sem hjálpsemin og samheldnin skein í gegn. Heim komu því þreytt og stundum smá drullug börn sem að höfðu lært meira en tveir dagar í skólastofunni geta kennt. Við hvetjum sem flesta skóla til að fara sem oftast í ferðir, sérstaklega yfir nótt eða nætur og til að nýta náttúruna í allri sinni kennslu. Við munum halda áfram og stefnum á enn fleiri ferðir í framtíðinni. Höfundur er skólastjóri Þjórsárskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Það er líklega ekkert eins vel til þess fallið að efla seiglu og þrautseigju hjá ungu fólki eins og að fara í tjaldútilegu. Því miður er staðan þannig í dag að mjög mörg börn fara á mis við þessa upplifun. Bæði vegna hraðans í þjóðfélaginu og breyttra áhersla. Mörg fá að fara með pabba og mömmu í ferð í hjólhýsið eða jafnvel til Tene sem er auðvitað gefandi líka en ekki alveg það sama. Svo við tölum nú ekki um að fara í útilegu með hópi jafningja og ekki bara eigin fjölskyldu. Nemendur og kennarar Þjórsárskóla hafa lengi verið virk í útinámi. Meðal þess sem hefur verið gert er að fara í útilegu, gista í tjaldi og takast á við náttúruna og sjálf sig. Í ár var þessi hefð endurvakin eftir smá covid lægð. Á fimmtudaginn lögðu því ríflega 60 nemendur af stað í Þjórsárdalinn þar sem að þau slógu upp tjaldbúð og gistu eina nótt. Mynd/Lilja Loftsdóttir Svona ferð kallar á mikinn undirbúning, bæði hvað varðar dagskrá og útbúnað en hún kallar líka á undirbúning hjá nemendum sjálfum. Mörg þeirra yngstu eru að fara í fyrsta skipti í svona ferð og mörg eru, eðlilega, kvíðin yfir því að vera að heiman. Kennararnir þeirra hafa því nýtt dagana á undan til að byggja upp sjálfstraustið og notið til þess stuðning að heiman. Það eru ótrúlegir sigrar fólgnir í því að leggja af stað, takast á við áskorunina og ná svo þeim árangri sem að var stefnt. Sérstaklega hjá þeim sem að höfðu jafnvel enga trú á eigin getu. Þannig standa þau eftir sterkari og tilbúnari til að takast á við næstu áskorun. En það skiptir líka máli að búa nemendum fjölbreytt tækifæri til að blómstra. Svona ferðir og útikennsla almennt eru slík tækifæri. Nemendur sem að eiga kannski erfitt uppdráttar í skólastofunni verða oft leiðtogar úti. Þau eru óhrædd og tilbúin að takast á við ýmiskonar verkefni sem að aðrir nemendur gera kannski ekki. Þetta er þannig frábært tækifæri fyrir kennarann til að sjá nemendur sína í öðru ljósi. Eiga með þeim stundir þar sem að tengsl verða sterkari og þau eignast sameiginlegar sögur til að leita í þegar verkefnin verða krefjandi í skólastofunni. „Manstu eftir ferðinni okkar og hvað þú varst frábær við eldinn… eða á kvöldvökunni… eða í göngunni…“. Svona tækifæri þurfa kennarar að grípa og átta sig á því hvað þau geta búið til mikinn fjársjóð fyrir framtíðina. Kennarar og starfsfólk í Þjórsárskóla er svo sannarlega þar. Hvert tækifæri er nýtt til að fara út, brjóta upp kennsluna og nýta þau ótal tækifæri sem bjóðast til að tengja verkefnin við raunverulega aðstæður og tækifæri. En nemendur voru stjörnurnar í þessari ferð. Fóru um skóginn, snyrtu til og hjálpuð þannig umhverfinu og öðrum gestum sem á eftir koma. Reyndu á sig og gerðu það allt með bros á vör. Jafnvel þegar þreytan var farin að segja til sín og einhverjir árekstrar urðu þá var kafað djúpt og málin leyst. Það er nefnilega líka tækifæri fyrir nemendur til að sjá hvort annað í nýju ljósi. Sjá styrkinn hvort í öðru og láta reyna á umburðarlyndið, þrautseigjuna og lausnaleitina. Þannig verða þessir hlutir til. Með því að rekast á, verða þreytt og jafnvel óörugg en ná að leysa úr því, helst sjálf, en ef ekki þá með smá aðstoð frá þeim fullorðnu þá þroska þau þessa hæfileika. Náttúruna og útiveran býður upp á allt þetta og meira til. Mynd/Helena Steinþórsdóttir Við báðum nemendur um að segja okkur aðeins frá þeirra upplifun í þessari ferð. Á yngsta stigi voru nemendur spenntir og kvíðnir á sama tíma. Sum höfðu meira að segja orð á því að þetta gæti verið aðeins of erfitt fyrir þau. En þegar upp var staðið sigruðust þau öll á þessu og þau sem höfðu haft áhyggjur sögðu að það að gista hefði verið það skemmtilegasta í ferðinni. Þarna sjáum við hvað það skiptir miklu máli að við bjóðum upp á áskoranir fyrir börn og að við leyfum þeim að reyna sig við þær áskoranir. Ein slík var t.d. að fara í göngu í skóginum með vasaljós eftir að myrkur var skollið á. Ef við hugsum til baka þá hefur þetta örugglega verið eitthvað sem við sjálf höfum þurft að yfirstíga. Eftir ferðina töluðu þau líka um náttúruna, leikina, kvöldvökuna og eins og ein sagði: að hittast í tjöldunum, spjalla og hlæja. Miðstigsnemendum fannst mörgum gaman að læra að kveikja eld og að tjalda. Margir töluðu einnig um hvað það var gaman á kvöldvökunni, sérstaklega þau sem voru með atriði. Sum þeirra nefndu einnig göngu í skóginum og auðvitað að gista í tjaldi með vinum sínum. Allt eru þetta atriði þar sem að við erum að treysta þeim til að aðstoða og læra eitthvað nýtt. Skemmtiatriði getur verið þræl erfitt en mjög gefandi og góð minning þegar það tekst vel og fær, eins og hjá okkur, góðar viðtökur. En það er skemmtilegt að heyra að þau hafi notið þess að vera úti í náttúrunni, upplifa skóginn, týna ber uppísig og hlusta á fuglana. Hjá unglingastiginu stóð samveran uppúr. Að fara um í skóginum með góðum vinahóp, vaða ár og fara út úr tjaldinu um nóttina í niðamyrkri. Við sjáum þarna hvað það er mikilvægt fyrir unga fólkið okkar að fá tækifæri til að sjá hvert annað við raunverulegar aðstæður (ekki í símum eða samfélagsmiðlum) og upplifa samveruna. Fyrir okkur sem vorum með var stórkostlegt að fylgjast með þessum jákvæða hóp þar sem hjálpsemin og samheldnin skein í gegn. Heim komu því þreytt og stundum smá drullug börn sem að höfðu lært meira en tveir dagar í skólastofunni geta kennt. Við hvetjum sem flesta skóla til að fara sem oftast í ferðir, sérstaklega yfir nótt eða nætur og til að nýta náttúruna í allri sinni kennslu. Við munum halda áfram og stefnum á enn fleiri ferðir í framtíðinni. Höfundur er skólastjóri Þjórsárskóla.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun