Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar 3. september 2025 13:31 Undanfarna daga hefur þjóðin fylgst með umræðu sem hefur beinst að minnihlutahópum á fordæmalausan hátt. Í miðju alls þessa eru hatursfull ummæli, grímulaus ögrun og persónulegar árásir. Það sem eitt sinn þótti óboðlegt í opinberri umræðu virðist nú orðið hversdagslegt — jafnvel ásættanlegt. Fjölmiðlar virðast í auknum mæli sækjast eftir öfgunum. Þeir sem tala hátt, rífast, ráðast að fólki og skapa klofning fá pláss og hlustun. Þetta er orðið eins konar „söluvænn leikur“ þar sem öfgar og niðurrif eru í forgrunni — en mannvirðing og siðferði víkja. Við megum ekki láta þetta viðgangast. Ofbeldi kemur í mörgum myndum. Það birtist ekki aðeins í barsmíðum eða öskrum, heldur líka í því að líta undan. Að þegja. Að samþykkja með því að gera ekki neitt. Margir sem verða vitni að hatursorðræðu gera ekkert. Þeir vilja ekki „blanda sér í þetta“, vilja ekki missa stöðu sína eða verða fyrir sömu árásum. En þegar við stöndum hjá og látum sem ekkert sé, þá erum við ekki hlutlaus. Þá styðjum við óbeint við það sem við erum að horfa á. Og það er líka ofbeldi. Við sem störfum í hreyfingu launafólks vitum að réttlæti og mannvirðing eru hornsteinar þess sem við berjumst fyrir. Það nær ekki aðeins til launakjara eða vinnutíma, heldur líka til þess hvernig við tölum um hvort annað. Hvernig við stöndum með þeim sem eru á jaðrinum. Hvernig við bregðumst við þegar á fólki er ráðist. Þetta snýst um meira en eitt mál, eina persónu eða eina umræðu. Þetta snýst um hvaða samfélag við viljum lifa í. Og það samfélag á ekki að byggja á þögn, undanlátssemi eða ótta. Þess vegna segi ég: Hingað og ekki lengra.Við verðum öll að axla ábyrgð. Við verðum að segja stopp. Og við verðum að gera það saman. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur þjóðin fylgst með umræðu sem hefur beinst að minnihlutahópum á fordæmalausan hátt. Í miðju alls þessa eru hatursfull ummæli, grímulaus ögrun og persónulegar árásir. Það sem eitt sinn þótti óboðlegt í opinberri umræðu virðist nú orðið hversdagslegt — jafnvel ásættanlegt. Fjölmiðlar virðast í auknum mæli sækjast eftir öfgunum. Þeir sem tala hátt, rífast, ráðast að fólki og skapa klofning fá pláss og hlustun. Þetta er orðið eins konar „söluvænn leikur“ þar sem öfgar og niðurrif eru í forgrunni — en mannvirðing og siðferði víkja. Við megum ekki láta þetta viðgangast. Ofbeldi kemur í mörgum myndum. Það birtist ekki aðeins í barsmíðum eða öskrum, heldur líka í því að líta undan. Að þegja. Að samþykkja með því að gera ekki neitt. Margir sem verða vitni að hatursorðræðu gera ekkert. Þeir vilja ekki „blanda sér í þetta“, vilja ekki missa stöðu sína eða verða fyrir sömu árásum. En þegar við stöndum hjá og látum sem ekkert sé, þá erum við ekki hlutlaus. Þá styðjum við óbeint við það sem við erum að horfa á. Og það er líka ofbeldi. Við sem störfum í hreyfingu launafólks vitum að réttlæti og mannvirðing eru hornsteinar þess sem við berjumst fyrir. Það nær ekki aðeins til launakjara eða vinnutíma, heldur líka til þess hvernig við tölum um hvort annað. Hvernig við stöndum með þeim sem eru á jaðrinum. Hvernig við bregðumst við þegar á fólki er ráðist. Þetta snýst um meira en eitt mál, eina persónu eða eina umræðu. Þetta snýst um hvaða samfélag við viljum lifa í. Og það samfélag á ekki að byggja á þögn, undanlátssemi eða ótta. Þess vegna segi ég: Hingað og ekki lengra.Við verðum öll að axla ábyrgð. Við verðum að segja stopp. Og við verðum að gera það saman. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun