Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. september 2025 21:40 Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps. Aðsend Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. „Þetta er ekki unnið af okkar hálfu, hvorki sveitarstjórnarfólks eða neitt, þetta er af hendi Þjóðskrár sem setur af stað svona rannsókn. Ég frétti að lögreglan hefði tekið einhvern rúnt,“ segir Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Þjóðskrá sem staðfesti að kallað hefði verið til lögreglu. Á föstudag hefjast kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar og standa þær til 20. september. Hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Skorradalshreppur er eitt fámennasta sveitarfélag á landinu en samkvæmt tölfræði Þjóðskrár búa nú sjötíu manns þar. Jón Eiríkur hefur áður sagt að skráðum íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og hann efaðist um að allir hefðu fasta búsetu í hreppnum. Hann segir þó lítið sem Þjóðskrá geti gert vegna mála líkt og þessara og lög um kjörskrá sveitarstjórnarkosninga ekki virka sem skyldi. „Það er bara þannig að Þjóðskrá segist ekki vera með nein almennileg verkfæri til þess að beita í svona löguðum málum og það virðist vera sem svo að það hafi komið hér hópur af fólki, ég vil kalla það hóp,“ segir hann. Jón Eiríkur segir að ekki sé um að ræða fjölda manns en hver einstaklingur geti haft áhrif vegna smæðar samfélagsins. „Við erum svo lítið sveitarfélag að það sem á einum stað er talin ein og ein hræða er það hópur í okkar huga. Hvert atkvæði vegur svo þungt. Ég tel að á milli tíu og tuttugu prósent íbúa séu fólk sem eigi ekki að greiða atkvæði í sveitarfélaginu,“ segir hann. „Það er fólk sem býr hér og þar um landið og virðist flytja í sveitarfélagið til að hafa áhrif á kosningar sem ég tel vera stórlega ógn við lýðræðið. Ef við fáum ekki að ráða kosningunum, fólkið sem býr í sveitarfélaginu, þá er það ekkert lýðræði.“ Telur að meirihluti sé samþykkur Jón Eiríkur segist telja að af þeim sem búi í raun í hreppnum séu um sextíu til sjötíu prósent sammála sameiningunni. „Þú sérð það að ef það er sextíu á móti fjörutíu þarf ekki marga til að snúa því á hvolf. Það skiptir ekki máli hver niðurstaða kosninganna væri, bara ef heimafólkið fengi að kjósa og ráða. Þá væri það rétt niðurstaða og sanngjörn,“ segir hann. „Ég tel að það sé tvímælalaust að það sé ekki hægt að leggja svona á lítil sveitafélög. Ef við höfum verið eitthvað sundurleit í Skorradal fyrir þá bætir svona lagað ekki, það er ekkert skemmtilegt andrúmsloft.“ Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Þetta er ekki unnið af okkar hálfu, hvorki sveitarstjórnarfólks eða neitt, þetta er af hendi Þjóðskrár sem setur af stað svona rannsókn. Ég frétti að lögreglan hefði tekið einhvern rúnt,“ segir Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Þjóðskrá sem staðfesti að kallað hefði verið til lögreglu. Á föstudag hefjast kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar og standa þær til 20. september. Hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Skorradalshreppur er eitt fámennasta sveitarfélag á landinu en samkvæmt tölfræði Þjóðskrár búa nú sjötíu manns þar. Jón Eiríkur hefur áður sagt að skráðum íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og hann efaðist um að allir hefðu fasta búsetu í hreppnum. Hann segir þó lítið sem Þjóðskrá geti gert vegna mála líkt og þessara og lög um kjörskrá sveitarstjórnarkosninga ekki virka sem skyldi. „Það er bara þannig að Þjóðskrá segist ekki vera með nein almennileg verkfæri til þess að beita í svona löguðum málum og það virðist vera sem svo að það hafi komið hér hópur af fólki, ég vil kalla það hóp,“ segir hann. Jón Eiríkur segir að ekki sé um að ræða fjölda manns en hver einstaklingur geti haft áhrif vegna smæðar samfélagsins. „Við erum svo lítið sveitarfélag að það sem á einum stað er talin ein og ein hræða er það hópur í okkar huga. Hvert atkvæði vegur svo þungt. Ég tel að á milli tíu og tuttugu prósent íbúa séu fólk sem eigi ekki að greiða atkvæði í sveitarfélaginu,“ segir hann. „Það er fólk sem býr hér og þar um landið og virðist flytja í sveitarfélagið til að hafa áhrif á kosningar sem ég tel vera stórlega ógn við lýðræðið. Ef við fáum ekki að ráða kosningunum, fólkið sem býr í sveitarfélaginu, þá er það ekkert lýðræði.“ Telur að meirihluti sé samþykkur Jón Eiríkur segist telja að af þeim sem búi í raun í hreppnum séu um sextíu til sjötíu prósent sammála sameiningunni. „Þú sérð það að ef það er sextíu á móti fjörutíu þarf ekki marga til að snúa því á hvolf. Það skiptir ekki máli hver niðurstaða kosninganna væri, bara ef heimafólkið fengi að kjósa og ráða. Þá væri það rétt niðurstaða og sanngjörn,“ segir hann. „Ég tel að það sé tvímælalaust að það sé ekki hægt að leggja svona á lítil sveitafélög. Ef við höfum verið eitthvað sundurleit í Skorradal fyrir þá bætir svona lagað ekki, það er ekkert skemmtilegt andrúmsloft.“
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira