Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 4. september 2025 08:32 Skautun eða pólaríseringin, einsog margir kalla hana á ensku, sækir í sig veðrið þegar ágreiningur myndast — og hún blómstrar þegar gagnrýnin og fordæmingin sem fylgir henni hefst. Hún minnir einna helst á hest með blöðkur fyrir augunum sem dregur vagn en sér aðeins eigin snoppu og veginn framundan, enda er ferðinni stýrt af knapanum. Skoðun er ekki lengur opinn gluggi — hún er hnífur. Hún sker rýmið í tvennt: rétt og rangt, með og á móti. Og í því rými er varla pláss fyrir spurningar, aðeins fordæmingar. Í dag er skoðun brynja. Hún heldur utan um sjálfsmyndina en lokar á samtalið. Skoðun sem sannleikur Í samfélaginu fær skoðunin fljótt sess sannleikans. Því hærra sem hún er hrópuð á torgum, því þyngra vegur hún. Fjölmiðlar lifa á henni, pólitíkin þrífst á henni, netið nærist á eldi hennar. Við erum kölluð til leiks — ekki til samtals. Við fylkjum okkur í lið á bak við slagorð og yfirlýsingar. Það er eins og allt samfélagið sé vagninn, dreginn áfram af hesti með blöðkur og svipu knapans. Á ferðalaginu gefur enginn sér tíma til að skoða landslagið og sjá allt sem það hefur að geyma. : Við sjáum aðeins vegginn á milli hópanna.. Umræðuvélin Skoðanir eru eldsneyti í umræðuvélina. Þær hringsnúast á samfélagsmiðlum, í athugasemdakerfum, í útvarpi, í pontu Alþingis. Hver um sig ætlar að slá í gegn, skora stig, færa fólk nær sínum hópi — fjær hinum. Við tölum ekki lengur saman, við keppum. Orðin eru pílur án skífu — þau rista aðeins gjá á milli andstæðra póla. Og hvað verður svo um það sem liggur á milli? Þögnina. Spurningarnar sem enginn leyfir sér að spyrja. Næmnina sem finnur ekki samastað í átakarýminu. Þannig hleður samfélagið múra úr skoðunum og kallar þá lýðræðislega umræðu. Þegar olían klárast En þegar olían klárast — þegar skautunin hefur brennt upp traust, tæmt orð af innihaldi og skilgreint samtal sem átök — hvað stendur þá eftir? Tómur vagninn. Hesturinn með blöðkurnar sem sér ekkert annað. Og við, sem sitjum í vagninum, með tilfinningu um að hafa ferðast um langan veg án þess að hafa hreyfst úr stað. Önnur leið En það er til önnur leið. Skoðanir eru ekki heildarmynd samfélagsins. Þær sýna aðeins hvar það stendur tímabundið á ákveðnum punkti. Samfélagið sjálft er óendanleg og öflug lifandi hreyfing. Að festa tilvist manns við eina skoðun og segja „svona er hann, við hverju er að búast” er útilokað að hann kunni líka að vera eitthvað annað. Það er gott að hafa skoðanir - en þær mega ekki leiða okkur í gönur eða í blindgötu. Skoðunin er farartæki, ekki herra. Þegar umræðan snýst ekki um stimpla og fordæmingu heldur um efnið sjálft, opnast rými fyrir lærdóm, breytingu og dýpri skilning. Hver hefur ekki haft skoðun sem tók breytingum ? Og hver hefur ekki gengið einum of langt við að reyna að troða eigin skoðunum upp á aðra? Í dag er það leikur í pólitíkinni — að nappa einhvern sem sagði eitt fyrir fimm árum og annað í dag. Eins og það sé glæpur að þroskast og breytast. Samtal í stað átaka Kannski er raunverulegt samtal ekki barátta skoðana, heldur forvitni um manneskjuna sem talar. Ekki: „Hvað stendur þú fyrir?“ Heldur: „Hvernig sérðu þetta núna” Þegar við slökkvum eldinn og losum blöðkurnar af hestinum, kemur í ljós landslagið sem var alltaf þarna. Og þar er pláss fyrir fleiri en tvö sjónarhorn. Þar erum við ekki andstæð lið, heldur fólk sem þarf á raunverulegu samtali að halda. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Skautun eða pólaríseringin, einsog margir kalla hana á ensku, sækir í sig veðrið þegar ágreiningur myndast — og hún blómstrar þegar gagnrýnin og fordæmingin sem fylgir henni hefst. Hún minnir einna helst á hest með blöðkur fyrir augunum sem dregur vagn en sér aðeins eigin snoppu og veginn framundan, enda er ferðinni stýrt af knapanum. Skoðun er ekki lengur opinn gluggi — hún er hnífur. Hún sker rýmið í tvennt: rétt og rangt, með og á móti. Og í því rými er varla pláss fyrir spurningar, aðeins fordæmingar. Í dag er skoðun brynja. Hún heldur utan um sjálfsmyndina en lokar á samtalið. Skoðun sem sannleikur Í samfélaginu fær skoðunin fljótt sess sannleikans. Því hærra sem hún er hrópuð á torgum, því þyngra vegur hún. Fjölmiðlar lifa á henni, pólitíkin þrífst á henni, netið nærist á eldi hennar. Við erum kölluð til leiks — ekki til samtals. Við fylkjum okkur í lið á bak við slagorð og yfirlýsingar. Það er eins og allt samfélagið sé vagninn, dreginn áfram af hesti með blöðkur og svipu knapans. Á ferðalaginu gefur enginn sér tíma til að skoða landslagið og sjá allt sem það hefur að geyma. : Við sjáum aðeins vegginn á milli hópanna.. Umræðuvélin Skoðanir eru eldsneyti í umræðuvélina. Þær hringsnúast á samfélagsmiðlum, í athugasemdakerfum, í útvarpi, í pontu Alþingis. Hver um sig ætlar að slá í gegn, skora stig, færa fólk nær sínum hópi — fjær hinum. Við tölum ekki lengur saman, við keppum. Orðin eru pílur án skífu — þau rista aðeins gjá á milli andstæðra póla. Og hvað verður svo um það sem liggur á milli? Þögnina. Spurningarnar sem enginn leyfir sér að spyrja. Næmnina sem finnur ekki samastað í átakarýminu. Þannig hleður samfélagið múra úr skoðunum og kallar þá lýðræðislega umræðu. Þegar olían klárast En þegar olían klárast — þegar skautunin hefur brennt upp traust, tæmt orð af innihaldi og skilgreint samtal sem átök — hvað stendur þá eftir? Tómur vagninn. Hesturinn með blöðkurnar sem sér ekkert annað. Og við, sem sitjum í vagninum, með tilfinningu um að hafa ferðast um langan veg án þess að hafa hreyfst úr stað. Önnur leið En það er til önnur leið. Skoðanir eru ekki heildarmynd samfélagsins. Þær sýna aðeins hvar það stendur tímabundið á ákveðnum punkti. Samfélagið sjálft er óendanleg og öflug lifandi hreyfing. Að festa tilvist manns við eina skoðun og segja „svona er hann, við hverju er að búast” er útilokað að hann kunni líka að vera eitthvað annað. Það er gott að hafa skoðanir - en þær mega ekki leiða okkur í gönur eða í blindgötu. Skoðunin er farartæki, ekki herra. Þegar umræðan snýst ekki um stimpla og fordæmingu heldur um efnið sjálft, opnast rými fyrir lærdóm, breytingu og dýpri skilning. Hver hefur ekki haft skoðun sem tók breytingum ? Og hver hefur ekki gengið einum of langt við að reyna að troða eigin skoðunum upp á aðra? Í dag er það leikur í pólitíkinni — að nappa einhvern sem sagði eitt fyrir fimm árum og annað í dag. Eins og það sé glæpur að þroskast og breytast. Samtal í stað átaka Kannski er raunverulegt samtal ekki barátta skoðana, heldur forvitni um manneskjuna sem talar. Ekki: „Hvað stendur þú fyrir?“ Heldur: „Hvernig sérðu þetta núna” Þegar við slökkvum eldinn og losum blöðkurnar af hestinum, kemur í ljós landslagið sem var alltaf þarna. Og þar er pláss fyrir fleiri en tvö sjónarhorn. Þar erum við ekki andstæð lið, heldur fólk sem þarf á raunverulegu samtali að halda. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun