Sport

Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smá­barni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stella með hjálminn sinn sem er líkleg orðinn einn sá verðmætasti í tennisheiminum.
Stella með hjálminn sinn sem er líkleg orðinn einn sá verðmætasti í tennisheiminum. @elenisabracos

Einn yngsti áhorfandinn á opna bandaríska meistaramótinu í tennis fór heim með sérstakan minjagrip. Hún hafði þó reyndar lítið um það að segja sjálf.

Opna bandaríska meistaramótið er eitt af risamótunum fjórum, fer fram í New York og er einn af hápunktum ársins í tennisheiminum.

Katerina Buck, mamma hennar Stellu er mikil tennisáhugakona og hún mætti á mótið með kornunga dóttur sína. Móðurinni datt líka í hug að nýta hjálminn sem Stella þarf að klæðast á meðan höfuð hennar er að þroskast.

Hún fékk því helstu tennisstjörnur mótsins til að skrifa á hausinn á barninu sínu og þær tóku flestar bara vel í það.

Spænska stórstjarnan Carlos Alcaraz var sá fyrsti til skrifa á hjálminn en svo bættust fleiri við.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessum stjörnum skrifa á hausinn á Stellu.

Meðal þeirra voru Aryna Sabalenka, Jannik Sinner og Coco Gauff en goðsögnin John McEnroe fékk líka að skrifa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×