Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2025 07:01 Hugmyndir eru uppi í Ísrael um að innlima um 80 prósent Vesturbakkans. Getty/Amir Levy Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, hefur lagt fram tillögu að innlimun nær alls Vesturbakkans. Um það bil 700 þúsund gyðingar búa nú á Vesturbakkanum og 3,3 milljónir Palestínumanna. Reistar hafa verið um það bil 160 landtökubyggðir, sem eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Lana Nusseibeh, háttsettur embættismaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, segir áætlun Smotrich grafa undan sáttmála sem Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Marokkó gerðu við Ísrael árið 2020. Sáttmálinn, kenndur við Abraham, fól meðal annars í sér að þáverandi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu hét því að setja allar fyrirætlanir um að innlima hluta Vesturbakkans á hilluna. Margir núverandi samstarfsmenn Netanyahu hafa hins vegar löngum talað fyrir innlimun svæðisins, að hluta eða í heild. Mögulega hafa yfirlýsingar erlendra ríkja um að viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki hvatt menn til að hraða slíkum áætlunum. Netanyahu hefur sjálfur sagt að viðurkenning Palestínu jafngilti því að verðlauna Hamas fyrir árásirnar á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023. Þegar Smotrich kynnti hugmyndirnar um innlimun sagði hann tímabært að slá hugmyndir um skiptingu landsins og stofnun „hryðjuverkaríkis“ á miðju svæðinu algjörlega út af borðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, hefur lagt fram tillögu að innlimun nær alls Vesturbakkans. Um það bil 700 þúsund gyðingar búa nú á Vesturbakkanum og 3,3 milljónir Palestínumanna. Reistar hafa verið um það bil 160 landtökubyggðir, sem eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Lana Nusseibeh, háttsettur embættismaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, segir áætlun Smotrich grafa undan sáttmála sem Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein og Marokkó gerðu við Ísrael árið 2020. Sáttmálinn, kenndur við Abraham, fól meðal annars í sér að þáverandi ríkisstjórn Benjamin Netanyahu hét því að setja allar fyrirætlanir um að innlima hluta Vesturbakkans á hilluna. Margir núverandi samstarfsmenn Netanyahu hafa hins vegar löngum talað fyrir innlimun svæðisins, að hluta eða í heild. Mögulega hafa yfirlýsingar erlendra ríkja um að viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki hvatt menn til að hraða slíkum áætlunum. Netanyahu hefur sjálfur sagt að viðurkenning Palestínu jafngilti því að verðlauna Hamas fyrir árásirnar á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023. Þegar Smotrich kynnti hugmyndirnar um innlimun sagði hann tímabært að slá hugmyndir um skiptingu landsins og stofnun „hryðjuverkaríkis“ á miðju svæðinu algjörlega út af borðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira